Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar mælir með sölu á allt að 35 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2021 11:29 Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill að allt að 35 prósenta hlutur verði seldur í Íslandsbanka með tilteknum skilyrðum um söluna og eignarhaldið. Vísir/Vilhelm Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis telur rétt að hefja sölu á allt að þrjátíu og fimm prósentum af eign ríkisins í Íslandsbanka. Setti verði takmörk á hvað hver og einn geti eignast stóran hlut í bankanum. Nefndin hefur sent fjármálaráðherra álit sitt á greinargerð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til nefndarinnar um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka sem ráðherra sendi nefndinni rétt fyrir jól. Ríkið á alla hluti í bankanum en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er tekið fram að dregið skuli úr eignarhaldi ríkisins í fjármálastofnunum. Jafnframt er tekið fram að stefnt sé að því að ríkið eigi áfram ráðandi hlut í Landsbankanum til langframa. Ríkið á alla hluti í Íslandsbanka og nánast alla hluti í Landsbankanum. Áfram er stefnt að því að ríkið eigi ráðandi hlut í Landsbankanum til framtíðar.Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins sem fer með hluti þess í fjármálastofnunum tilkynnti fjármálaráðherra skömmu fyrir áramót að hún teldi rétt að hefja söluferli á hlutum í Íslandsbanka. Í greinargerð ráðherra til efnahags- og viðskiptanefndar er grengið út frá að bankinn verði skráður á innlendan hlutabréfamarkað og fjórðungs hlutur seldur til að byrja með. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndarsegir í umsögn sinni til fjármálaráðherra að við útboð og skráningu hlutabréfa Íslandsbanka sé nauðsynlegt að hugað verði að nokkrum atriðum. Að stuðlað verði að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði og lagður verði grunnur að dreifðu eignarhaldi og fjölbreytileika í eigendahópi Íslandsbanka. Nefndin telur að tryggja verði að tilboðsgjafar í hluti undir ákveðinni krónutölu (a.m.k. einni milljón króna að markaðsvirði) verði ekki fyrir skerðingu ef umframeftirspurn verði eftir hlutum í bankanum í útboðinu. Þá geti hver og einn tilboðsgjafi ekki eignast meira en 2,5–3,0 prósent af heildarhlutafé bankans. Einnig verði lágmark og hámark á þann hlut í bankanum sem ríkið bjóði til kaups í útboðinu, til dæmis þannig að lágmark verði 25 prósent og hámark 35 prósent. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Miðflokks og Pírata í viðskipta- og efnahagsnefnd skila allir hver um sig séráliti um áformin til fjármálaráðherra. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Nefndin hefur sent fjármálaráðherra álit sitt á greinargerð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til nefndarinnar um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka sem ráðherra sendi nefndinni rétt fyrir jól. Ríkið á alla hluti í bankanum en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er tekið fram að dregið skuli úr eignarhaldi ríkisins í fjármálastofnunum. Jafnframt er tekið fram að stefnt sé að því að ríkið eigi áfram ráðandi hlut í Landsbankanum til langframa. Ríkið á alla hluti í Íslandsbanka og nánast alla hluti í Landsbankanum. Áfram er stefnt að því að ríkið eigi ráðandi hlut í Landsbankanum til framtíðar.Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins sem fer með hluti þess í fjármálastofnunum tilkynnti fjármálaráðherra skömmu fyrir áramót að hún teldi rétt að hefja söluferli á hlutum í Íslandsbanka. Í greinargerð ráðherra til efnahags- og viðskiptanefndar er grengið út frá að bankinn verði skráður á innlendan hlutabréfamarkað og fjórðungs hlutur seldur til að byrja með. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndarsegir í umsögn sinni til fjármálaráðherra að við útboð og skráningu hlutabréfa Íslandsbanka sé nauðsynlegt að hugað verði að nokkrum atriðum. Að stuðlað verði að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði og lagður verði grunnur að dreifðu eignarhaldi og fjölbreytileika í eigendahópi Íslandsbanka. Nefndin telur að tryggja verði að tilboðsgjafar í hluti undir ákveðinni krónutölu (a.m.k. einni milljón króna að markaðsvirði) verði ekki fyrir skerðingu ef umframeftirspurn verði eftir hlutum í bankanum í útboðinu. Þá geti hver og einn tilboðsgjafi ekki eignast meira en 2,5–3,0 prósent af heildarhlutafé bankans. Einnig verði lágmark og hámark á þann hlut í bankanum sem ríkið bjóði til kaups í útboðinu, til dæmis þannig að lágmark verði 25 prósent og hámark 35 prósent. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Miðflokks og Pírata í viðskipta- og efnahagsnefnd skila allir hver um sig séráliti um áformin til fjármálaráðherra.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur