Viðskipti innlent

Góði hirðirinn opnar úti­bú í mið­borginni

Atli Ísleifsson skrifar
Úr verslun Góða hirðisins við Hverfisgötu 94.
Úr verslun Góða hirðisins við Hverfisgötu 94. Sorpa

Góði hirðirinn mun opna útibú í nýbyggingu á horni Barónstígs og Hverfisgötu í Reykjavík á fimmtudaginn.

Morgunblaðið segir frá þessu þar sem haft ef eftir Ruth Einarsdóttur, rekstrarstjóra Góða hirðisins, að verslunin verði í 300 fermetra rými og að vöruframboðið verði þverskurður af því sem hafi verið í boði í Góða hirðinum, en fyrir er rekin verslun í Fellsmúla.

Verslunin er uppspretta – pop-up verslun – sem verður starfrækt yfir jólin, en ef við gengur sé til skoðunar að verslunin verði áfram við Hverfisgötu 94.

Ruth segir í samtali við blaðið að með versluninni sé meðal annars verið að höfða til þess hóps ungra sem er að hefja búskap í miðborginni. Sömuleiðis þeirra sem eru að leita að hönnunarvöru á borð við tekkhúsgögn, auk þess að áhersla verði lögð á sölu notaðra bóka.

Hún segir sömuleiðis að í þessu árferði þá séu margir hættir rekstri íbúða til útleigu á AirBnB og því hafi framboð á notuðum húsgögnum aukist að undanförnu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×