Viðskipti innlent

Kynna niður­stöður Ís­lensku á­nægju­vogarinnar á föstu­dag

Eiður Þór Árnason skrifar
Ánægjuvogareinkunnin tekur gildi á kvarðanum 0 til 100, þar sem hærri einkunn gefur til kynna meiri ánægju. Í fyrra var Costco eldsneyti með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni með 85,9 stig.
Ánægjuvogareinkunnin tekur gildi á kvarðanum 0 til 100, þar sem hærri einkunn gefur til kynna meiri ánægju. Í fyrra var Costco eldsneyti með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni með 85,9 stig. Samsett

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða birtar á föstudag, 29. janúar og hefst kynning þeirra og afhending viðurkenninga klukkan 8:30 á Grand Hótel. Sýnt verður frá athöfninni í beinni útsendingu hér á Vísi en vegna samkomutakmarkana verður einungis einum aðila frá þeim fyrirtækjum sem eru efst á sínum markaði boðið að mæta.

Er þetta í 22. sinn sem Íslenska ánægjuvogin er birt. Að sögn forsvarsmanna er markmið verkefnisins að vinna samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina og öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana svo sem ímynd, mat á gæðum og þjónustu. Framkvæmd er í höndum Zenter rannsókna en markmiðið er að enginn viti hvenær mælingin fer fram né hvaða markaðir eru mældir hverju sinni. 

Sum efstu fyrirtækin fengu ekki viðurkenningu

Íslenska ánægjuvogin er á vegum Stjórnvísi en fram kemur á vef stjórnunarfélagsins að í fyrra byggðu niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar á um 200 til 1.050 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis. Þegar ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti í tilteknum flokkum voru ekki veittar viðurkenningar í þeim flokki. 

Stjórn Íslensku ánægjuvogarinnar skipa: Gunnhildur Arnardóttir stjórnarformaður, Sigurjón Þórðarson stjórnunarráðgjafi hjá Capacent og Gunnar Thorberg framkvæmdastjóri Kapals.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,9
82
106.936
ICESEA
0,41
2
6.086
VIS
0,32
9
191.838
ORIGO
0,24
3
1.239
BRIM
0
5
2.969

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,57
32
267.439
ARION
-1,24
25
511.397
HAGA
-1,24
10
421.666
SIMINN
-1,19
5
124.815
EIK
-1,13
3
4.919
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.