Viðskipti innlent

Breyta ensku heiti Ís­lands­stofu

Atli Ísleifsson skrifar
Promote Iceland víkur fyrir Business Iceland.
Promote Iceland víkur fyrir Business Iceland. Íslandsstofa

Frá og með 31. janúar verður ensku heiti Íslandsstofu breytt úr Promote Iceland í Business Iceland.

Frá þessu segir á vef Íslandsstofu. Þar segir að breytingin sé fyrst og fremst gerð til þess að liðka fyrir störfum Íslandsstofu erlendis, þar sem algengt sé að félög sem sinna svipaðri starfsemi og Íslandsstofa séu nefnd Business að viðbættu heiti heimalands, svo sem Business France, Business Sweden og Business Finland.

Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífsins og stjórnvalda og hefur það hlutverk sinna markaðs- og kynningarmála landsmanna á erlendri grund.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×