Viðskipti erlent

Segir bókunum hafa fjölgað um 250 prósent

Sylvía Hall skrifar
Forstjóri EasyJet segir ljóst að fólk vilji komast í frí eins fljótt og auðið er.
Forstjóri EasyJet segir ljóst að fólk vilji komast í frí eins fljótt og auðið er. Gareth Fuller/getty

Johan Lundgren, forstjóri EasyJet, segir útlit fyrir mikinn ferðavilja meðal fólks þegar slakað verður á takmörkunum vegna kórónuveirunnar. Hann segir bókunum hafa fjölgað um 250 prósent miðað við sama tíma í fyrra.

Maí er sá mánuður sem er hvað vinsælastur til ferðalaga að sögn Lundgren. „Við vitum að fólk vill fara í frí eins fljótt og hægt er,“ segir hann í samtali við breska ríkisútvarpið.

Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið flugfélög heimsins grátt, enda ferðatakmarkanir í gildi víða um heim og ekki mikill vilji til ferðalaga þegar fólk þarf víða í sóttkví fyrstu dagana. 

Á mánudag tóku nýjar reglur gildi í Bretlandi og þurfa ferðalangar nú að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku 72 klukkustundum fyrir brottför og vera í einangrun í allt að tíu daga.

Lundgren segir sýnilega hreyfingu á bókunum í hvert skipti sem slakað er á takmörkunum. Nú þegar bólusetningar eru farnar af stað hefur fólk farið að bóka í síauknum mæli.

„Við vitum að það er uppsöfnuð eftirspurn – við sjáum það í hvert skipti sem slakað er á takmörkunum,“ segir Lundgren.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×