Vinnum Sviss og Frakkland eða Noreg Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2021 15:00 Sigvaldi Björn Guðjónsson búinn að koma sér í dauðafæri á línunni gegn Marokkó í gærkvöld. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Sérfræðingarnir í Sportinu í dag voru sammála um að Ísland ætti að vinna Sviss í milliriðlinum á HM í handbolta, en ósammála um möguleika liðsins gegn Frakklandi og Noregi. Ísland mætir Sviss á morgun kl. 14.30, því næst Frakklandi á föstudag og loks Noregi á sunnudaginn. Staðan í milliriðlinum: Portúgal 4 Frakkland 4 Ísland 2 Noregur 2 Sviss 0 Alsír 0 „Ég er alltaf svo peppaður. Ég er alltaf mjög jákvæður fyrir þessu. Við tökum Sviss, og tökum svo annan leikinn af hinum tveimur. Ég veit ekki alveg hvorn,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður, í HM-útgáfu hlaðvarpsins Sportið í dag. „Þó að við höfum verið lélegir gegn Portúgal í fyrsta leik þá vil ég ekki meina að það sé allt farið í vaskinn. Þetta verður svona 3-4 marka sigur á Sviss og svo tökum við annan hinna leikjanna með einu marki,“ sagði Ásgeir. Jóhann Gunnar Einarsson sagði Ísland einfaldlega ekki nógu nálægt getustigi Frakklands og Noregs eins og staðan væri í dag. Erum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum „Ég er aðeins svartsýnni en Ásgeir. Ég held að við vinnum Sviss, en ég held að við séum töluvert langt á eftir liðum eins og Frakklandi og Noregi. Bara út af líkamlegu atgervi, þegar lið fara að bakka á móti okkur með sterka 6-0 vörn. Þeir horfa væntanlega á Portúgalsleikinn og segja; „Já, það er enginn sem ætlar að skjóta fyrir utan.“ Vissulega er Óli Guðmunds kominn betur inn, Donni [Kristján Örn Kristjánsson] átti flotta innkomu og Viggó [Kristjánsson] fékk aðeins fíling. Menn eru að koma til baka eftir mjög slæman leik fyrst, en ég held að við séum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum í dag, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er ekki með. En ef við náum sigri á móti Sviss og vonandi að veita Noregi eða Frakklandi keppni, þá verð ég sáttur. En ég held að þetta verði bara sigur á móti Sviss, því miður. Þetta mót verði því bara „allt í lagi, ekki gott“,“ sagði Jóhann. „Veit bara að við eigum að vera betri“ Henry Birgir Gunnarsson benti á að ekkert væri öruggt varðandi sigur gegn Sviss: „Engan veginn. Þetta verður hörkuviðureign. Nú þekki ég ekkert rosalega vel inn á þetta svissneska lið, ég kannast ekki við marga leikmenn þarna, og út frá sögunni finnst manni að við eigum að vinna. En nákvæmlega hver gæðamunurinn er á liðunum veit ég ekki. Ég veit bara að við eigum að vera betri,“ sagði Ásgeir. „Þeir töpuðu bara með einu marki á móti Frakklandi þannig að það er greinilega eitthvað í þetta lið spunnið,“ sagði Jóhann, og bætti við: „Á móti kemur að ef að við vinnum Sviss með 3-5 mörkum þá getum við líka sagt að við getum alveg strítt Frakklandi. Þeir eru kannski með sitt lakasta lið í langan tíma. Noregur er ekki að spila eins vel og fólk hélt. Þetta mót er mjög skrýtið, það vantar marga leikmenn í mörg lið, og leikmenn eru kannski ekki í frábæru leikformi. Það er allt opið í þessu. Vonin er sterk og maður vonar svo innilega að fyrir síðasta leik þurfi maður að setja upp einhverjar 17 útfærslur um hvað gæti gerst. Að það sé möguleiki á að komast áfram.“ HM 2021 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Ísland mætir Sviss á morgun kl. 14.30, því næst Frakklandi á föstudag og loks Noregi á sunnudaginn. Staðan í milliriðlinum: Portúgal 4 Frakkland 4 Ísland 2 Noregur 2 Sviss 0 Alsír 0 „Ég er alltaf svo peppaður. Ég er alltaf mjög jákvæður fyrir þessu. Við tökum Sviss, og tökum svo annan leikinn af hinum tveimur. Ég veit ekki alveg hvorn,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður, í HM-útgáfu hlaðvarpsins Sportið í dag. „Þó að við höfum verið lélegir gegn Portúgal í fyrsta leik þá vil ég ekki meina að það sé allt farið í vaskinn. Þetta verður svona 3-4 marka sigur á Sviss og svo tökum við annan hinna leikjanna með einu marki,“ sagði Ásgeir. Jóhann Gunnar Einarsson sagði Ísland einfaldlega ekki nógu nálægt getustigi Frakklands og Noregs eins og staðan væri í dag. Erum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum „Ég er aðeins svartsýnni en Ásgeir. Ég held að við vinnum Sviss, en ég held að við séum töluvert langt á eftir liðum eins og Frakklandi og Noregi. Bara út af líkamlegu atgervi, þegar lið fara að bakka á móti okkur með sterka 6-0 vörn. Þeir horfa væntanlega á Portúgalsleikinn og segja; „Já, það er enginn sem ætlar að skjóta fyrir utan.“ Vissulega er Óli Guðmunds kominn betur inn, Donni [Kristján Örn Kristjánsson] átti flotta innkomu og Viggó [Kristjánsson] fékk aðeins fíling. Menn eru að koma til baka eftir mjög slæman leik fyrst, en ég held að við séum 2-3 skrefum á eftir þessum liðum í dag, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er ekki með. En ef við náum sigri á móti Sviss og vonandi að veita Noregi eða Frakklandi keppni, þá verð ég sáttur. En ég held að þetta verði bara sigur á móti Sviss, því miður. Þetta mót verði því bara „allt í lagi, ekki gott“,“ sagði Jóhann. „Veit bara að við eigum að vera betri“ Henry Birgir Gunnarsson benti á að ekkert væri öruggt varðandi sigur gegn Sviss: „Engan veginn. Þetta verður hörkuviðureign. Nú þekki ég ekkert rosalega vel inn á þetta svissneska lið, ég kannast ekki við marga leikmenn þarna, og út frá sögunni finnst manni að við eigum að vinna. En nákvæmlega hver gæðamunurinn er á liðunum veit ég ekki. Ég veit bara að við eigum að vera betri,“ sagði Ásgeir. „Þeir töpuðu bara með einu marki á móti Frakklandi þannig að það er greinilega eitthvað í þetta lið spunnið,“ sagði Jóhann, og bætti við: „Á móti kemur að ef að við vinnum Sviss með 3-5 mörkum þá getum við líka sagt að við getum alveg strítt Frakklandi. Þeir eru kannski með sitt lakasta lið í langan tíma. Noregur er ekki að spila eins vel og fólk hélt. Þetta mót er mjög skrýtið, það vantar marga leikmenn í mörg lið, og leikmenn eru kannski ekki í frábæru leikformi. Það er allt opið í þessu. Vonin er sterk og maður vonar svo innilega að fyrir síðasta leik þurfi maður að setja upp einhverjar 17 útfærslur um hvað gæti gerst. Að það sé möguleiki á að komast áfram.“
HM 2021 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira