Vilja meira af grænmeti í skólamötuneyti landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2021 13:13 Samtök grænkera vilja sjá meira af grænmeti á boðstólum í mötuneytum í leik- og grunnskólum landsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samtök grænkera á Íslandi hafa sent öllum sveitarfélögum landsins, ásamt leik og grunnskólum áskorun um aukið framboð grænkerafæðis í skólum. Samtökin segja grænkerafæði fullnægjandi mat, ekki þurfi neinar dýraafurðir í matinn. Þá sé grænkerafæði hluti af baráttunni við loftlagsvána. Veganúar, árverkniátak Samtaka grænkera á Íslandi stendur nú yfir. Af því tilefni sendu samtökin áskorun til allra leik- og grunnskóla landsins og til sveitarfélaga þar sem hvatt er til aukins framboðs á grænkerafæði í skólum. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi. „Í fyrsta lagi viljum við sjá að framboðið verði meira fyrir þau börn, sem kjósa grænkerafæði og svo er ýmislegur ávinningur af því að neyta grænkerafæðis eins og t.d. heilsulegur og fyrir loftlagsmálin.“ Fyrir þá sem ekki vita, grænkerafæði, hvað er það? „Það þýðir bara í raun og veru matvæli án allra dýraafurða. Þá er bara verið að horfa til þess að það væri verið að nota meira grænmeti og baunir og slíkt í mataræðið,“ segir Vigdís Fríða. Vigdís Fríða vekur athygli á því að landlæknir hefur gefið út að Íslendingar borði allt of mikið kjöt og hefur hvatt fólk til að auka grænmetisfæði í mataræðinu og svo hafi það sýnt sig að þetta sé mjög umhverfisvænt fæði til að neyta. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, sem er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi.Aðsend En hvað segir hún við þá bændur sem eru að framleiða kjöt, á að hætta því? „Ég held að það viti það allir að framtíðin er með minna af kjötvörum. Við erum ekkert beinlínis að ógna bændum með þessu, við í Samtökum grænkera höfum til dæmis unnið mjög mikið með grænmetisbændum á Íslandi.“ Vigdís Fríða segir að forsvarsmenn leik og grunnskóla landsins, auk sveitarfélaga hafi tekið mjög jákvætt í erindi samtakanna um að auka framboð á grænmeti og grænmetismáltíðum í skólamötuneytum. Grænmetisréttir Landbúnaður Reykjavík Vegan Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Veganúar, árverkniátak Samtaka grænkera á Íslandi stendur nú yfir. Af því tilefni sendu samtökin áskorun til allra leik- og grunnskóla landsins og til sveitarfélaga þar sem hvatt er til aukins framboðs á grænkerafæði í skólum. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi. „Í fyrsta lagi viljum við sjá að framboðið verði meira fyrir þau börn, sem kjósa grænkerafæði og svo er ýmislegur ávinningur af því að neyta grænkerafæðis eins og t.d. heilsulegur og fyrir loftlagsmálin.“ Fyrir þá sem ekki vita, grænkerafæði, hvað er það? „Það þýðir bara í raun og veru matvæli án allra dýraafurða. Þá er bara verið að horfa til þess að það væri verið að nota meira grænmeti og baunir og slíkt í mataræðið,“ segir Vigdís Fríða. Vigdís Fríða vekur athygli á því að landlæknir hefur gefið út að Íslendingar borði allt of mikið kjöt og hefur hvatt fólk til að auka grænmetisfæði í mataræðinu og svo hafi það sýnt sig að þetta sé mjög umhverfisvænt fæði til að neyta. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, sem er varaformaður Samtaka grænkera á Íslandi.Aðsend En hvað segir hún við þá bændur sem eru að framleiða kjöt, á að hætta því? „Ég held að það viti það allir að framtíðin er með minna af kjötvörum. Við erum ekkert beinlínis að ógna bændum með þessu, við í Samtökum grænkera höfum til dæmis unnið mjög mikið með grænmetisbændum á Íslandi.“ Vigdís Fríða segir að forsvarsmenn leik og grunnskóla landsins, auk sveitarfélaga hafi tekið mjög jákvætt í erindi samtakanna um að auka framboð á grænmeti og grænmetismáltíðum í skólamötuneytum.
Grænmetisréttir Landbúnaður Reykjavík Vegan Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira