Viðskipti innlent

Keyptu GAMMA-húsið við Garða­stræti á 420 milljónir

Atli Ísleifsson skrifar
Húsið var reist árið 1939 og er Gunnlaugur Halldórsson arkitekt þess.
Húsið var reist árið 1939 og er Gunnlaugur Halldórsson arkitekt þess. Já.is

Félag í eigu hjónanna Aðalsteins Karlssonar, fjárfestis og fyrrverandi eiganda heildverslunarinnar A. Karlsson, og Steinunnar Margrétar Tómasdóttur hefur keypt húsið við Garðastræti 37 í Reykjavík á 420 milljónir króna.

Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun, en höfuðstöðvar fjármálafyrirtækisins GAMMA, dótturfélags Kviku, voru þar áður til húsa. Í fréttinni segir ekki ljóst hvaða starfsemi verði nú í húsinu, en gengið var frá kaupunum í desember.

Húsið var reist árið 1939 og er Gunnlaugur Halldórsson arkitekt hússins, sem er 680 fermetrar með sextán herbergjum. Var það byggt í fúnkisstíl og reist á sínum tíma fyrir Magnús Víglundsson athafnamann.

GAMMA birti fyrir fimm árum síðan myndband þar sem stiklað er á stóru í sögu hússins. Sjá má myndbandið að neðan.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.