Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2021 12:30 Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu óbreyttir. Vísir/Vilhelm Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. Í nóvemberspá Seðlabankans var reiknað með 750 þúsund erlendum ferðamönnum á þessu ári. Voru það umtalsvert færri en í ágústspánni þar sem gert var ráð fyrir um einni milljón ferðamanna á árinu 2021. Nýjasta spá Seðlabankans er í samræmi við nýlega Þjóðhagsspá Íslandsbanka þar sem grunnspá gerði ráð fyrir að um 700 þúsund þúsund ferðamenn komi hingað á þessu ári. Seðlabankinn áætlar að ferðamönnum fjölgi ekki að neinu ráði fyrr en líða tekur á næsta sumar þegar ferðatakmarkanir milli Bandaríkjanna og Evrópu falla úr gildi og dregið verður úr sóttvarnaaðgerðum á landamærum. „Smitum hefur fjölgað mikið í helstu viðskiptalöndum og hafa horfur í ferðaþjónustu því heldur versnað þrátt fyrir jákvæðar fréttir af bóluefnum gegn farsóttinni,“ segir í febrúarhefti Peningamála. Gangi spá Seðlabankans eftir mun þjónustuútflutningur í heild aukast um tæplega fjórðung á þessu ári sem er heldur minni vöxtur en áður var spáð. „Líkt og þá er talið að útflutningur á þjónustu vaxi um tæplega 50% á næsta ári enda hafi framleiðslugeta ferðaþjónustu í meginatriðum varðveist.“ Einnig verri horfur í vöruútflutningi Samhliða þessu hafa horfur um vöruútflutning í ár einnig versnað og gerir Seðlabankinn ráð fyrir að hann aukist í heild um 1% en í nóvember var spáð um 2% vexti. „Þar vega lakari aflabrögð í botnfiski þungt ásamt því að leyfilegur afli uppsjávartegunda mun annaðhvort standa í stað eða dragast saman. Þá gætir aukinnar svartsýni um markaðsaðstæður á alþjóðamörkuðum með sjávarafurðir og horfur um útflutning álafurða hafa versnað.“ Útflutningur í heild eykst því um 9,8% í ár eða um 2 prósentum minna en áður var spáð, að mati Seðlabankans. Líkt og í nóvember er spáð liðlega 22% vexti útflutnings á næsta ári en að hann hjaðni í tæplega 7% árið 2023. Áætla að búið verði að bólusetja meirihluta um mitt ár Líkt og áður mun efnahagsþróunin að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst við að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins bæði hér á landi og alþjóðlega. Líkt og í nóvemberspá bankans er gert ráð fyrir að bólusetning muni ná til meirihluta almennings um mitt þetta ár, bæði hér á landi og í helstu viðskiptalöndum. „Þrátt fyrir versnandi horfur á fyrsta fjórðungi þessa árs er gert ráð fyrir kröftugum efnahagsbata í helstu viðskiptalöndum er líða tekur á árið þegar víðtæk bólusetning gegn farsóttinni hefur náðst,“ segir í febrúarhefti Peningamála. Spá 2,5% hagvexti Landsframleiðslan hér á landi jókst meira á þriðja ársfjórðungi í fyrra en spáð var í nóvember. Þrátt fyrir þetta var hún enn 10,4% minni en á sama fjórðungi 2019. Að sögn Seðlabankans eru vísbendingar um að landsframleiðslan hafi haldið áfram að vaxa á fjórða ársfjórðungi og að samdrátturinn á árinu öllu hafi verið 7,7% en í nóvember var spáð að hann yrði 8,5%. „Horfur fyrir þetta ár hafa jafnframt heldur batnað en þar vega lakari horfur um útflutning á móti bjartari horfum um innlenda eftirspurn. Spáð er 2,5% hagvexti á árinu öllu en að hann aukist enn frekar á næsta ári og verði 5,1% en hjaðni í 4,1% árið 2023.“ Samkvæmt grunnspá Seðlabankans tekur atvinnuleysi að hjaðna um mitt þetta ár. Fari í verðbólgumarkmið á þessu ári Verðbólga jókst á seinni hluta síðasta árs og mældist 3,6% að meðaltali á síðasta fjórðungi ársins. Hún jókst enn frekar í janúar og mældist 4,3% en það er í fyrsta sinn síðan í desember 2013 sem verðbólga fer yfir efri fráviksmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. „Þrátt fyrir þetta eru vísbendingar um að áhrif gengislækkunarinnar á verðbólgu séu tekin að minnka og að verðbólga muni hjaðna hratt á næstunni enda töluverður slaki í þjóðarbúinu. Þá hafa verðbólguvæntingar haldist tiltölulega stöðugar.