Óvænta stjarnan á HM fékk skilaboð frá Shaq Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2021 10:01 Gauthier Mvumbi skorar af línunni gegn Argentínu. Hann hefur slegið í gegn á HM í Egyptalandi. epa/Mohamed Abd El Ghany Kongómaðurinn Gauthier Mvumbi hefur vakið mikla athygli á HM í handbolta í Egyptalandi, svo mikla að hann fékk skilaboð frá sjálfum Shaquille O'Neal. Mvumbi er ein óvæntasta stjarna heimsmeistaramótsins. Þessi 26 ára línumaður hefur staðið sig með mikilli prýði á mótinu, skorað átta mörk og er með 88,9 prósent skotnýtingu. Fyrir HM var Mvumbi lítt þekktur enda spilar hann í frönsku D-deildinni. Mvumbi er tröll að burðum þótt að á heimasíðu HM sé hann sagður vera 89 kíló. Honum hefur meðal annars verið líkt við annað heljarmenni, Shaquille O'Neal, og Mvumbi er farinn að kalla sig Shaq handboltans. Það virðist hafa borist til eyrna Shaq sem sendi Mvumbi skilaboð eftir fyrsta leik Kongó á HM gegn Argentínu. Línumaðurinn greindi frá þessu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by @gauthiermvumbi Kongómenn eru nýliðar á HM og hafa tapað báðum leikjum sínum, 28-22 fyrir Argentínumönnum og 39-19 fyrir Dönum. Mvumbi ræddi við TV 2 í Danmörku eftir leikinn gegn heimsmeisturunum í fyrradag. „Þetta var einstök reynsla. Ég vildi að við hefðum veitt þeim meiri keppni en við gáfum allt í leikinn. Þeir eru heimsmeistarar svo við erum mjög stoltir,“ sagði Mvumbi. Mvumbi í leiknum gegn heimsmeisturum Dana.epa/Mohamed Abd El Ghany Hann segist njóta allrar athyglinnar sem hefur hann hefur fengið síðan HM hófst. „Þetta er einstök og brjáluð reynsla. Ég vildi að allir upplifðu þetta því heimsmeistaramótið er einstakt,“ sagði Mvumbi sem var að vonum glaður að fá baráttukveðju frá Shaq. „Það var stórkostlegt,“ sagði Mvumbi sem hefur lengi litið upp til körfuboltamannsins fyrrverandi sem varð fjórum sinnum NBA-meistari á ferlinum. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu mæta strákunum hans Halldórs Sigfússonar í Barein í dag í hreinum úrslitaleik um 3. sætið í D-riðli og þar af leiðandi sæti í milliriðli. HM 2021 í handbolta Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Mvumbi er ein óvæntasta stjarna heimsmeistaramótsins. Þessi 26 ára línumaður hefur staðið sig með mikilli prýði á mótinu, skorað átta mörk og er með 88,9 prósent skotnýtingu. Fyrir HM var Mvumbi lítt þekktur enda spilar hann í frönsku D-deildinni. Mvumbi er tröll að burðum þótt að á heimasíðu HM sé hann sagður vera 89 kíló. Honum hefur meðal annars verið líkt við annað heljarmenni, Shaquille O'Neal, og Mvumbi er farinn að kalla sig Shaq handboltans. Það virðist hafa borist til eyrna Shaq sem sendi Mvumbi skilaboð eftir fyrsta leik Kongó á HM gegn Argentínu. Línumaðurinn greindi frá þessu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by @gauthiermvumbi Kongómenn eru nýliðar á HM og hafa tapað báðum leikjum sínum, 28-22 fyrir Argentínumönnum og 39-19 fyrir Dönum. Mvumbi ræddi við TV 2 í Danmörku eftir leikinn gegn heimsmeisturunum í fyrradag. „Þetta var einstök reynsla. Ég vildi að við hefðum veitt þeim meiri keppni en við gáfum allt í leikinn. Þeir eru heimsmeistarar svo við erum mjög stoltir,“ sagði Mvumbi. Mvumbi í leiknum gegn heimsmeisturum Dana.epa/Mohamed Abd El Ghany Hann segist njóta allrar athyglinnar sem hefur hann hefur fengið síðan HM hófst. „Þetta er einstök og brjáluð reynsla. Ég vildi að allir upplifðu þetta því heimsmeistaramótið er einstakt,“ sagði Mvumbi sem var að vonum glaður að fá baráttukveðju frá Shaq. „Það var stórkostlegt,“ sagði Mvumbi sem hefur lengi litið upp til körfuboltamannsins fyrrverandi sem varð fjórum sinnum NBA-meistari á ferlinum. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu mæta strákunum hans Halldórs Sigfússonar í Barein í dag í hreinum úrslitaleik um 3. sætið í D-riðli og þar af leiðandi sæti í milliriðli.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira