Viðskipti innlent

Einar tekur við sem fram­kvæmda­stjóri og nýir eig­endur bætast við

Atli Ísleifsson skrifar
Einar Þór Bjarnason, Guðmundur Arnar Þórðarson, Guðni B. Guðnason og Thelma Kristín Kvaran.
Einar Þór Bjarnason, Guðmundur Arnar Þórðarson, Guðni B. Guðnason og Thelma Kristín Kvaran. Aðsendar

Guðmundur Arnar Þórðarson, Guðni B. Guðnason og Thelma Kristín Kvaran hafa gengið inn í eigendahóp ráðgjafafyrirtækisins Intellecta. Samhliða breytingunum hefur Einar Þór Bjarnason tekið vuð stöðu framkvæmdastjóra af Þórði S. Óskarssyni, stofnanda Intellecta.

Þetta kemur fram í tilkynningu, en þar segir að Þórður muni áfram sinna ráðgjafaverkefnum á sviði ráðninga og stjórnunar. Einar Þór hefur starfað með Þórði í ráðgjöf síðan 2001 og verið einn af eigendum félagsins. Einar Þór var áður ráðgjafi hjá Accenture og Adcore Strategy.

Þeir Guðmundur og Guðni eiga að baki langan feril innan upplýsingatækniráðgjafar. Guðmundur Arnar var ráðgjafi hjá Origo, vörustjóri hjá RB og sviðsstjóri viðskiptaþróunar og ráðgjafar hjá Þekkingu áður en hann hóf störf hjá Intellecta fyrir rúmu ári. Guðmundur Arnar hefur m.a. veitt ráðgjöf og stýrt flókum verkefnum á sviði stafrænna umbreytinga og stefnumótunar og hefur verið leiðandi í ráðgjöf á því sviði.

Guðni var einn stofnenda ANZA, sem var brautryðjandi í útvistun á rekstri upplýsingatækni, yfirmaður upplýsingatækni hjá Landsbankanum og ráðgjafi og eigandi hjá Deloitte. Guðni vinnur með fyrirtækjum og stofnunum við að móta nýtt stjórnskipulag í upplýsingatækni og stýrir ráðgjöf og innleiðingu á sjálfvirkni með róbótavæðingu (robotics).

Thelma Kristín hefur starfað hjá Intellecta um nokkurra ára skeið, sem stjórnendaráðgjafi og sérfræðingur í ráðningum. Hún vinnur með stjórnum, stjórnendum og hæfnisnefndum að ráðningum lykilstjórnenda og sérfræðinga, en auk þess er hún helsti sérfræðingur Intellecta í opinberum ráðningum. Áður en hún hóf störf hjá Intellecta starfaði hún sem rekstrarstjóri hjá Hreyfingu og hópstjóri hjá Arion banka,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×