“ Spáir bankinn því að verðbólga verði komin niður í 2,5% verðbólgumarkmið á fjórða ársfjórðungi þessa árs og að hún fari undir markmiðið á næsta ári. Efnahagsmál Seðlabankinn Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lýsti áhyggjum af stöðu ferðaþjónustunnar á Alþingi Þingflokksformaður Viðreisnar segir óljóst hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við vanda ferðaþjónustunnar takist ekki að bólusetja meirihluta þjóðarinnar fyrir sumarið. Ferðamálaráðherra segir stjórnvöld standa með ferðaþjónustunni en þróun í faraldursins í öðrum löndum ráði einnig miklu. 21. janúar 2021 12:21 Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. 27. janúar 2021 06:00 Ferðaþjónustan allt að fjögur ár að ná sér á strik Ferðaþjónustan mun líklega ekki ná að vinna sig upp úr áfalli síðasta árs fyrr en að þremur til fjórum liðnum, að mati Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Landsmenn vilja ekki að mikið fleiri ferðamenn komi til landsins en þeir voru fyrir kórónuveirufaraldurinn samkvæmt könnun sem fréttastofa lét gera fyrir áramót. 4. janúar 2021 18:46 Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Í nóvemberspá Seðlabankans var reiknað með 750 þúsund erlendum ferðamönnum á þessu ári. Voru það umtalsvert færri en í ágústspánni þar sem gert var ráð fyrir um einni milljón ferðamanna á árinu 2021. Nýjasta spá Seðlabankans er í samræmi við nýlega Þjóðhagsspá Íslandsbanka þar sem grunnspá gerði ráð fyrir að um 700 þúsund þúsund ferðamenn komi hingað á þessu ári. Seðlabankinn áætlar að ferðamönnum fjölgi ekki að neinu ráði fyrr en líða tekur á næsta sumar þegar ferðatakmarkanir milli Bandaríkjanna og Evrópu falla úr gildi og dregið verður úr sóttvarnaaðgerðum á landamærum. „Smitum hefur fjölgað mikið í helstu viðskiptalöndum og hafa horfur í ferðaþjónustu því heldur versnað þrátt fyrir jákvæðar fréttir af bóluefnum gegn farsóttinni,“ segir í febrúarhefti Peningamála. Gangi spá Seðlabankans eftir mun þjónustuútflutningur í heild aukast um tæplega fjórðung á þessu ári sem er heldur minni vöxtur en áður var spáð. „Líkt og þá er talið að útflutningur á þjónustu vaxi um tæplega 50% á næsta ári enda hafi framleiðslugeta ferðaþjónustu í meginatriðum varðveist.“ Einnig verri horfur í vöruútflutningi Samhliða þessu hafa horfur um vöruútflutning í ár einnig versnað og gerir Seðlabankinn ráð fyrir að hann aukist í heild um 1% en í nóvember var spáð um 2% vexti. „Þar vega lakari aflabrögð í botnfiski þungt ásamt því að leyfilegur afli uppsjávartegunda mun annaðhvort standa í stað eða dragast saman. Þá gætir aukinnar svartsýni um markaðsaðstæður á alþjóðamörkuðum með sjávarafurðir og horfur um útflutning álafurða hafa versnað.“ Útflutningur í heild eykst því um 9,8% í ár eða um 2 prósentum minna en áður var spáð, að mati Seðlabankans. Líkt og í nóvember er spáð liðlega 22% vexti útflutnings á næsta ári en að hann hjaðni í tæplega 7% árið 2023. Áætla að búið verði að bólusetja meirihluta um mitt ár Líkt og áður mun efnahagsþróunin að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst við að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins bæði hér á landi og alþjóðlega. Líkt og í nóvemberspá bankans er gert ráð fyrir að bólusetning muni ná til meirihluta almennings um mitt