Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2021 11:56 Matareitrun lék Slóvena grátt í aðdraganda leiksins gegn Egyptum. Slóvenska handknattleikssambandið segir það varla geta verið tilviljun. epa/Mohamed Abd El Ghany Tólf leikmenn slóvenska karlalandsliðsins í handbolta fengu matareitrun fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi á HM í gær. Slóvenar saka Egypta um að hafa eitrað fyrir sér. Slóvenía mætti heimaliði Egyptalands í úrslitaleik um sæti í átta liða úrslitum HM í gær. Leikurinn endaði með jafntefli, 25-25, sem fleytti Egyptum í átta liða úrslitin. Slóvenar sátu hins vegar eftir með sárt ennið. Á ýmsu gekk í aðdraganda leiksins en daginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi veiktust hvorki fleiri né færri en tólf leikmenn Slóveníu af matareitrun. Í pistli á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins eru Egyptar hreinlega sakaðir um að hafa eitrað fyrir Slóvenum. Þeim þyki grunsamlegt að allt hafi verið í lagi fyrstu ellefu dagana á hótelinu en fyrir leikinn gegn heimaliðinu hafi tólf leikmenn allt í einu veikst. Hrasaði í eigin ælu „Fyrir leikinn gegn Egyptalandi fengu tólf leikmenn matareitrun og urðu mjög veikir. Drengirnir öskruðu af sársauka, ældu og flýttu sér á klósettið eins og lífið lægi við,“ segir á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins. „Stas Skube og Dragan Gajic voru sérstaklega illa haldnir um nóttina og í búningsklefanum fyrir leikinn hrasaði Blaz Blagotinsek í eigin ælu og var fluttur aftur á hótelið.“ Skube, Gajic og Blagotinsek tóku ekki þátt í leiknum í gær en hinir níu sem fengu matareitrunina spiluðu leikinn. Á ekki von á aðgerðum Í færslunni á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins segist formaður þess, Goran Cvijic, ekki vera bjartsýnn á að málið verði skoðað til hlítar. „Eftir að við tilkynntum opinberlega um það sem gerðist hafði heilbrigðisráðuneyti Egyptalands samband við okkur. En ég á ekki von á neinum aðgerðum meðan IHF, Alþjóða handknattleikssambandið, starfar eins og það gerir,“ sagði Cvijic. HM 2021 í handbolta Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Slóvenía mætti heimaliði Egyptalands í úrslitaleik um sæti í átta liða úrslitum HM í gær. Leikurinn endaði með jafntefli, 25-25, sem fleytti Egyptum í átta liða úrslitin. Slóvenar sátu hins vegar eftir með sárt ennið. Á ýmsu gekk í aðdraganda leiksins en daginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Egyptalandi veiktust hvorki fleiri né færri en tólf leikmenn Slóveníu af matareitrun. Í pistli á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins eru Egyptar hreinlega sakaðir um að hafa eitrað fyrir Slóvenum. Þeim þyki grunsamlegt að allt hafi verið í lagi fyrstu ellefu dagana á hótelinu en fyrir leikinn gegn heimaliðinu hafi tólf leikmenn allt í einu veikst. Hrasaði í eigin ælu „Fyrir leikinn gegn Egyptalandi fengu tólf leikmenn matareitrun og urðu mjög veikir. Drengirnir öskruðu af sársauka, ældu og flýttu sér á klósettið eins og lífið lægi við,“ segir á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins. „Stas Skube og Dragan Gajic voru sérstaklega illa haldnir um nóttina og í búningsklefanum fyrir leikinn hrasaði Blaz Blagotinsek í eigin ælu og var fluttur aftur á hótelið.“ Skube, Gajic og Blagotinsek tóku ekki þátt í leiknum í gær en hinir níu sem fengu matareitrunina spiluðu leikinn. Á ekki von á aðgerðum Í færslunni á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins segist formaður þess, Goran Cvijic, ekki vera bjartsýnn á að málið verði skoðað til hlítar. „Eftir að við tilkynntum opinberlega um það sem gerðist hafði heilbrigðisráðuneyti Egyptalands samband við okkur. En ég á ekki von á neinum aðgerðum meðan IHF, Alþjóða handknattleikssambandið, starfar eins og það gerir,“ sagði Cvijic.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira