Bankarnir sæta enn rannsókn Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. febrúar 2016 07:00 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins (SE) á meintri misnotkun á sameiginlegri markaðsráðandi stöðu stóru viðskiptabankanna þriggja er ennþá ólokið. Rannsóknin hófst vegna kvartana árið 2010. Kvartanirnar vörðuðu skilmála íbúðalána bankans, sem samkvæmt kvörtununum hindra einstaklinga í því að færa viðskipti sín til annarra banka og hamla þannig samkeppni. Vakin er athygli á rannsókninni í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2015. „Umfang rannsóknarinnar og útkoma málsins er enn óviss, sem og hver áhrifin á samstæðuna verða. Komi til þess að niðurstaða SE verði á þann veg að samstæðan hafi brotið samkeppnislög gæti það haft í för með sér sekt,“ segir í ársreikningnum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að rannsóknin sé enn í gangi. „Málinu var forgangsraðað aftur fyrir rannsókn á greiðslukortamarkaðnum sem lauk á síðasta ári með sekt á fyrirtækin. Þetta mál beið á meðan og við erum að taka ákvörðun um framhald málsins,“ segir Páll Gunnar. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, Fjármálaþjónusta á krossgötum, er fjallað lítillega um rannsóknina. Í skýrslunni segir jafnframt að halda þurfi áfram að draga úr aðgangshindrunum á fjármálamarkaði með því að beita samkeppnislögum af festu. Í þeirri sömu skýrslu segir að rekstrarkostnaður bankanna á föstu verði hafi aukist verulega á hverju ári frá hruni. Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 hafi kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug. Að mati Samkeppniseftirlitsins gefur þetta til kynna að samkeppnisaðhaldi í bankaþjónustu sé áfátt því samkeppni hvetji fyrirtæki til hagræðingar. „Viðskiptavinir bankanna greiða rekstrarkostnaðinn dýru verði með óhagstæðum viðskiptakjörum. Mikill vaxtamunur í alþjóðlegu samhengi leggst þungt á heimili og fyrirtæki og dregur úr samkeppnishæfni hagkerfisins,“ segir í skýrslunni. Sá vandi sem endurspeglast í háum rekstrarkostnaði bankanna og þar með háum vaxtakostnaði heimila og fyrirtækja sé mikill og ekki auðleystur. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var afkoma bankanna þriggja þó mjög góð á síðasta ári. Samanlagður hagnaður eftir skatta nam 106,8 milljörðum króna. Arion banki hagnaðist mest eða um tæpa fimmtíu milljarða króna. Afkoman markast mjög af óreglulegum liðum, einkum eignasölu í fimm félögum. Minna munaði milli bankanna í hagnaði af reglulegri starfsemi. Þar hagnaðist Arion banki um 16,8 milljarða, en Íslandsbanki um 16,2 milljarða króna. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Rannsókn Samkeppniseftirlitsins (SE) á meintri misnotkun á sameiginlegri markaðsráðandi stöðu stóru viðskiptabankanna þriggja er ennþá ólokið. Rannsóknin hófst vegna kvartana árið 2010. Kvartanirnar vörðuðu skilmála íbúðalána bankans, sem samkvæmt kvörtununum hindra einstaklinga í því að færa viðskipti sín til annarra banka og hamla þannig samkeppni. Vakin er athygli á rannsókninni í ársreikningi Arion banka fyrir árið 2015. „Umfang rannsóknarinnar og útkoma málsins er enn óviss, sem og hver áhrifin á samstæðuna verða. Komi til þess að niðurstaða SE verði á þann veg að samstæðan hafi brotið samkeppnislög gæti það haft í för með sér sekt,“ segir í ársreikningnum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að rannsóknin sé enn í gangi. „Málinu var forgangsraðað aftur fyrir rannsókn á greiðslukortamarkaðnum sem lauk á síðasta ári með sekt á fyrirtækin. Þetta mál beið á meðan og við erum að taka ákvörðun um framhald málsins,“ segir Páll Gunnar. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, Fjármálaþjónusta á krossgötum, er fjallað lítillega um rannsóknina. Í skýrslunni segir jafnframt að halda þurfi áfram að draga úr aðgangshindrunum á fjármálamarkaði með því að beita samkeppnislögum af festu. Í þeirri sömu skýrslu segir að rekstrarkostnaður bankanna á föstu verði hafi aukist verulega á hverju ári frá hruni. Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 hafi kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug. Að mati Samkeppniseftirlitsins gefur þetta til kynna að samkeppnisaðhaldi í bankaþjónustu sé áfátt því samkeppni hvetji fyrirtæki til hagræðingar. „Viðskiptavinir bankanna greiða rekstrarkostnaðinn dýru verði með óhagstæðum viðskiptakjörum. Mikill vaxtamunur í alþjóðlegu samhengi leggst þungt á heimili og fyrirtæki og dregur úr samkeppnishæfni hagkerfisins,“ segir í skýrslunni. Sá vandi sem endurspeglast í háum rekstrarkostnaði bankanna og þar með háum vaxtakostnaði heimila og fyrirtækja sé mikill og ekki auðleystur. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær var afkoma bankanna þriggja þó mjög góð á síðasta ári. Samanlagður hagnaður eftir skatta nam 106,8 milljörðum króna. Arion banki hagnaðist mest eða um tæpa fimmtíu milljarða króna. Afkoman markast mjög af óreglulegum liðum, einkum eignasölu í fimm félögum. Minna munaði milli bankanna í hagnaði af reglulegri starfsemi. Þar hagnaðist Arion banki um 16,8 milljarða, en Íslandsbanki um 16,2 milljarða króna.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira