Sigurinn glæsti í gær gæti losað strákana okkar við Frakka eða Dani Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 13:00 Elvar Örn Jónsson fór á kostum í seinni hálfleik gegn Portúgal í sigrinum dýrmæta. Vísir/Hulda Margrét Með hinum frábæra 32-23 sigri á Portúgal í gær fór Ísland langt með að tryggja sér sæti á EM í handbolta í janúar að ári liðnu. Sigurinn gefur liðinu líka betri möguleika á mótinu sjálfu. Í stuttu máli sagt er það þannig að magnaður seinni hálfleikur íslenska liðsins í gær gæti skilað sér í því að Ísland sleppi við stórlið á borð við Frakkland eða Danmörku þegar dregið verður í riðla fyrir EM. Hefði Ísland verið í efri styrkleikaflokki fyrir EM í fyrra, öðrum flokki í stað þess þriðja, hefði liðið til að mynda ekki átt á hættu að dragast í riðil með Noregi eða Þýskalandi. Það er kannski erfitt að vera að velta EM á næsta ári fyrir sér núna, þegar HM í Egyptalandi er að bresta á, en úrslitin í gær gætu sem sagt reynst afar dýrmæt síðar. Leyfist blaðamanni að lengja mál sitt örlítið þá fylgir hér nánari útlistun á stöðunni. Með sigrinum á Portúgal er Ísland sem sagt með betri innbyrðis úrslit gegn Portúgal í undanriðlinum fyrir EM 2022, en liðin eru einnig í riðli með Litáen og Ísrael sem eru lægra skrifuð. Endi Ísland og Portúgal jöfn að stigum, eins og er líklegt, verður Ísland því ofar sem kemur til með að skila liðinu í hærri styrkleikaflokk fyrir EM 2022. Staða Íslands í undanriðli EM: Ísland vann 36-20 stórsigur á Litáen í haust, tapaði 26-24 gegn Portúgal ytra en vann 32-23 heima. Ísland á eftir leiki við lakasta lið riðilsins, Ísrael, á útivelli 11. mars og heima 2. maí, og útileik við Litaén í lok apríl. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM, og lið með bestan árangur í 3. sæti í fjórum riðlum af átta komast einnig. Því myndi einn sigur gegn Ísrael jafnvel duga til að Ísland kæmist á EM. Það að enda sem efst í riðlinum er hins vegar mikilvægt fyrir röðun í styrkleikaflokka. Á EM í fyrra var Ísland í 3. styrkleikaflokki af fjórum, eftir að hafa endað fyrir neðan Norður-Makedóníu í undankeppninni. Ísland fékk Danmörku úr 1. flokki þegar dregið var á EM, Ungverja úr 2. flokki og svo Rússa úr neðsta flokki. Á meðan fengu Makedónar talsvert viðráðanlegri riðil, með Austurríki, Tékklandi og Úkraínu. Það fór þó svo að Norður-Makedónía sat eftir í sínum riðli, en Ísland sló Danmörku við og fór með Ungverjalandi upp úr sínum riðli. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM 2020: Flokkur 1: Spánn Svíþjóð Frakkland Danmörk Króatía Tékkland Flokkur 2: Noregur Slóvenía Þýskaland Norður-Makedónía Ungverjaland Hvíta-Rússland Flokkur 3: Austurríki ÍSLAND Svartfjallaland Portúgal Sviss Lettland Flokkur 4: Pólland Rússland Serbía Úkraína Bosnía Holland EHF raðaði í styrkleikaflokka fyrir síðasta EM út frá stöðu í undankeppninni, og lokastöðunni á EM 2018. Verði sami háttur hafður á núna gæti til dæmis farið svo að Frakkland og Danmörk verði í 2. flokki, og þá væri væntanlega freistandi fyrir Ísland að vera í þeim flokki frekar en þeim þriðja. Um það virðist baráttan standa en útilokað að Ísland verði í efsta styrkleikaflokki. Ekki misst af EM á þessari öld Strákarnir okkar héldu af stað til Egyptalands í morgun til að spila á heimsmeistaramótinu sem hefst þar í vikunni. Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Portúgal og því jafnframt þriðji leikurinn á níu dögum við Portúgali, eftir naumt tap og stórsigur í leikjum liðanna í undankeppni EM. Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leikið á stórmóti, HM eða EM, á hverju einasta ári frá og með árinu 2010. Liðið hefur ekki misst af EM síðan á síðustu öld og það má fastlega gera ráð fyrir Íslandi á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu á næsta ári. EM 2022 í handbolta EM 2020 í handbolta HM 2021 í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Í stuttu máli sagt er það þannig að magnaður seinni hálfleikur íslenska liðsins í gær gæti skilað sér í því að Ísland sleppi við stórlið á borð við Frakkland eða Danmörku þegar dregið verður í riðla fyrir EM. Hefði Ísland verið í efri styrkleikaflokki fyrir EM í fyrra, öðrum flokki í stað þess þriðja, hefði liðið til að mynda ekki átt á hættu að dragast í riðil með Noregi eða Þýskalandi. Það er kannski erfitt að vera að velta EM á næsta ári fyrir sér núna, þegar HM í Egyptalandi er að bresta á, en úrslitin í gær gætu sem sagt reynst afar dýrmæt síðar. Leyfist blaðamanni að lengja mál sitt örlítið þá fylgir hér nánari útlistun á stöðunni. Með sigrinum á Portúgal er Ísland sem sagt með betri innbyrðis úrslit gegn Portúgal í undanriðlinum fyrir EM 2022, en liðin eru einnig í riðli með Litáen og Ísrael sem eru lægra skrifuð. Endi Ísland og Portúgal jöfn að stigum, eins og er líklegt, verður Ísland því ofar sem kemur til með að skila liðinu í hærri styrkleikaflokk fyrir EM 2022. Staða Íslands í undanriðli EM: Ísland vann 36-20 stórsigur á Litáen í haust, tapaði 26-24 gegn Portúgal ytra en vann 32-23 heima. Ísland á eftir leiki við lakasta lið riðilsins, Ísrael, á útivelli 11. mars og heima 2. maí, og útileik við Litaén í lok apríl. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM, og lið með bestan árangur í 3. sæti í fjórum riðlum af átta komast einnig. Því myndi einn sigur gegn Ísrael jafnvel duga til að Ísland kæmist á EM. Það að enda sem efst í riðlinum er hins vegar mikilvægt fyrir röðun í styrkleikaflokka. Á EM í fyrra var Ísland í 3. styrkleikaflokki af fjórum, eftir að hafa endað fyrir neðan Norður-Makedóníu í undankeppninni. Ísland fékk Danmörku úr 1. flokki þegar dregið var á EM, Ungverja úr 2. flokki og svo Rússa úr neðsta flokki. Á meðan fengu Makedónar talsvert viðráðanlegri riðil, með Austurríki, Tékklandi og Úkraínu. Það fór þó svo að Norður-Makedónía sat eftir í sínum riðli, en Ísland sló Danmörku við og fór með Ungverjalandi upp úr sínum riðli. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM 2020: Flokkur 1: Spánn Svíþjóð Frakkland Danmörk Króatía Tékkland Flokkur 2: Noregur Slóvenía Þýskaland Norður-Makedónía Ungverjaland Hvíta-Rússland Flokkur 3: Austurríki ÍSLAND Svartfjallaland Portúgal Sviss Lettland Flokkur 4: Pólland Rússland Serbía Úkraína Bosnía Holland EHF raðaði í styrkleikaflokka fyrir síðasta EM út frá stöðu í undankeppninni, og lokastöðunni á EM 2018. Verði sami háttur hafður á núna gæti til dæmis farið svo að Frakkland og Danmörk verði í 2. flokki, og þá væri væntanlega freistandi fyrir Ísland að vera í þeim flokki frekar en þeim þriðja. Um það virðist baráttan standa en útilokað að Ísland verði í efsta styrkleikaflokki. Ekki misst af EM á þessari öld Strákarnir okkar héldu af stað til Egyptalands í morgun til að spila á heimsmeistaramótinu sem hefst þar í vikunni. Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Portúgal og því jafnframt þriðji leikurinn á níu dögum við Portúgali, eftir naumt tap og stórsigur í leikjum liðanna í undankeppni EM. Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leikið á stórmóti, HM eða EM, á hverju einasta ári frá og með árinu 2010. Liðið hefur ekki misst af EM síðan á síðustu öld og það má fastlega gera ráð fyrir Íslandi á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu á næsta ári.
Ísland vann 36-20 stórsigur á Litáen í haust, tapaði 26-24 gegn Portúgal ytra en vann 32-23 heima. Ísland á eftir leiki við lakasta lið riðilsins, Ísrael, á útivelli 11. mars og heima 2. maí, og útileik við Litaén í lok apríl. Tvö efstu lið riðilsins komast beint á EM, og lið með bestan árangur í 3. sæti í fjórum riðlum af átta komast einnig. Því myndi einn sigur gegn Ísrael jafnvel duga til að Ísland kæmist á EM. Það að enda sem efst í riðlinum er hins vegar mikilvægt fyrir röðun í styrkleikaflokka.
Flokkur 1: Spánn Svíþjóð Frakkland Danmörk Króatía Tékkland Flokkur 2: Noregur Slóvenía Þýskaland Norður-Makedónía Ungverjaland Hvíta-Rússland Flokkur 3: Austurríki ÍSLAND Svartfjallaland Portúgal Sviss Lettland Flokkur 4: Pólland Rússland Serbía Úkraína Bosnía Holland
EM 2022 í handbolta EM 2020 í handbolta HM 2021 í handbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira