Körfubolti

KV þáði sæti í 1. deild

Sindri Sverrisson skrifar
Hluti leikmannahóps KV á síðustu leiktíð.
Hluti leikmannahóps KV á síðustu leiktíð. MYND/KRKARFA.IS

KV, sem nú er undir hatti körfuknattleiksdeildar KR, hefur þegið boð frá KKÍ um að taka sæti í 1. deild karla í körfubolta á næstu leiktíð.

Frá þessu er greint á heimasíðu KR sem tók yfir starf KV á síðasta ári. Lið KV í vetur var því skipað ungum leikmönnum KR og endaði í 3. sæti í 2. deild, á eftir B-liðum KR og Vals.

Eftir að keppni var hætt í mars vegna kórónuveirufaraldursins ríkti óvissa um hvernig framhaldið yrði en KKÍ ákvað í apríl að veita KV, sem efsta A-liði í 2. deild, sæti í 1. deild. Ungir KR-ingar munu því spila í næstefstu deild á næstu leiktíð.

KR og KV verða áfram með sameiginlegan drengjaflokk og sameiginlegan unglingaflokk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×