Strengur orðinn meirihlutaeigandi í Skeljungi Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2021 11:20 Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Strengs og Skeljungs. Vísir/Vilhelm Fjárfestingafélagið Strengur á nú 50,06% hlut í Skeljungi að teknu tilliti til eigin bréfa Skeljungs. Er Strengur nú orðið meirihlutaeigandi eftir kaup á bréfum í alls 16 viðskiptum í gær samkvæmt tilkynningum til Kauphallar Íslands. Kaupin koma í kjölfar þess að allir stærstu eigendur Skeljungs höfnuðu yfirtökutilboði Strengs. Hluthafar sem fóru með 2,56% hlutafjár í félaginu féllust á tilboðið og að því loknu átti Strengur um 42% hlut í Skeljungi. Fjárfestingafélagið keypti bréf í olíufélaginu í gær á genginu 10,3 til 10,5 á hlut samkvæmt tilkynningum til kauphallar. Það er allt að 26% hærra en yfirtökuverðið sem var 8,315 krónur á hlut. Tveir af eigendum Strengs eru stjórnarmenn í Skeljungi. Það eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem er bæði stjórnarformaður Strengs og Skeljungs og Þórarinn Arnar Sævarsson. Auk þeirra standa að félaginu Sigurður Bollason, Nanna Björk Arngrímsdóttir, breska fjárfestingafélagið No. 9 Investments Limited, Ingibjörg Pálmadóttir og Premier eignarhaldsfélag, sem er í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar. Gerðu þrjú félög í þeirra eigu með sér samkomulag um að leggja eignarhluti sína í Skeljungi yfir í félagið Streng áður en það boðaði áðurnefnt yfirtökutilboð. Í tengslum við yfirtökutilboðið boðuðu forsvarmenn Stengs miklar breytingar á rekstri olíufélagsins ef yfirtakan næði fram að ganga. Til að mynda yrði stefnt að því að selja ýmsar eignir félagsins á borð við lóðir, fasteignir og rekstrareiningar. Þá hefur félagið lýst því yfir að það vilji afskrá Skeljung af markaði. Bensín og olía Markaðir Tengdar fréttir Gera yfirtökutilboð í Skeljungi Þrjú félög sem samtals eiga 36 prósent hlut í Skeljungi boða yfirtökutilboð í félaginu innan fjögurra vikna. 9. nóvember 2020 10:23 Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. 7. desember 2020 13:40 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Kaupin koma í kjölfar þess að allir stærstu eigendur Skeljungs höfnuðu yfirtökutilboði Strengs. Hluthafar sem fóru með 2,56% hlutafjár í félaginu féllust á tilboðið og að því loknu átti Strengur um 42% hlut í Skeljungi. Fjárfestingafélagið keypti bréf í olíufélaginu í gær á genginu 10,3 til 10,5 á hlut samkvæmt tilkynningum til kauphallar. Það er allt að 26% hærra en yfirtökuverðið sem var 8,315 krónur á hlut. Tveir af eigendum Strengs eru stjórnarmenn í Skeljungi. Það eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, sem er bæði stjórnarformaður Strengs og Skeljungs og Þórarinn Arnar Sævarsson. Auk þeirra standa að félaginu Sigurður Bollason, Nanna Björk Arngrímsdóttir, breska fjárfestingafélagið No. 9 Investments Limited, Ingibjörg Pálmadóttir og Premier eignarhaldsfélag, sem er í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar. Gerðu þrjú félög í þeirra eigu með sér samkomulag um að leggja eignarhluti sína í Skeljungi yfir í félagið Streng áður en það boðaði áðurnefnt yfirtökutilboð. Í tengslum við yfirtökutilboðið boðuðu forsvarmenn Stengs miklar breytingar á rekstri olíufélagsins ef yfirtakan næði fram að ganga. Til að mynda yrði stefnt að því að selja ýmsar eignir félagsins á borð við lóðir, fasteignir og rekstrareiningar. Þá hefur félagið lýst því yfir að það vilji afskrá Skeljung af markaði.
Bensín og olía Markaðir Tengdar fréttir Gera yfirtökutilboð í Skeljungi Þrjú félög sem samtals eiga 36 prósent hlut í Skeljungi boða yfirtökutilboð í félaginu innan fjögurra vikna. 9. nóvember 2020 10:23 Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. 7. desember 2020 13:40 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Gera yfirtökutilboð í Skeljungi Þrjú félög sem samtals eiga 36 prósent hlut í Skeljungi boða yfirtökutilboð í félaginu innan fjögurra vikna. 9. nóvember 2020 10:23
Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. 7. desember 2020 13:40