Loðnustofninn metinn nægilega sterkur til að hefja loðnuveiðar Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2021 17:23 Rannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði. Stöð2/Egill Aðalsteinsson Loðnuveiðar íslenskra skipa geta hafist að nýju eftir tveggja ára hlé, samkvæmt nýju mati Hafrannsóknastofnunar á ástandi loðnustofnsins, sem birt var í dag, eftir mælingar á loðnutorfum sem fundust á Austfjarðamiðum um síðustu helgi. Stofnunin leggur til að veiðikvóti verði aukinn úr 22 þúsund tonnum upp í 54.200 tonn, sem dugar til að hægt verði að gefa út kvóta til íslenskra skipa. Athygli vekur að Hafrannsóknastofnun telur loðnuna sem fannst fyrir austan vera hreina viðbót við það sem áður var búið að mæla. Svona birtast loðnutorfurnar sem mældust á Austfjarðamiðum dagana 17. - 20. janúar á teikningu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar.Hafrannsóknastofnun „Það eru taldar yfirgnæfandi líkur að loðnan austan við land hafi ekki verið hluti af mælingunni fyrr í mánuðinum," segir stofnunin í tilkynningu. Búist er við að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra muni á mánudag gefa út nýjan loðnukvóta á grundvelli þessa nýja mats. Innan sjávarútvegsins eru væntingar um að þetta sé bara byrjunin og að frekari loðnuleit muni skila mun meiri kvóta. Samkvæmt milliríkjasamningum eiga Norðmenn, Grænlendingar og Færeyingar rétt á hlutdeild í kvótanum með ákveðnum forgangi. Þannig má ætla að um þrjátíu þúsund tonn af þessum upphafskvóta fari til þeirra en allt umfram það til íslenskra skipa. Hafrannsóknastofnun áformar að senda rannsóknaskipið Árna Friðriksson af stað í næstu loðnuleit strax á sunnudag og gerir ráð fyrir að fá einnig tvö til þrjú veiðiskip með í leiðangurinn eftir helgi. Þá er áformað að leita betur að loðnu úti fyrir Norðurlandi og einnig vonast menn til að hafís hafi hopað af svæðum sem ekki tókst að skoða á Grænlandssundi í byrjun janúar. „Er þá markmiðið að fara yfir svæðið norðan við yfirferðina sem skipin náðu að ljúka áður en þau þurftu frá að hverfa í vikunni, sem og útbreiðslusvæðið fyrir norðan og norðvestanlands. Vænst er til þess að fá með þessu móti heildarmælingu á stærð stofnsins og verður ráðgjöfin endurskoðuð með tilliti til þess," segir Hafrannsóknastofnun. Hér má sjá fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. 21. janúar 2021 20:31 Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02 Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. 19. janúar 2021 13:52 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sjá meira
Athygli vekur að Hafrannsóknastofnun telur loðnuna sem fannst fyrir austan vera hreina viðbót við það sem áður var búið að mæla. Svona birtast loðnutorfurnar sem mældust á Austfjarðamiðum dagana 17. - 20. janúar á teikningu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar.Hafrannsóknastofnun „Það eru taldar yfirgnæfandi líkur að loðnan austan við land hafi ekki verið hluti af mælingunni fyrr í mánuðinum," segir stofnunin í tilkynningu. Búist er við að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra muni á mánudag gefa út nýjan loðnukvóta á grundvelli þessa nýja mats. Innan sjávarútvegsins eru væntingar um að þetta sé bara byrjunin og að frekari loðnuleit muni skila mun meiri kvóta. Samkvæmt milliríkjasamningum eiga Norðmenn, Grænlendingar og Færeyingar rétt á hlutdeild í kvótanum með ákveðnum forgangi. Þannig má ætla að um þrjátíu þúsund tonn af þessum upphafskvóta fari til þeirra en allt umfram það til íslenskra skipa. Hafrannsóknastofnun áformar að senda rannsóknaskipið Árna Friðriksson af stað í næstu loðnuleit strax á sunnudag og gerir ráð fyrir að fá einnig tvö til þrjú veiðiskip með í leiðangurinn eftir helgi. Þá er áformað að leita betur að loðnu úti fyrir Norðurlandi og einnig vonast menn til að hafís hafi hopað af svæðum sem ekki tókst að skoða á Grænlandssundi í byrjun janúar. „Er þá markmiðið að fara yfir svæðið norðan við yfirferðina sem skipin náðu að ljúka áður en þau þurftu frá að hverfa í vikunni, sem og útbreiðslusvæðið fyrir norðan og norðvestanlands. Vænst er til þess að fá með þessu móti heildarmælingu á stærð stofnsins og verður ráðgjöfin endurskoðuð með tilliti til þess," segir Hafrannsóknastofnun. Hér má sjá fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. 21. janúar 2021 20:31 Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02 Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. 19. janúar 2021 13:52 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sjá meira
Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. 21. janúar 2021 20:31
Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02
Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. 19. janúar 2021 13:52
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur