Bankarnir sæta enn rannsókn Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. febrúar 2016 07:00 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins (SE) á meintri misnotkun á sameiginlegri markaðsráðandi stöðu stóru viðskiptabankanna þriggja er ennþá ólokið. Rannsóknin hófst vegna kvartana árið 2010. Kvartanirnar vörðuðu skilmála íbúðalána bankans, sem samkvæmt kvörtununum hindra einstaklinga í því að færa viðskipti sín til annarra banka og hamla þannig samkeppni. Vakin er athygli á rannsókninni í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2015. „Umfang rannsóknarinnar og útkoma málsins er enn óviss, sem og hver áhrifin á samstæðuna verða. Komi til þess að niðurstaða SE verði á þann veg að samstæðan hafi brotið samkeppnislög gæti það haft í för með sér sekt,“ segir í ársreikningnum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að rannsóknin sé enn í gangi. „Málinu var forgangsraðað aftur fyrir rannsókn á greiðslukortamarkaðnum sem lauk á síðasta ári með sekt á fyrirtækin. Þetta mál beið á meðan og við erum að taka ákvörðun um framhald málsins,“ segir Páll Gunnar. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, Fjármálaþjónusta á krossgötum, er fjallað lítillega um rannsóknina. Í skýrslunni segir jafnframt að halda þurfi áfram að draga úr aðgangshindrunum á fjármálamarkaði með því að beita samkeppnislögum af festu. Í þeirri sömu skýrslu segir að rekstrarkostnaður bankanna á föstu verði hafi aukist verulega á hverju ári frá hruni. Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 hafi kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug. Að mati Samkeppniseftirlitsins gefur þetta til kynna að samkeppnisaðhaldi í bankaþjónustu sé áfátt því samkeppni hvetji fyrirtæki til hagræðingar. „Viðskiptavinir bankanna greiða rekstrarkostnaðinn dýru verði með óhagstæðum viðskiptakjörum. Mikill vaxtamunur í alþjóðlegu samhengi leggst þungt á heimili og fyrirtæki og dregur úr samkeppnishæfni hagkerfisins,“ segir í skýrslunni. Sá vandi sem endurspeglast í háum rekstrarkostnaði bankanna og þar með háum vaxtakostnaði heimila og fyrirtækja sé mikill og ekki auðleystur. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var afkoma bankanna þriggja þó mjög góð á síðasta ári. Samanlagður hagnaður eftir skatta nam 106,8 milljörðum króna. Arion banki hagnaðist mest eða um tæpa fimmtíu milljarða króna. Afkoman markast mjög af óreglulegum liðum, einkum eignasölu í fimm félögum. Minna munaði milli bankanna í hagnaði af reglulegri starfsemi. Þar hagnaðist Arion banki um 16,8 milljarða, en Íslandsbanki um 16,2 milljarða króna. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Rannsókn Samkeppniseftirlitsins (SE) á meintri misnotkun á sameiginlegri markaðsráðandi stöðu stóru viðskiptabankanna þriggja er ennþá ólokið. Rannsóknin hófst vegna kvartana árið 2010. Kvartanirnar vörðuðu skilmála íbúðalána bankans, sem samkvæmt kvörtununum hindra einstaklinga í því að færa viðskipti sín til annarra banka og hamla þannig samkeppni. Vakin er athygli á rannsókninni í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2015. „Umfang rannsóknarinnar og útkoma málsins er enn óviss, sem og hver áhrifin á samstæðuna verða. Komi til þess að niðurstaða SE verði á þann veg að samstæðan hafi brotið samkeppnislög gæti það haft í för með sér sekt,“ segir í ársreikningnum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að rannsóknin sé enn í gangi. „Málinu var forgangsraðað aftur fyrir rannsókn á greiðslukortamarkaðnum sem lauk á síðasta ári með sekt á fyrirtækin. Þetta mál beið á meðan og við erum að taka ákvörðun um framhald málsins,“ segir Páll Gunnar. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, Fjármálaþjónusta á krossgötum, er fjallað lítillega um rannsóknina. Í skýrslunni segir jafnframt að halda þurfi áfram að draga úr aðgangshindrunum á fjármálamarkaði með því að beita samkeppnislögum af festu. Í þeirri sömu skýrslu segir að rekstrarkostnaður bankanna á föstu verði hafi aukist verulega á hverju ári frá hruni. Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 hafi kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug. Að mati Samkeppniseftirlitsins gefur þetta til kynna að samkeppnisaðhaldi í bankaþjónustu sé áfátt því samkeppni hvetji fyrirtæki til hagræðingar. „Viðskiptavinir bankanna greiða rekstrarkostnaðinn dýru verði með óhagstæðum viðskiptakjörum. Mikill vaxtamunur í alþjóðlegu samhengi leggst þungt á heimili og fyrirtæki og dregur úr samkeppnishæfni hagkerfisins,“ segir í skýrslunni. Sá vandi sem endurspeglast í háum rekstrarkostnaði bankanna og þar með háum vaxtakostnaði heimila og fyrirtækja sé mikill og ekki auðleystur. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var afkoma bankanna þriggja þó mjög góð á síðasta ári. Samanlagður hagnaður eftir skatta nam 106,8 milljörðum króna. Arion banki hagnaðist mest eða um tæpa fimmtíu milljarða króna. Afkoman markast mjög af óreglulegum liðum, einkum eignasölu í fimm félögum. Minna munaði milli bankanna í hagnaði af reglulegri starfsemi. Þar hagnaðist Arion banki um 16,8 milljarða, en Íslandsbanki um 16,2 milljarða króna.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira