Körfubolti

Hjalti: Þetta var ljótur leikur

Smári Jökull Jónsson skrifar
Hjalti Þór er með Keflavík á toppnum.
Hjalti Þór er með Keflavík á toppnum. vísir/vilhelm

„Þetta var leiðinlegur og ógeðslega flatur leikur. Einhvern veginn náði enginn að komast í takt, hvorki við né Haukar. Þetta var ljótur leikur,“ sagði Hjalti Vilhjálmsson þjálfari Keflavíkur eftir sigur hans manna gegn Haukum í Domino´s deildinni í kvöld.

Keflavík leiddi allar fjörutíu mínúturnar í kvöld en náðu ekki að slíta Haukana frá sér. Haukar hittu illa en Hjalti var í raun ekki sáttur með varnarleik sinna manna.

„Ekkert sérstaklega. Við gerðum í rauninni nóg til að stoppa þá því þeir voru ekki að eiga sinna besta leik.“

Keflvíkingar eru búnir að vinna báða sína leiki eftir að deildin hófst að nýju og Hjalti var vissulega ánægður með það.

„Sigur er sigur, við tökum alltaf tvo punkta. Við erum ánægðir með það. Við þurfum að sýna aðeins betri leik en þetta og girða okkur aðeins í brók stemmningslega. Þetta er ekki spurning um getu körfuboltalegu heldur að ná upp stemmningu og hafa svolítið gaman af þessu.“

„Menn voru rosa peppaðir að byrja á móti Þór og þá var svaka orka úti um allt. Það vantaði í dag, orku og gæði í leikinn,“ sagði Hjalti að lokum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.