Viðskipti innlent

Starfs­mönnum Icelandair gert að gangast undir reglu­bundið vímu­efna­próf

Atli Ísleifsson skrifar
Nýtt verklag mun taka til allra starfsmanna fyrirtækisins, ekki bara flugmenn.
Nýtt verklag mun taka til allra starfsmanna fyrirtækisins, ekki bara flugmenn. Vísir/Vilhelm

Öllum starfsmönnum Icelandair verður framvegis gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf. Þetta er liður í nýrri stefnu fyrirtækisins sem áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður, en starfsmenn verða prófaðir bæði af handahófi og kerfisbundið.

Frá þessu segir í Fréttablaðinu í dag þar sem vísað er í Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins.

Þar er verið að bregðast við ákvæðum nýrrar evrópskrar reglugerðar sem skyldar flug­­fé­lög sem fljúga til aðildarríkja ESB að láta starfs­­­menn í flugi og öryggistengdum störfum að  fara í vímuefnapróf.

Ásdís Ýr segir að fyrirtækið ætli að láta verklagið ná til allra starfsmanna, ekki einungis flugmanna og hefst það nú í janúar. 

Hún segir að lok mánaðarins muni starfsmenn fá sendan tölvupóst með viðauka við ráðningarsamninginn með ákvæði um þetta nýja verklag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×