Lægsta gengi hlutabréfa Icelandair frá upphafi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 10:45 Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur hrapað í morgun. Vísir/Vilhelm Gengi á hlutabréfum í Icelandair í Kauphöll Íslands hefur hrapað um 24 prósent síðan viðskipti hófust í morgun. Viðskipti með bréfin, þegar þetta er skrifað, hafa numið 31 milljón króna. Gengi bréfanna stendur nú í 1,95 en fór í morgun lægst niður í 1,4. Er það lægsta gengi á hlutabréfum Icelandair frá upphafi en áður hafði það farið niður í 1,9 í október 2009. Sé miðað við gengið 1,95 er gengi bréfa Icelandair um 10,6 milljarðar króna. Eins og önnur flugfélög um heim allan er rekstur Icelandair nú gríðarlega erfiður þar sem flugsamgöngur liggja nánast alveg niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Í liðinni viku sagði félagið upp meirihluta starfsmanna og á föstudag birti Icelandair Group bráðabirgðatölur úr uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020. Þar kom fram að afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins var í takt við væntingar og batnaði töluvert á milli ára. Afkoma félagsins í mars, þegar kórónuveiran fór að hafa áhrif, var á aftur á móti töluvert undir væntingum vegna veirunnar og afleiðinga hennar. Uppgjör félagsins vegna fyrsta ársfjórðungs verður birt í heild sinni síðar í dag. Eins og grein hefur verið frá vinna stjórnendur Icelandair nú að því að afla félaginu aukins hlutafjár. Stefnt er að því að ná inn allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboði og þá hafa stjórnvöld sagt að þau séu tilbúin til að lána félaginu fé eða gangast í ríkisábyrgð fyrir láni að því gefnu að nýtt hlutafé komi inn á næstunni. „Fyrirhugað útboð er háð því að viðræður við stéttafélög skili árangri sem og samþykki hluthafafundar. Viðræður standa einnig yfir við aðra hagaðila, svo sem fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja til að styrkja langtíma samkeppnishæfni félagsins enn frekar,“ sagði í tilkynningu Icelandair til Kauphallar fyrir helgi. Fréttin var uppfærð kl. 11:01. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Gengi á hlutabréfum í Icelandair í Kauphöll Íslands hefur hrapað um 24 prósent síðan viðskipti hófust í morgun. Viðskipti með bréfin, þegar þetta er skrifað, hafa numið 31 milljón króna. Gengi bréfanna stendur nú í 1,95 en fór í morgun lægst niður í 1,4. Er það lægsta gengi á hlutabréfum Icelandair frá upphafi en áður hafði það farið niður í 1,9 í október 2009. Sé miðað við gengið 1,95 er gengi bréfa Icelandair um 10,6 milljarðar króna. Eins og önnur flugfélög um heim allan er rekstur Icelandair nú gríðarlega erfiður þar sem flugsamgöngur liggja nánast alveg niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Í liðinni viku sagði félagið upp meirihluta starfsmanna og á föstudag birti Icelandair Group bráðabirgðatölur úr uppgjöri félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2020. Þar kom fram að afkoma félagsins á fyrstu tveimur mánuðum ársins var í takt við væntingar og batnaði töluvert á milli ára. Afkoma félagsins í mars, þegar kórónuveiran fór að hafa áhrif, var á aftur á móti töluvert undir væntingum vegna veirunnar og afleiðinga hennar. Uppgjör félagsins vegna fyrsta ársfjórðungs verður birt í heild sinni síðar í dag. Eins og grein hefur verið frá vinna stjórnendur Icelandair nú að því að afla félaginu aukins hlutafjár. Stefnt er að því að ná inn allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboði og þá hafa stjórnvöld sagt að þau séu tilbúin til að lána félaginu fé eða gangast í ríkisábyrgð fyrir láni að því gefnu að nýtt hlutafé komi inn á næstunni. „Fyrirhugað útboð er háð því að viðræður við stéttafélög skili árangri sem og samþykki hluthafafundar. Viðræður standa einnig yfir við aðra hagaðila, svo sem fjármögnunaraðila, flugvélaleigusala og birgja til að styrkja langtíma samkeppnishæfni félagsins enn frekar,“ sagði í tilkynningu Icelandair til Kauphallar fyrir helgi. Fréttin var uppfærð kl. 11:01.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira