Íslenskir forritarar höfðu betur í baráttu við Ballarin um vangoldin laun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2021 16:13 Michelle Ballarin, eigandi USAerospace. Vísir/Baldur Hrafnkell USAerospace Associates LLC, félag í eigu Michelle Ballarin sem hefur stefnt að flugrekstri undir merkjum WOW air, hefur verið dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. Forritararnir, Sturla Þorvaldsson og Róbert Leifsson, eru eigendur félagsins Maverick ehf sem tók að sér að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW air. Þeir höfðuðu mál eftir að verktakasamningi var sagt upp við þá fyrirvaralaust í ársbyrjun 2020 en þegar áttu þeir inni laun hjá USAerospace. Héraðsdómur taldi USAerospace ekki hafa tekist að sanna staðhæfingu sína að hugbúnaður íslenska félagsins hefði verið gallaður eða félagið vanefnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningi. Gögn málsins bæru með sér að Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður USAerospace, hefði ítrekað í samskiptum við forritarana sagt greiðslur væntanlegar. Voru lögð fram samskipti í gegnum forritið Whatsapp hvað þetta varðaði. Greiðslur hafi ekki borist nema að takmörkuðu leyti. Vanskil hafi því verið orðin umtalsverð löngu áður en gerðar voru athugasemdir við þjónustuna í janúar 2020. Fram að þeim tíma hefði ekki verið gerð nein athugasemd við útgefna reikninga forritaranna eða andmælt þeim á annan hátt. Var félag Ballarin dæmt til að greiða forriturunum rúmlega fjörutíu milljónir króna auk dráttarvaxta frá september til nóvember 2019. Þá þurfti félagið að greiða málskostnað, um eina og hálfa milljón króna. Annað mál er varðar USAerospace bíður niðurstöðu hjá dómstólum. Þar stefnir Engilbert Hafsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs WOW air, USAerospace fyrir notkun á markaðsefni. WOW Air Dómsmál Kjaramál Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Forritararnir, Sturla Þorvaldsson og Róbert Leifsson, eru eigendur félagsins Maverick ehf sem tók að sér að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW air. Þeir höfðuðu mál eftir að verktakasamningi var sagt upp við þá fyrirvaralaust í ársbyrjun 2020 en þegar áttu þeir inni laun hjá USAerospace. Héraðsdómur taldi USAerospace ekki hafa tekist að sanna staðhæfingu sína að hugbúnaður íslenska félagsins hefði verið gallaður eða félagið vanefnt skuldbindingar sínar samkvæmt samningi. Gögn málsins bæru með sér að Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður USAerospace, hefði ítrekað í samskiptum við forritarana sagt greiðslur væntanlegar. Voru lögð fram samskipti í gegnum forritið Whatsapp hvað þetta varðaði. Greiðslur hafi ekki borist nema að takmörkuðu leyti. Vanskil hafi því verið orðin umtalsverð löngu áður en gerðar voru athugasemdir við þjónustuna í janúar 2020. Fram að þeim tíma hefði ekki verið gerð nein athugasemd við útgefna reikninga forritaranna eða andmælt þeim á annan hátt. Var félag Ballarin dæmt til að greiða forriturunum rúmlega fjörutíu milljónir króna auk dráttarvaxta frá september til nóvember 2019. Þá þurfti félagið að greiða málskostnað, um eina og hálfa milljón króna. Annað mál er varðar USAerospace bíður niðurstöðu hjá dómstólum. Þar stefnir Engilbert Hafsteinsson, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs WOW air, USAerospace fyrir notkun á markaðsefni.
WOW Air Dómsmál Kjaramál Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent