Spánn rúllaði yfir Ungverjaland og allt opið í riðli tvö Anton Ingi Leifsson skrifar 25. janúar 2021 18:30 Það var rosaleg spenna í leik Argentínu og Katar. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany Spánn vann stórsigur á Ungverjalandi í úrslitaleiknum um fyrsta sætið í milliriðli eitt en það er allt komið upp í háaloft í milliriðli tvö þar sem allt er enn galopið. Bæði Spánn og Ungverjaland voru komin áfram í átta liða úrslitin en sigurvegari leiksins myndi taka efsta sæti riðilsins. Spánverjar sýndu mátt sinn megin á meðan Ungverjar hreifðu við liðinu. Þeir voru 21-14 yfir í hálfleik en hægri hornamaðurinn Ferran Solé var kominn með átta mörk í fyrri hálfleik. Lokatölur urðu að endingu 36-28 en liðin skiptust á góðum köflum í leiknum. Spánn mætir því Noregi í átta liða úrslitunum en Ungverjar mæta Svíum. Solé var markahæstur í liði Spánar þrátt fyrir að spila bara fyrri hálfleikinn. Hinn hægri hornamaðurinn, Aleix Gomez, sem spilaði síðari hálfleikinn skoraði sjö mörk. Matyas Gyori og Zsolt Balogh gerðu fimm mörk hvor. نهاية المباراة 🔥🇪🇸🆚🇭🇺#مصر2021 | #Hispanos | #Magyars pic.twitter.com/PvhEncRvjl— Handball Egypt2021 (@Egypt2021) January 25, 2021 Það er allt opið í milliriðli tvö eftir að Katar vann sigur á Argentínu, 26-25. Argentína byrjaði af miklum krafti og náði góðri forystu en leiddi þó bara með einu marki í hálfleik. Katar var sterkari aðilinn í síðari hálfleik og vann að endingu með einu marki eftir spennutrylli. Federico Pizarro og Lucas Dario Moscariello skoruðu sex mörk hvor fyrir Argentínu en Frankis Marzo skoraði átta mörk fyrir Katar. Katar er því með sex stig, líkt og Argentína, en betri innbyrðis viðurreign. Króatía er með fimm stig og með sigri í kvöld, gegn heimsmeisturum Dana, fara þeir áfram í átta liða úrslit en öll þrjú liðin eiga enn möguleika á því að fara áfram, allt eftir því hvernig leikur kvöldsins fer. What a crazy handball match. All 3 teams - Croatia, Qatar and Argentina - still have the chance to reach the quarterfinal before the last match of the Main Round between Croatia and Denmark!#handball #Egypt2021— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 25, 2021 Átta liða úrslitin fara fram á fimmtudagskvöldið. Spánn mætir Noregi, Danir taka á heimamönnum, Frakkland mætir Ungverjum og svo mætir Svíþjóð liðinu sem kemst áfram í milliriðli tvö. HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Sjá meira
Bæði Spánn og Ungverjaland voru komin áfram í átta liða úrslitin en sigurvegari leiksins myndi taka efsta sæti riðilsins. Spánverjar sýndu mátt sinn megin á meðan Ungverjar hreifðu við liðinu. Þeir voru 21-14 yfir í hálfleik en hægri hornamaðurinn Ferran Solé var kominn með átta mörk í fyrri hálfleik. Lokatölur urðu að endingu 36-28 en liðin skiptust á góðum köflum í leiknum. Spánn mætir því Noregi í átta liða úrslitunum en Ungverjar mæta Svíum. Solé var markahæstur í liði Spánar þrátt fyrir að spila bara fyrri hálfleikinn. Hinn hægri hornamaðurinn, Aleix Gomez, sem spilaði síðari hálfleikinn skoraði sjö mörk. Matyas Gyori og Zsolt Balogh gerðu fimm mörk hvor. نهاية المباراة 🔥🇪🇸🆚🇭🇺#مصر2021 | #Hispanos | #Magyars pic.twitter.com/PvhEncRvjl— Handball Egypt2021 (@Egypt2021) January 25, 2021 Það er allt opið í milliriðli tvö eftir að Katar vann sigur á Argentínu, 26-25. Argentína byrjaði af miklum krafti og náði góðri forystu en leiddi þó bara með einu marki í hálfleik. Katar var sterkari aðilinn í síðari hálfleik og vann að endingu með einu marki eftir spennutrylli. Federico Pizarro og Lucas Dario Moscariello skoruðu sex mörk hvor fyrir Argentínu en Frankis Marzo skoraði átta mörk fyrir Katar. Katar er því með sex stig, líkt og Argentína, en betri innbyrðis viðurreign. Króatía er með fimm stig og með sigri í kvöld, gegn heimsmeisturum Dana, fara þeir áfram í átta liða úrslit en öll þrjú liðin eiga enn möguleika á því að fara áfram, allt eftir því hvernig leikur kvöldsins fer. What a crazy handball match. All 3 teams - Croatia, Qatar and Argentina - still have the chance to reach the quarterfinal before the last match of the Main Round between Croatia and Denmark!#handball #Egypt2021— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 25, 2021 Átta liða úrslitin fara fram á fimmtudagskvöldið. Spánn mætir Noregi, Danir taka á heimamönnum, Frakkland mætir Ungverjum og svo mætir Svíþjóð liðinu sem kemst áfram í milliriðli tvö.
HM 2021 í handbolta Handbolti Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Sjá meira