Lægsta gengi hlutabréfa Icelandair frá upphafi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 10:45 Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur hrapað í morgun. Vísir/Vilhelm Gengi á hlutabréfum í Icelandair í Kauphöll Íslands hefur hrapað um 24 prósent síðan viðskipti hófust í morgun. Viðskipti með bréfin, þegar þetta er skrifað, hafa numið 31 milljón króna. Gengi bréfanna stendur nú í 1,95 en fór í morgun lægst niður í 1,4. Er það lægsta gengi á hlutabréfum Icelandair frá upphafi en áður hafði það farið niður í 1,9 í október 2009. Sé miðað við gengið 1,95 er gengi bréfa Icelandair um 10,6 milljarðar króna. Eins og önnur flugfélög um heim allan er rekstur Icelandair nú gríðarlega erfiður þar sem flugsamgöngur liggja nánast alveg niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Í liðinni viku sagði félagið upp meirihluta starfsmanna og á föstudag birti Icelandair Group bráðabirgðatölur úr uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020. Þar kom fram að afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins var í takt við væntingar og batnaði töluvert á milli ára. Afkoma félagsins í mars, þegar kórónuveiran fór að hafa áhrif, var á aftur á móti töluvert undir væntingum vegna veirunnar og afleiðinga hennar. Uppgjör félagsins vegna fyrsta ársfjórðungs verður birt í heild sinni síðar í dag. Eins og grein hefur verið frá vinna stjórnendur Icelandair nú að því að afla félaginu aukins hlutafjár. Stefnt er að því að ná inn allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboði og þá hafa stjórnvöld sagt að þau séu tilbúin til að lána félaginu fé eða gangast í ríkisábyrgð fyrir láni að því gefnu að nýtt hlutafé komi inn á næstunni. „Fyrirhugað útboð er háð því að viðræður við stéttafélög skili árangri sem og samþykki hluthafafundar. Viðræður standa einnig yfir við aðra hagaðila, svo sem fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja til að styrkja langtíma samkeppnishæfni félagsins enn frekar,“ sagði í tilkynningu Icelandair til Kauphallar fyrir helgi. Fréttin var uppfærð kl. 11:01. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Gengi á hlutabréfum í Icelandair í Kauphöll Íslands hefur hrapað um 24 prósent síðan viðskipti hófust í morgun. Viðskipti með bréfin, þegar þetta er skrifað, hafa numið 31 milljón króna. Gengi bréfanna stendur nú í 1,95 en fór í morgun lægst niður í 1,4. Er það lægsta gengi á hlutabréfum Icelandair frá upphafi en áður hafði það farið niður í 1,9 í október 2009. Sé miðað við gengið 1,95 er gengi bréfa Icelandair um 10,6 milljarðar króna. Eins og önnur flugfélög um heim allan er rekstur Icelandair nú gríðarlega erfiður þar sem flugsamgöngur liggja nánast alveg niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Í liðinni viku sagði félagið upp meirihluta starfsmanna og á föstudag birti Icelandair Group bráðabirgðatölur úr uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020. Þar kom fram að afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins var í takt við væntingar og batnaði töluvert á milli ára. Afkoma félagsins í mars, þegar kórónuveiran fór að hafa áhrif, var á aftur á móti töluvert undir væntingum vegna veirunnar og afleiðinga hennar. Uppgjör félagsins vegna fyrsta ársfjórðungs verður birt í heild sinni síðar í dag. Eins og grein hefur verið frá vinna stjórnendur Icelandair nú að því að afla félaginu aukins hlutafjár. Stefnt er að því að ná inn allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboði og þá hafa stjórnvöld sagt að þau séu tilbúin til að lána félaginu fé eða gangast í ríkisábyrgð fyrir láni að því gefnu að nýtt hlutafé komi inn á næstunni. „Fyrirhugað útboð er háð því að viðræður við stéttafélög skili árangri sem og samþykki hluthafafundar. Viðræður standa einnig yfir við aðra hagaðila, svo sem fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja til að styrkja langtíma samkeppnishæfni félagsins enn frekar,“ sagði í tilkynningu Icelandair til Kauphallar fyrir helgi. Fréttin var uppfærð kl. 11:01.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur