Tony Blair óttast að Bretar yfirgefi Evrópusambandið Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. ágúst 2012 10:18 Tony Blair óttast að Bretar yfirgefi evruna. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, segist óttast mjög að Bretar muni ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu að yfirgefa Evrópusambandið. Blair sagði einnig í samtali við þýska blaðið Die Zeit að ákvörðun um að ganga úr Evrópusambandinu yrði væntanlega tekin vegna þess að Bretum fyndist Evrópusambandið komið með of mikil völd. David Cameron núverandi forsætisráðherra sagði í júlí að það væri mjög eðlilegt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Skoðanakannanir benda reyndar til þess að Bretar myndu kjósa að yfirgefa Evrópusambandið, en Cameron hefur ekki enn ákveðið að láta slíka þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram. Blair sagði í samtali við Die Zeit, að hann væri viss um að áframhaldandi kreppa á evrusvæðinu myndi leiða til þess að verulega breytingar yrðu gerðar á Evrópusambandinu. Hann óttaðist að Bretar myndu ákveða að yfirgefa sambandið við þær kringumstæður. Fjallað er ítarlega um samtal Blairs við Die Zeit á vef Daily Telegraph. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, segist óttast mjög að Bretar muni ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu að yfirgefa Evrópusambandið. Blair sagði einnig í samtali við þýska blaðið Die Zeit að ákvörðun um að ganga úr Evrópusambandinu yrði væntanlega tekin vegna þess að Bretum fyndist Evrópusambandið komið með of mikil völd. David Cameron núverandi forsætisráðherra sagði í júlí að það væri mjög eðlilegt að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Skoðanakannanir benda reyndar til þess að Bretar myndu kjósa að yfirgefa Evrópusambandið, en Cameron hefur ekki enn ákveðið að láta slíka þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram. Blair sagði í samtali við Die Zeit, að hann væri viss um að áframhaldandi kreppa á evrusvæðinu myndi leiða til þess að verulega breytingar yrðu gerðar á Evrópusambandinu. Hann óttaðist að Bretar myndu ákveða að yfirgefa sambandið við þær kringumstæður. Fjallað er ítarlega um samtal Blairs við Die Zeit á vef Daily Telegraph.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira