Hlutabréf í Eimskip hækkuðu um sextán prósent Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Systurfélag Samherja hefur eignast fjórðung í Eimskip. Vísir(vilhelm Sala bandaríska fjárfestingarfélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskip til systurfélags Samherja þrýsti upp hlutabréfaverði í flutningafyrirtækinu, en bréfin hækkuðu alls um 15,9 prósent í verði í ríflega 11,4 milljarða króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær. Gengi hlutabréfa í Eimskip stóð í 233 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær en það er tæpum sex prósentum hærra en gengið í viðskiptum Yucaipa og Samherja sem var 220 krónur á hlut. Samherji Holding, sem er félag um erlenda starfsemi Samherja, keypti 25,3 prósenta hlut Yucaipa fyrir 11,1 milljarð króna en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu Fossar markaðir milligöngu um viðskiptin. Hlutabréf Eimskips hafa fallið um hátt í 15 prósent í verði frá því í seinni hluta nóvember í fyrra þegar forsvarsmenn Yucaipa sögðust ætla að skoða sölu á eignarhlut sínum. Lægst fór gengið í 189 krónur á hlut í lok maí síðastliðins. Til samanburðar meta greinendur gengi bréfanna á bilinu 250 til 300 krónur á hlut. Bandaríska fjárfestingarfélagið tók þátt í endurskipulagningu Eimskips í kjölfar fjármálahrunsins haustið 2008. Breytti félagið útistandandi veðtryggðum kröfum í hlutafé og fjárfesti jafnframt fyrir 15 milljónir evra í félaginu en við það eignaðist það 32 prósenta hlut. Árið 2012 seldi Yucaipa 7 prósenta hlut til Lífeyrissjóðs verslunarmanna og sama ár aðstoðaði félagið við skráningu hlutabréfa Eimskips á markað. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samherji keypti fjórðungshlutinn í Eimskip Systurfélag Samherja hf., Samherji Holding ehf., hefur keypt öll hlutabréf bandaríska fjárfestingasjóðsins Yucaipa í Eimskipafélagi Íslands hf. 19. júlí 2018 11:37 Bréf í Eimskip hækkað um 10 prósent í morgun Sala bandaríska fjárfestingafélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskipafélagi Íslands hefur leitt til um tíu prósenta hækkunar á verði á bréfum í félaginu. 19. júlí 2018 10:37 Stærsti hluthafinn seldi allt sitt í Eimskip Bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa Companies seldi í gærkvöldi fjórðungshlut í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna. 19. júlí 2018 08:00 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Sala bandaríska fjárfestingarfélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskip til systurfélags Samherja þrýsti upp hlutabréfaverði í flutningafyrirtækinu, en bréfin hækkuðu alls um 15,9 prósent í verði í ríflega 11,4 milljarða króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær. Gengi hlutabréfa í Eimskip stóð í 233 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær en það er tæpum sex prósentum hærra en gengið í viðskiptum Yucaipa og Samherja sem var 220 krónur á hlut. Samherji Holding, sem er félag um erlenda starfsemi Samherja, keypti 25,3 prósenta hlut Yucaipa fyrir 11,1 milljarð króna en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins höfðu Fossar markaðir milligöngu um viðskiptin. Hlutabréf Eimskips hafa fallið um hátt í 15 prósent í verði frá því í seinni hluta nóvember í fyrra þegar forsvarsmenn Yucaipa sögðust ætla að skoða sölu á eignarhlut sínum. Lægst fór gengið í 189 krónur á hlut í lok maí síðastliðins. Til samanburðar meta greinendur gengi bréfanna á bilinu 250 til 300 krónur á hlut. Bandaríska fjárfestingarfélagið tók þátt í endurskipulagningu Eimskips í kjölfar fjármálahrunsins haustið 2008. Breytti félagið útistandandi veðtryggðum kröfum í hlutafé og fjárfesti jafnframt fyrir 15 milljónir evra í félaginu en við það eignaðist það 32 prósenta hlut. Árið 2012 seldi Yucaipa 7 prósenta hlut til Lífeyrissjóðs verslunarmanna og sama ár aðstoðaði félagið við skráningu hlutabréfa Eimskips á markað.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samherji keypti fjórðungshlutinn í Eimskip Systurfélag Samherja hf., Samherji Holding ehf., hefur keypt öll hlutabréf bandaríska fjárfestingasjóðsins Yucaipa í Eimskipafélagi Íslands hf. 19. júlí 2018 11:37 Bréf í Eimskip hækkað um 10 prósent í morgun Sala bandaríska fjárfestingafélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskipafélagi Íslands hefur leitt til um tíu prósenta hækkunar á verði á bréfum í félaginu. 19. júlí 2018 10:37 Stærsti hluthafinn seldi allt sitt í Eimskip Bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa Companies seldi í gærkvöldi fjórðungshlut í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna. 19. júlí 2018 08:00 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Samherji keypti fjórðungshlutinn í Eimskip Systurfélag Samherja hf., Samherji Holding ehf., hefur keypt öll hlutabréf bandaríska fjárfestingasjóðsins Yucaipa í Eimskipafélagi Íslands hf. 19. júlí 2018 11:37
Bréf í Eimskip hækkað um 10 prósent í morgun Sala bandaríska fjárfestingafélagsins Yucaipa Companies á fjórðungshlut sínum í Eimskipafélagi Íslands hefur leitt til um tíu prósenta hækkunar á verði á bréfum í félaginu. 19. júlí 2018 10:37
Stærsti hluthafinn seldi allt sitt í Eimskip Bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa Companies seldi í gærkvöldi fjórðungshlut í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna. 19. júlí 2018 08:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent