Fimm sagt upp og tugir í skert starfshlutfall Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2021 14:07 Árni Magnússon er forstjóri ÍSOR en hann segir starfsmenn stofnunarinnar hafa verið tæplega sjötíu áður en gripið var til uppsagnanna fimm. Fimm manns hefur verið sagt upp stöðum hjá ríkisstofnuninni Íslenskar orkurannsóknir. Forstjóri ÍSOR segir aðhaldsaðgerðirnar nauðsynlegar vegna samdráttar á markaði. Árni Magnússon, forstjóri Ísor, segir í samtali við fréttastofu að tilkynnt hafi verið um breytingarnar í gær. Fimm hafi verið sagt upp og um tveir þriðju starfsmanna hafi tekið á sig skerðingu sem sé í langflestum tilfellum á bilinu 10-25 prósent. Skerðingin gildir til sex mánaða og í framhaldi af því fer fólk aftur í 100 prósent starf. Vonandi fyrr ef staðan batnar, að sögn Árna. Árni segir að í allnokkurn tíma hafi verið undirliggjandi rekstrarvandi hjá ÍSOR og útlit fyrir að árið 2021 verði erfitt rekstrarár. Verkefnið blasti við í lok árs 2020 „Það markast fyrst og fremst af minnkandi umsvifum íslenskra orkufyrirtækja sem að líkum munu halda að sér höndum við framkvæmdir á árinu en einnig segja til sín áhrif Covid faraldursins.“ Stjórn hafi afgreitt fjárhagsáætlun seint í desember og þá hafi verkefnið blasað við. Að skera niður kostnað. Það hafi leitt til breytinganna í gær sem séu eðli máls samkvæmt mjög erfiðar. Árni, sem tók við sem forstjóri ÍSOR í fyrra, minnir á að ÍSOR sé í eigu ríkisins og afli sinna tekna með sölu á þjónustu. „Án viðbragða við versnandi horfum á markaði stefndi í alvarlegan halla á rekstri ÍSOR á þessu ári. Það kallar á aðhaldsaðgerðir hjá stofnunni. Þegar hafa verið stigin skref til að draga úr húsnæðiskostnaði ásamt öðrum skipulags- og hagræðingaraðgerðum auk þess sem áfram er unnið að því að afla aukinna verkefna.“ Ýmsir boðist til að fara í skert hlutfall Laun og launatengd gjöld séu langstærsti útgjaldaliður í rekstri stofnunarinnar og því hafi á undanförnum vikum verið unnið að samningum við hluta starfsfólks um að minnka tímabundið starfshlutfall og með því dregið úr þörf fyrir frekari aðgerðir. „Starfsmenn ÍSOR hafa sýnt málinu mikinn skilning og buðust ýmsir að fyrra bragði til að taka á sig skert starfshlutfall í allt að sex mánuði.“ Ekki hafi verið komist með öllu hjá fækkun stöðugilda og hafi því verið gengið frá starfslokum fimm starfsmanna. „Vonir standa til að með auknum umsvifum í samfélaginu muni verkefnastaða ÍSOR batna á árinu 2022 en þá er meðal annars búist við að orkufyrirtækin hefji að nýju viðhaldsboranir. Með þeim aðgerðum sem hér er lýst telja stjórnendur að markmiðum um lækkun kostnaðar verði náð og að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Orkumál Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Árni Magnússon, forstjóri Ísor, segir í samtali við fréttastofu að tilkynnt hafi verið um breytingarnar í gær. Fimm hafi verið sagt upp og um tveir þriðju starfsmanna hafi tekið á sig skerðingu sem sé í langflestum tilfellum á bilinu 10-25 prósent. Skerðingin gildir til sex mánaða og í framhaldi af því fer fólk aftur í 100 prósent starf. Vonandi fyrr ef staðan batnar, að sögn Árna. Árni segir að í allnokkurn tíma hafi verið undirliggjandi rekstrarvandi hjá ÍSOR og útlit fyrir að árið 2021 verði erfitt rekstrarár. Verkefnið blasti við í lok árs 2020 „Það markast fyrst og fremst af minnkandi umsvifum íslenskra orkufyrirtækja sem að líkum munu halda að sér höndum við framkvæmdir á árinu en einnig segja til sín áhrif Covid faraldursins.“ Stjórn hafi afgreitt fjárhagsáætlun seint í desember og þá hafi verkefnið blasað við. Að skera niður kostnað. Það hafi leitt til breytinganna í gær sem séu eðli máls samkvæmt mjög erfiðar. Árni, sem tók við sem forstjóri ÍSOR í fyrra, minnir á að ÍSOR sé í eigu ríkisins og afli sinna tekna með sölu á þjónustu. „Án viðbragða við versnandi horfum á markaði stefndi í alvarlegan halla á rekstri ÍSOR á þessu ári. Það kallar á aðhaldsaðgerðir hjá stofnunni. Þegar hafa verið stigin skref til að draga úr húsnæðiskostnaði ásamt öðrum skipulags- og hagræðingaraðgerðum auk þess sem áfram er unnið að því að afla aukinna verkefna.“ Ýmsir boðist til að fara í skert hlutfall Laun og launatengd gjöld séu langstærsti útgjaldaliður í rekstri stofnunarinnar og því hafi á undanförnum vikum verið unnið að samningum við hluta starfsfólks um að minnka tímabundið starfshlutfall og með því dregið úr þörf fyrir frekari aðgerðir. „Starfsmenn ÍSOR hafa sýnt málinu mikinn skilning og buðust ýmsir að fyrra bragði til að taka á sig skert starfshlutfall í allt að sex mánuði.“ Ekki hafi verið komist með öllu hjá fækkun stöðugilda og hafi því verið gengið frá starfslokum fimm starfsmanna. „Vonir standa til að með auknum umsvifum í samfélaginu muni verkefnastaða ÍSOR batna á árinu 2022 en þá er meðal annars búist við að orkufyrirtækin hefji að nýju viðhaldsboranir. Með þeim aðgerðum sem hér er lýst telja stjórnendur að markmiðum um lækkun kostnaðar verði náð og að ekki þurfi að grípa til frekari aðgerða.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Orkumál Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira