Viðskipti erlent

Samþykktu björgunaraðgerðir til handa Norwegian

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Norwegian rambar á barmi gjaldþrots.
Norwegian rambar á barmi gjaldþrots. Nordicphotos/Getty

Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian virðist hafa verið tryggð í morgun, í bili í það minnsta, þegar hluthafar samþykktu björgunaraðgerðir til handa félaginu sem rambar á barmi gjaldþrots.

Samþykki frá tveimur þriðju hluthafanna þurfti til að ráðist yrði í aðgerðirnar en þær ganga meðal annars út á að skuldum verði breytt í hlutafé auk þess sem hlutafé verði aukið, en norska ríkið krefst þess að slíkt verði gert áður en það stekkur inn í með neyðarlán að upphæð tveggja komma sjö milljarða norskra króna. 

Tillögurnar voru samþykktar með níutíu prósentum greiddra atkvæða og því ætti leiðin að vera greið fyrir lánið frá norska ríkinu.


Tengdar fréttir

Framtíð Norwegian ræðst í dag

Framtíð norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian ræðst í dag en nú stendur yfir fundur hluthafa þar sem þeir taka ákvörðun um hvort reyna skuli björgunaraðgerðir.

Höfnuðu tillögu til bjargar Norwegian

Kröfuhafar flugfélagsins Norwegian höfnuðu í dag að breyta lánum sínum í hlutafé. Óvissa er því um framtíð félagsins sem rambar á barmi gjaldþrots og glímir við bráðan lausafjárvanda.

Líf Norwegian hangir á blá­þræði

Örlög Norwegian voru ákveðin í gær en hluthafar greiddu atkvæði í gærkvöldi um það hvort björgunarpakki sem flugfélagið lagði til yrði samþykktur. Hluthafar áttu fund klukkan 16:00 að staðartíma í gær til að kjósa um pakkann en það liggur fyrir að hlutafé félagsins verði uppurið um miðjan maí.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×