Viðskipti innlent

Fá AGS til að greina hættu á peninga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka yfir landa­mæri

Atli Ísleifsson skrifar
Greiningin mun ná til Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar.
Greiningin mun ná til Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Íslands, Lettlands, Litháens, Noregs og Svíþjóðar. Vísir/Hanna

Norður- og Eystrasaltslöndin átta hafa leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að fá sjóðinn til að greina hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka yfir landamæri á svæðinu. 

Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um peningaþvættismál sem tengjast Danske Bank og fleiri norrænum bönkum.

Seðlabankinn segir frá greiningu AGS á heimasíðu sinni. Segir að AGS eigi að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á svæðinu með hliðsjón af hversu samofin fjármálakerfi landanna séu og sérstaklega hve mikið er um að bankar starfi og hafi tengsl yfir landamæri á svæði Norður- og Eystrasaltslandanna.

„Með því að fá sjónarmið sjóðsins, sem hefur orðspor sem traustur og sjálfstæður ráðgjafi um peningaþvætti og baráttuna gegn fjármögnun hryðjuverka, gefst tækifæri til að greina áhættu á svæðinu í heild, greina hvaða árangur hefur náðst í að milda áhættu og gefa ráðleggingar um framhaldið.

Sjóðurinn mun hefja úttekt sína í janúar 2021 og er búist við að hann greini frá niðurstöðum sínum um mitt ár 2022. Þau átta lönd sem greiningin mun ná til eru: Danmörk, Eistland, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen, Noregur og Svíþjóð,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Fjöldi yfirmanna hjá Danske Bank sleppa við ákæru

Fjöldi yfirmanna hjá Danske Banka geta nú andað léttar eftir að tilkynnt var að þeir hafi sloppið undan ákæru í tengslum við rannsókn á peningaþvættishneykslinu í Eistlandi. DR segir frá því að mál sex fyrrverandi stjórnarmanna bankans hafi verið felld niður.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×