þetta ár, bæði hér á landi og í helstu viðskiptalöndum. „Þrátt fyrir versnandi horfur á fyrsta fjórðungi þessa árs er gert ráð fyrir kröftugum efnahagsbata í helstu viðskiptalöndum er líða tekur á árið þegar víðtæk bólusetning gegn farsóttinni hefur náðst,“ segir í febrúarhefti Peningamála. Spá 2,5% hagvexti Landsframleiðslan hér á landi jókst meira á þriðja ársfjórðungi í fyrra en spáð var í nóvember. Þrátt fyrir þetta var hún enn 10,4% minni en á sama fjórðungi 2019. Að sögn Seðlabankans eru vísbendingar um að landsframleiðslan hafi haldið áfram að vaxa á fjórða ársfjórðungi og að samdrátturinn á árinu öllu hafi verið 7,7% en í nóvember var spáð að hann yrði 8,5%. „Horfur fyrir þetta ár hafa jafnframt heldur batnað en þar vega lakari horfur um útflutning á móti bjartari horfum um innlenda eftirspurn. Spáð er 2,5% hagvexti á árinu öllu en að hann aukist enn frekar á næsta ári og verði 5,1% en hjaðni í 4,1% árið 2023.“ Samkvæmt grunnspá Seðlabankans tekur atvinnuleysi að hjaðna um mitt þetta ár. Fari í verðbólgumarkmið á þessu ári Verðbólga jókst á seinni hluta síðasta árs og mældist 3,6% að meðaltali á síðasta fjórðungi ársins. Hún jókst enn frekar í janúar og mældist 4,3% en það er í fyrsta sinn síðan í desember 2013 sem verðbólga fer yfir efri fráviksmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans. „Þrátt fyrir þetta eru vísbendingar um að áhrif gengislækkunarinnar á verðbólgu séu tekin að minnka og að verðbólga muni hjaðna hratt á næstunni enda töluverður slaki í þjóðarbúinu. Þá hafa verðbólguvæntingar haldist tiltölulega stöðugar.“ Spáir bankinn því að verðbólga verði komin niður í 2,5% verðbólgumarkmið á fjórða ársfjórðungi þessa árs og að hún fari undir markmiðið á næsta ári.
Efnahagsmál Seðlabankinn Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lýsti áhyggjum af stöðu ferðaþjónustunnar á Alþingi Þingflokksformaður Viðreisnar segir óljóst hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við vanda ferðaþjónustunnar takist ekki að bólusetja meirihluta þjóðarinnar fyrir sumarið. Ferðamálaráðherra segir stjórnvöld standa með ferðaþjónustunni en þróun í faraldursins í öðrum löndum ráði einnig miklu. 21. janúar 2021 12:21 Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. 27. janúar 2021 06:00 Ferðaþjónustan allt að fjögur ár að ná sér á strik Ferðaþjónustan mun líklega ekki ná að vinna sig upp úr áfalli síðasta árs fyrr en að þremur til fjórum liðnum, að mati Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Landsmenn vilja ekki að mikið fleiri ferðamenn komi til landsins en þeir voru fyrir kórónuveirufaraldurinn samkvæmt könnun sem fréttastofa lét gera fyrir áramót. 4. janúar 2021 18:46 Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Lýsti áhyggjum af stöðu ferðaþjónustunnar á Alþingi Þingflokksformaður Viðreisnar segir óljóst hvernig stjórnvöld ætli að bregðast við vanda ferðaþjónustunnar takist ekki að bólusetja meirihluta þjóðarinnar fyrir sumarið. Ferðamálaráðherra segir stjórnvöld standa með ferðaþjónustunni en þróun í faraldursins í öðrum löndum ráði einnig miklu. 21. janúar 2021 12:21
Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. 27. janúar 2021 06:00
Ferðaþjónustan allt að fjögur ár að ná sér á strik Ferðaþjónustan mun líklega ekki ná að vinna sig upp úr áfalli síðasta árs fyrr en að þremur til fjórum liðnum, að mati Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Landsmenn vilja ekki að mikið fleiri ferðamenn komi til landsins en þeir voru fyrir kórónuveirufaraldurinn samkvæmt könnun sem fréttastofa lét gera fyrir áramót. 4. janúar 2021 18:46