Segja kjánalegt að foreldrar megi fara á barinn en ekki horfa á leiki barna sinna Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2021 17:30 Það bíða þess sjálfsagt margir spenntir að mega aftur fara á íþróttaleiki. vísir/hag „Þér er treystandi til að vera fullur á bar en ekki til að vera á íþróttakappleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson sem telur íþróttafélög landsins verðskulda tækifæri til að opna hús sín fyrir áhorfendum. „Það er búið að opna barina, fjölga í leikhúsunum, en ekki verið að hleypa áhorfendum í íþróttahús eða foreldrum á leiki hjá börnunum sínum,“ bendir Henry á í umræðum í Sportinu í dag, um nýjustu sóttvarnareglur heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Reglurnar tóku gildi á mánudag en með þeim jókst leyfilegur hámarksfjöldi áhorfenda í leikhúsum og bíósölum úr 100 í 150 auk þess sem öldurhús máttu opna að nýju eftir langa bið. Áhorfendabann er hins vegar enn í gildi á íþróttaleikjum. Íþróttir virðist vera afgangsstærð Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur rökstutt tillögu sína, sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti, með því að á íþróttaviðburðum á Íslandi séu ekki númeruð sæti. Ekki sé skrá yfir það hvar fólk sitji og erfiðara að koma í veg fyrir samgang. „Það sem að slær mig við þetta er að í þessu ferli virðast íþróttir enn og aftur vera afgangsstærð þegar það er verið að ákveða sóttvarnareglur og breytingar á þeim. Við höfum séð að íþróttir eru mjög aftarlega á merinni þegar kemur að ákvarðanatökunni og stundum hef ég á tilfinningunni að Þórólfur og Svandís viti ekki hvað íþróttir eru. Þær bara eru ekki til umræðu. Algjör afgangsstærð,“ segir Henry Birgir sem ræddi málið við Kjartan Atla og Rikka G í Sportinu í dag. Umræðuna má heyra hér að neðan en hún hefst eftir 27 og hálfa mínútu. Henry segir félögin verðskulda að prófað sé að leyfa þó ekki væri nema fimmtíu áhorfendur á leik: „Ég hefði bara viljað sjá fyrsta skrefið. Fimmtíu eða hundrað manns. Gefðu félögunum tækifæri á að sýna að þau geti skipulagt þetta, verið með númeruð sæti, skipulagt gæslu. Sýna að þeim sé treystandi. Réttu út höndina. Ef það er hægt að fjölga í leikhúsi og hleypa inn á bari, taktu þá alla vega lítið skref [fyrir íþróttirnar]. Fimmtíu manns sem hægt er að dreifa um salinn. Það munar um þetta. Og að foreldrar geti ekki farið á leiki í yngri flokkum hjá börnunum sínum, en farið á barinn á kvöldin og hellt sig fulla, það er bara kjánalegt. Og enn heyrist ekki múkk, hvorki hósti né stuna, frá ÍSÍ. Ég er orðinn svo þreyttur á þessu, að íþróttir mæti alltaf afgangi og félögin fái ekki tækifæri til að sýna að þau séu traustsins verð,“ segir Henry. Kjartan Atli tekur sérstaklega undir það að skoða ætti hvort foreldrar mættu ekki horfa á leiki hjá börnunum sínum. Það hafi til að mynda skotið skökku við að foreldrar þyrftu að bíða saman í Hyrnunni eða sundi í stað þess að sitja á áhorfendapöllum, á meðan að börnin þeirra spiluðu körfubolta við Skallagrím í Borgarnesi um daginn. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan eða með því að smella hér. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Seinni bylgjan Íþróttir barna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
„Það er búið að opna barina, fjölga í leikhúsunum, en ekki verið að hleypa áhorfendum í íþróttahús eða foreldrum á leiki hjá börnunum sínum,“ bendir Henry á í umræðum í Sportinu í dag, um nýjustu sóttvarnareglur heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Reglurnar tóku gildi á mánudag en með þeim jókst leyfilegur hámarksfjöldi áhorfenda í leikhúsum og bíósölum úr 100 í 150 auk þess sem öldurhús máttu opna að nýju eftir langa bið. Áhorfendabann er hins vegar enn í gildi á íþróttaleikjum. Íþróttir virðist vera afgangsstærð Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur rökstutt tillögu sína, sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti, með því að á íþróttaviðburðum á Íslandi séu ekki númeruð sæti. Ekki sé skrá yfir það hvar fólk sitji og erfiðara að koma í veg fyrir samgang. „Það sem að slær mig við þetta er að í þessu ferli virðast íþróttir enn og aftur vera afgangsstærð þegar það er verið að ákveða sóttvarnareglur og breytingar á þeim. Við höfum séð að íþróttir eru mjög aftarlega á merinni þegar kemur að ákvarðanatökunni og stundum hef ég á tilfinningunni að Þórólfur og Svandís viti ekki hvað íþróttir eru. Þær bara eru ekki til umræðu. Algjör afgangsstærð,“ segir Henry Birgir sem ræddi málið við Kjartan Atla og Rikka G í Sportinu í dag. Umræðuna má heyra hér að neðan en hún hefst eftir 27 og hálfa mínútu. Henry segir félögin verðskulda að prófað sé að leyfa þó ekki væri nema fimmtíu áhorfendur á leik: „Ég hefði bara viljað sjá fyrsta skrefið. Fimmtíu eða hundrað manns. Gefðu félögunum tækifæri á að sýna að þau geti skipulagt þetta, verið með númeruð sæti, skipulagt gæslu. Sýna að þeim sé treystandi. Réttu út höndina. Ef það er hægt að fjölga í leikhúsi og hleypa inn á bari, taktu þá alla vega lítið skref [fyrir íþróttirnar]. Fimmtíu manns sem hægt er að dreifa um salinn. Það munar um þetta. Og að foreldrar geti ekki farið á leiki í yngri flokkum hjá börnunum sínum, en farið á barinn á kvöldin og hellt sig fulla, það er bara kjánalegt. Og enn heyrist ekki múkk, hvorki hósti né stuna, frá ÍSÍ. Ég er orðinn svo þreyttur á þessu, að íþróttir mæti alltaf afgangi og félögin fái ekki tækifæri til að sýna að þau séu traustsins verð,“ segir Henry. Kjartan Atli tekur sérstaklega undir það að skoða ætti hvort foreldrar mættu ekki horfa á leiki hjá börnunum sínum. Það hafi til að mynda skotið skökku við að foreldrar þyrftu að bíða saman í Hyrnunni eða sundi í stað þess að sitja á áhorfendapöllum, á meðan að börnin þeirra spiluðu körfubolta við Skallagrím í Borgarnesi um daginn. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan eða með því að smella hér. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Seinni bylgjan Íþróttir barna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira