Viðskipti innlent

Ráðin nýr for­stöðu­maður hita­veitu hjá Veitum

Atli Ísleifsson skrifar
Hrefna Hallgrímsdóttir.
Hrefna Hallgrímsdóttir. OR

Hrefna Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum.

Í tilkynningu frá OR kemur fram að Hrefna hafi útskrifast með B.Sc í vélaverkfræði frá Háskóla Reykjavíkur árið 2013 og starfað hjá Elkem Ísland síðustu tólf ár sem framkvæmdastjóri og leiðtogi.

„Hrefna tekur við stóru búi en Veitur reka þrettán hitaveitur sem þjóna um 65% íslensku þjóðarinnar. Fimm hitaveitnanna eru á Vesturlandi, sjö á Suðurlandi og sú langstærsta er á höfuðborgarsvæðinu. Heita vatnið í hana er fengið frá virkjunum systurfélagsins Orku náttúrunnar á Hellisheiði og Nesjavöllum og úr borholum Veitna á lághitasvæðum í Reykjavík og Mosfellsbæ. Borholurnar eru 78 talsins, 74 dælustöðvar eru í rekstri hjá fyrirtækinu og 26 miðlunargeymar. Samanlögð lengd lagna ríflega 3.000 kílómetrar og um 90 milljónir rúmmetra af heitu vatni er dreift árlega til íbúa og fyrirtækja á veitusvæði Veitna á suðvesturhorni landsins,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×