Er þetta í 22. sinn sem Íslenska ánægjuvogin er birt. Markmiðið verkefnisins er að vinna samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina og öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana svo sem ímynd, mat á gæðum og þjónustu.
Framkvæmd er í höndum Zenter rannsókna og einkennir það ánægjuvogina að enginn veit hvenær mælingin fer fram né hvaða markaðir eru mældir hverju sinni.
Dagskrá
8:30 Fundarsetning
Fundarstjóri er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi og stjórnarformaður Íslensku ánægjuvogarinnar.
08:30 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2020
Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Zenter, kynnir niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2020, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.
08:45 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2020 veittar
Afhent verður viðurkenningarskjal til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði. Einnig verða veittar viðurkenningar til þeirra aðila sem skora hæst í hverjum flokki.