Körfubolti

Kefla­vík á­fram með fullt hús og Hauka­sigur í Borgar­nesi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Keflavík er með fullt hús stiga en Haukarnir unnu einnig í kvöld.
Keflavík er með fullt hús stiga en Haukarnir unnu einnig í kvöld. vísir/hulda margrét

Keflavík er áfram á toppi Domino’s deildar kvenna eftir að liðið vann sjötta sigurinn, af sex mögulegum, er liðið bar sigur úr býtum gegn botnliði KR, 104-87. Á sama tíma unnu Haukar 65-59 sigur á Skallagrími í Borgarnesi.

KR var yfir eftir fyrsta leikhlutann en Keflavík vann annan leikhlutan með sextán stiga mun og var 44-53 yfir er liðin gengu til búningsherbergja. Keflavík hélt svo forystunni út leikinn og vann að endingu 104-87 sigur.

Daniela Wallen Morillo var mer rosalega tvennu hjá Keflavík; 27 stig, sextán fráköst og tíu fráköst. Emelía Ósk Gunnarsdóttir bætti við 23 stigum og átta fráköstum. Annika Holopainen gerði 34 stig fyrir KR og tók þrettán fráköst. Eygló Kristín Óskarsdóttir kom næst með nítján stig.

Keflavík er með tólf stig eftir leikina sex sem þær eru búnar að spila en KR er án stiga á botni deildarinnar.

Haukar byrjuðu af miklum krafti í Borgarnesi og voru 19-11 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Þær leiddu í hálfleik 32-25 en virkilega góður þriðji leikhluti jók muninn á ný. Bil sem Skallagrímur náði ekki að brúa áður en yfir lauk. Lokatölur 59-65.

Alyesha Lovett var stigahæst í liði Hauka með 21 stig og nítján fráköst. Eva Margrét Kristjánsdóttir bætti við fjórtán stigum og sjö fráköstum. Í liði Skallagríms var það Keira Breeanne Robinson sem var stigahæst með 23 stig. Nikita Telesford bætti við 22 stigum og átta fráköstum.

Skallagrímur er með sex stig í fimmta sætinu en Haukar eru í öðru sætinu með tíu stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.