Norwegian hættir flugi á lengri leiðum Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2021 08:57 Norwegian hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum síðustu mánuði, líkt og önnur flugfélög. EPA/TOMS KALNINS Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins. Eftirspurn eftir flugi á lengri leiðum hefur dregist sérstaklega mikið saman á síðustu mánuðum og segir félagið að sá hluti rekstrarins sé ekki lengur sjálfbær. Því hafi þessi ákvörðun verið tekin. Í tilkynningunni segir að félagið leggi nú áherslu á að byggja upp öflugan og arðbæran rekstur innan Norðurlandanna til að tryggja eins mörg störf og mögulegt sé. Langur tími muni líða þar til að eftirspurn eftir lengri flugferðum verði komin í það horf sem hún hafi verið fyrir faraldurinn. Norwegian mun áfram halda úti innanlandsflugi í Noregi, innan Norðurlandanna og milli áfangastaða á Norðurlöndum og til annarra staða í Evrópu. Ákvörðunin að hætta rekstri á lengri flugleiðum mun óhjákvæmilega leiða til fækkunar starfsmanna, að sögn forstjóra Norwegian. Með þessari ákvörðun er Norwegian í raun að hverfa aftur til uppruna síns því félagið var byggt upp í kringum flug á styttri flugleiðum. Noregur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Norwegian í frjálsu falli Hlutabréf í flugfélaginu Norwegian hafa hríðfallið í norsku kauphöllinni í morgun. Frá opnun hafa virði bréfanna fallið um 15 prósent. 19. nóvember 2020 10:15 Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Eftirspurn eftir flugi á lengri leiðum hefur dregist sérstaklega mikið saman á síðustu mánuðum og segir félagið að sá hluti rekstrarins sé ekki lengur sjálfbær. Því hafi þessi ákvörðun verið tekin. Í tilkynningunni segir að félagið leggi nú áherslu á að byggja upp öflugan og arðbæran rekstur innan Norðurlandanna til að tryggja eins mörg störf og mögulegt sé. Langur tími muni líða þar til að eftirspurn eftir lengri flugferðum verði komin í það horf sem hún hafi verið fyrir faraldurinn. Norwegian mun áfram halda úti innanlandsflugi í Noregi, innan Norðurlandanna og milli áfangastaða á Norðurlöndum og til annarra staða í Evrópu. Ákvörðunin að hætta rekstri á lengri flugleiðum mun óhjákvæmilega leiða til fækkunar starfsmanna, að sögn forstjóra Norwegian. Með þessari ákvörðun er Norwegian í raun að hverfa aftur til uppruna síns því félagið var byggt upp í kringum flug á styttri flugleiðum.
Noregur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Norwegian í frjálsu falli Hlutabréf í flugfélaginu Norwegian hafa hríðfallið í norsku kauphöllinni í morgun. Frá opnun hafa virði bréfanna fallið um 15 prósent. 19. nóvember 2020 10:15 Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Norwegian í frjálsu falli Hlutabréf í flugfélaginu Norwegian hafa hríðfallið í norsku kauphöllinni í morgun. Frá opnun hafa virði bréfanna fallið um 15 prósent. 19. nóvember 2020 10:15
Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins. 18. nóvember 2020 16:53