Viðskipti erlent

Innkalla dýrafóður eftir dauða yfir 70 hunda

Eiður Þór Árnason skrifar
Framleiðandinn hóf upprunalega innköllun á vörunum í desember.
Framleiðandinn hóf upprunalega innköllun á vörunum í desember. Getty/Sally Anscombe

Bandaríski framleiðandinn Midwestern Pet Foods hefur hafið innköllun á gæludýrafóðri eftir að yfir 70 hundar drápust og minnst 80 aðrir veiktust í kjölfar þess að hafa étið Sportmix-fóður frá fyrirtækinu.

Prófanir leiddu í ljós að fóðrið innihélt hættulegt magn af eiturefnunum aflatoxin, sem eru aukaafurð myglu sem vex á maís og öðru korni. 

Samkvæmt upplýsingum frá PAK ehf, umboðsaðila Midwestern Pet Foods á Íslandi, eru þær vörur sem innköllunin nær til ekki seldar hér á landi. PAK flutti um tíma inn Sportmix Original Catfood en það fóður var tekið úr sölu um áramót.

Innköllun hófst í desember

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Midwestern Pet Foods hafi byrjað innköllun á sumum vörum sínum í desember eftir að 28 hundar létust. Innköllunin var útvíkkuð í þessari viku eftir að greint var frá fleiri dauðsföllum. Nær hún nú til Sportmix, Pro Pac Originals, Splash, Sportstrail og Nunn Better þurrfóðurs ætlað köttum og hundum sem rennur út fyrir 9. júlí árið 2022. Bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin, FDA, rannsakar nú málið.

Einkenni aflatoxin-eitrunar hjá dýrum eru meðal annars uppköst, sinnuleysi og skortur á matarlyst. FDA upplýsti á mánudag að áðurnefnd eiturefni gætu fundist í lífshættulegu magni í umræddu gæludýrafóðri sem væri sums staðar enn hægt að finna í hillum verslana og á heimilum gæludýraeigenda.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá PAK ehf.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,13
95
511.938
SJOVA
0,33
3
98.930
VIS
0,14
8
155.374
SKEL
0
2
1.492

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-1,81
6
80.980
ARION
-1,78
30
830.706
MAREL
-1,74
33
790.237
SIMINN
-1,6
12
154.150
ICESEA
-1,6
37
280.301
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.