Önnur lota Wall Street við netverja Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2021 08:59 Smáir fjárfestar sem hafa skilið mark sitt eftir á hlutabréfamörkuðum fjárfesta nú í silfri. AP/Nicole Pereira Wall Street undirbýr sig fyrir aðra viku þar sem gífurlegur fjöldi smærri fjárfesta lætur áfram til sín taka á mörkuðum og oft með því markmiði að koma höggi á Wall Street. Aðgerðir netverjar hafa komið harkalega niður á stórum fjárfestingarsjóðum en þeir beina nú sjónum sínum að öðrum hlutabréfum og vörum. Verð silfurs hefur hækkað hratt í morgun eftir töluverða hækkun í síðustu viku. Vandræði Wall Street má rekja til hóps smærri fjárfesta á netinu, að mestu Reddit, sem hafa tekið höndum saman gegn fjárfestingarsjóðum sem höfðu reynt að skortselja hlutabréf GameStop, eins og það er kallað. Það er að taka stöðu gegn fyrirtækjum sem standa höllum fæti og græða á því að þau lækki í verði. Útskýringu á skortsölu má sjá hér á Vísindavefnum. Netverjarnir fjárfestu eins og óðir væru í GameStop og hefur það keyrt virði hlutabréfa félagsins í óþekktar hæðir. Það sama hafa þeir gert með hlutabréf AMC Entertainment, sem rekur keðju kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum, en þó í mun minna umfangi. Virði hlutaréfa GameStop hækkaði um fjögur hundruð prósent í síðustu viku. Á árinu hefur virði þeirra hækkað um 1.625 prósent, samkvæmt frétt CNBC. Við lokun markaða á föstudaginn kostaði hlutur í GameStop 325 dali. Í október var virði hlutarins undir tíu dölum. Fjárfestingasjóðurinn Melvin Capital Management, sem er nokkuð þekktur fyrir að taka sér stöðu gegn fyrirtækjum sem talin eru standa höllum fæti, tapaði 53 prósentum af fjármagni sínu á skortsölu GameStop. Reuters fréttaveitan segir sjóðinn þó hafa fengið frekara fjármagn síðan þá. Aðrir sjóðir hafa einnig þurft frekara fjármagn eftir að hafa reynt að skortselja hlutabréf GameStop. Fyrirtækið Robinhood, sem rekur vinsælt forrit þar sem smærri fjárfestar geta fjárfest í hlutabréfum í símum sínum, hefur meinað notendum sínum að kaupa hlutabréf í GameStop og öðrum félögum, eins og AMC, Blackberry og Nokia, svo eitthvað sé nefnt. Silfrið sterkt fyrir Eins og áður segir hafa fjárfestar beint sjónum sínum að silfri. Það hefur hækkað í virði og #silversqueeze er meðal vinsælustu myllumerkja vestanhafs. Samkvæmt frétt CNN spilar þar inn í hjá netverjum að þeir telja sig geta komið höggi á stóra banka með því að hækka virði silfurs. Netverjar segja banka eins og JPMorgan hafa haldið virði silfurs niðri um langt skeið. Ólíkt hlutabréfum í GameStop og öðrum félögum sem netverjarnir hafa beint sjónum sínum að, hefur silfur verið í nokkuð sterkri stöðu á mörkuðum að undanförnu. Virði þess hefur ekki verið jafn hátt í nokkur ár. Markaðir Bandaríkin Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Verð silfurs hefur hækkað hratt í morgun eftir töluverða hækkun í síðustu viku. Vandræði Wall Street má rekja til hóps smærri fjárfesta á netinu, að mestu Reddit, sem hafa tekið höndum saman gegn fjárfestingarsjóðum sem höfðu reynt að skortselja hlutabréf GameStop, eins og það er kallað. Það er að taka stöðu gegn fyrirtækjum sem standa höllum fæti og græða á því að þau lækki í verði. Útskýringu á skortsölu má sjá hér á Vísindavefnum. Netverjarnir fjárfestu eins og óðir væru í GameStop og hefur það keyrt virði hlutabréfa félagsins í óþekktar hæðir. Það sama hafa þeir gert með hlutabréf AMC Entertainment, sem rekur keðju kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum, en þó í mun minna umfangi. Virði hlutaréfa GameStop hækkaði um fjögur hundruð prósent í síðustu viku. Á árinu hefur virði þeirra hækkað um 1.625 prósent, samkvæmt frétt CNBC. Við lokun markaða á föstudaginn kostaði hlutur í GameStop 325 dali. Í október var virði hlutarins undir tíu dölum. Fjárfestingasjóðurinn Melvin Capital Management, sem er nokkuð þekktur fyrir að taka sér stöðu gegn fyrirtækjum sem talin eru standa höllum fæti, tapaði 53 prósentum af fjármagni sínu á skortsölu GameStop. Reuters fréttaveitan segir sjóðinn þó hafa fengið frekara fjármagn síðan þá. Aðrir sjóðir hafa einnig þurft frekara fjármagn eftir að hafa reynt að skortselja hlutabréf GameStop. Fyrirtækið Robinhood, sem rekur vinsælt forrit þar sem smærri fjárfestar geta fjárfest í hlutabréfum í símum sínum, hefur meinað notendum sínum að kaupa hlutabréf í GameStop og öðrum félögum, eins og AMC, Blackberry og Nokia, svo eitthvað sé nefnt. Silfrið sterkt fyrir Eins og áður segir hafa fjárfestar beint sjónum sínum að silfri. Það hefur hækkað í virði og #silversqueeze er meðal vinsælustu myllumerkja vestanhafs. Samkvæmt frétt CNN spilar þar inn í hjá netverjum að þeir telja sig geta komið höggi á stóra banka með því að hækka virði silfurs. Netverjar segja banka eins og JPMorgan hafa haldið virði silfurs niðri um langt skeið. Ólíkt hlutabréfum í GameStop og öðrum félögum sem netverjarnir hafa beint sjónum sínum að, hefur silfur verið í nokkuð sterkri stöðu á mörkuðum að undanförnu. Virði þess hefur ekki verið jafn hátt í nokkur ár.
Markaðir Bandaríkin Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira