Handbolti

Kristján til Eskil­s­tuna en ekki sem þjálfari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján er hann stýrði Löwen en hann stýrði félaginu frá sumrinu 2019 til febrúar 2020.
Kristján er hann stýrði Löwen en hann stýrði félaginu frá sumrinu 2019 til febrúar 2020. Uwe Anspach/Getty

Kristján Andrésson er aftur kominn með starf í handboltaheiminum en hann hefur verið ráðinn sem yfirmaður handboltamála hjá Eskilstuna Guif í sænska handboltanum.

Félagið staðfestir þetta á heimasíðu sinni. Þar þekkir hann hvern krók og kima en hann lék með liðinu í raun allan sinn feril. Hann tók svo við liðinu árið 2007 og stýrði því í níu ár áður en hann tók við sænska landsliðinu.

Hann gerði góða hluti með sænska landsliðið en hann hætti með það til að einbeita sér að Rhein Neckar Löwen sem hann tók við árið 2019. Í febrúar 2020 var hann hins vegar rekinn frá Ljónunum.

Hjá Eskilstuna mun hann vinna meðal annars með þjálfara karla- og kvennaliðs félagsins sem og að byggja upp rauðan þráð í uppbyggingu félagsins með yngri leikmönnum.

Kristján lék þrettán landsleiki með íslenska landsliðinu en hann var orðaður við þjálfarastarfið árið 2017 hjá landsliðinu er Geir Sveinsson var ráðinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.