Viðskipti innlent

Ekki útlit fyrir takmarkanir á raforkuafhendingu

Atli Ísleifsson skrifar
Orkusala hefur verið undir væntingum hjá Landsvirkjun í vetur.
Orkusala hefur verið undir væntingum hjá Landsvirkjun í vetur. Landsvirkjun

Þrátt fyrir litla úrkomu og kuldatíð á hálendinu stendur orkukerfi Landsvirkjunar vel. Ekki er útlit fyrir takmarkanir á raforkuafhendingu á yfirstandandi vetri. Orkusala hefur verið undir væntingum.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Þar segir að innrennsli í miðlunarlón Landsvirkjunar hafi verið í minna lagi í haust og engir vetrarblotar náð inn á hálendið það sem af sé vetri.

„Öll miðlunarlón voru full fram yfir miðjan október, en frá þeim tíma hefur niðurdráttur verið samfelldur.

Vegna þessa er heildarstaða miðlana um áramót ívið lakari en í fyrra. Innrennsli á Þjórsársvæði og í Hálslón hefur verið með allra minnsta móti. Á móti kemur að orkusala hefur verið undir væntingum þannig að miðlunarstaðan nú um áramót er vel þolanleg,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×