Viðskipti innlent

Jón Ómar til liðs við Birki ráðgjöf

Atli Ísleifsson skrifar
JOE

Jón Ómar Erlingsson hefur gengið til liðs við Birki ráðgjöf þar sem hann mun sinna rekstrarráðgjöf með áherslu á endurskipulagningu og stefnumótun.

Í tilkynningu kemur fram að Jón Ómar sé með MS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og BS gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands.

„Hann var framkvæmdastjóri Kassagerðarinnar og síðar Prentsmiðjunnar Odda eftir sameiningu fyrirtækjanna 2008. Hin síðari ár hefur Jón Ómar gegnt stjórnunarstöðum hjá flugfélögunum WOW air og Flybe í Bretlandi.

Jón Ómar er fæddur og uppalinn á Siglufirði en býr nú í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Hann er giftur Ástu Kristjánsdóttur, flugfreyju og eiga þau þrjú börn,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×