Viðskipti innlent

Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin

Nadine Guðrún Yaghi skrifar

Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun.

Fljótlega eftir að WOW air varð gjaldþrota segist Engilbert Hafsteinsson fjárfestir og fyrrum framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs WOW air hafa keypt af þrotabúi WOW-air allt efni sem ritað var fyrir vef WOW air, í WOW Magazin og allt efni um Ísland á ensku.

Seinna kom í ljós að Michelle Ballarin bandarískur fjárfestir taldi sig einnig hafa keypt allt markaðsefni WOW af þrotabúinu en eins og þekkt er orðið keypti hún vörumerkið WOW air af þrotabúinu.

Engilbert segist eftir það hafa náð samkomulagi við þrotabúið um að fá þann hluta sem sneri að öllu efni um Ísland áensku.

„Við bendum henni þá réttilega á að þetta hljóti að vera skýrt að við eigum efnið þar sem við höfum fengið það afhent frá þrotabúinu og hún fær gögn um greiðslur okkar til þrotabúsins, hún fær staðfestingar um þetta en neitar að taka efnið niður,“ segir Engilbert. Því hafi hann ákveðið að höfða dómsmál og er aðalmeðferð á dagskrá í janúar.

Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Ballarin.Vísir/Sigurjón

„Minn umbjóðandi telur sig hafa keypt allt markaðsefni sem var til hjá WOW air og við það stendur,“ segir Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Michelle Ballarin og bætir við að kaupsamningur sýni fram á að Ballrin eigi allt markaðsefni.

Engilbert segir um sé að ræða mikil verðmæti sem hlaupi á tugum milljóna. „Þetta eru fjörutíu blöð sem innihalda efni sem ég á, ljósmyndir og ritaður texti um Ísland og hún hefur verið að birta það á netinu eiginlega bara frá upphafi,“ segir Engilbert.

Samskipti við félag Ballarin hafa gengið mjög erfiðlega. 

„Þau hafa bara stungið hausnum ofan í sandinn og látið eins og þetta komi þeim ekki við,“ segir Engilbert.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
2,46
27
321.952
FESTI
0
5
63.908

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,73
94
456.960
EIM
-3,21
17
602.240
MAREL
-3,1
44
328.901
REITIR
-2,96
15
105.484
KVIKA
-2,9
59
1.048.345
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.