Vill Hannes í allt að þriggja ára fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2015 12:16 Frá aðalmeðferðinni í héraðsdómi í gær. Vísir/GVA Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari, fer fram á að Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri FL Group verði dæmdur í 2-3 ára fangelsi. Það verði hugsanlega skilorðsbundið að hluta, en þó ekki meira en því sem nemur helmingi refsingar. Þetta kom fram við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi. Saksóknari sagði að málsatvik í tengslum við milljarða millifærslu FL Group til Fons gætu ekki verið tilviljun. Sagði hann gögn málsins styðja það að Hannes Smárason hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Hannes er ákærður fyrir að hafa dregið sér fé frá FL Group þegar hann millifærði tæpa 3 milljarða króna af reikningi félagsins hjá Kaupþingi í Lúxemborg inn á reikning Fons hjá sama banka þann 25. apríl 2005. Síðar sama dag millifærði Fons af þeim reikningi 4 milljarða króna inn á reikning þáverandi eigenda flugfélagsins Sterling.Telur að FL Group hafi átt að koma að kaupunum á Sterling Saksóknari setti millifærsluna í samhengi við kaup Fons á Sterling og sagði gögn málsins sanna að ráðgert hafi verið að FL Group myndi taka þátt í kaupum Fons á flugfélaginu. Lagði hann fram tölvupósta frá starfsmönnum Kaupþings í Lúxemborg því til sönnunar og tölvupóst frá Hannesi sjálfum til Pálma Haraldssonar, aðaleiganda Fons, og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem sendur var í október 2005. Auk þess sýndi saksóknari fram á að upphæðir í málinu stemma hér um bil upp á krónu. Hvorki Hannes né Pálmi kannast nokkuð við að slíkar fyrirætlanir en Finnur sagði samhljóða gögn í málinu sýna fram á sannleikann. Hann sagði að Hannes og Pálmi hafi að minnsta kosti lagt á ráðin um að FL Group kæmi að kaupunum á Sterling, hvernig svo sem þær ráðagerðir svo fóru.Segir Hannes hafa haldið upplýsingum um reikninginn leyndum frá stjórnendumÞá sagði saksóknari gögn málsins sýna fram á að Hannes hafi einn haft frumkvæði að því að umræddur reikningur var stofnaður hjá Kaupþingi í Lúxemborg 17. apríl 2005. Hann hafi fengið aðstoð frá öðrum stjórnendum FL Group til þess að stofna reikninginn og fá fullt umboð til að ráðstafa fjármunum af honum. Þegar umboðið lá fyrir vissu hins vegar engir aðrir stjórnendur eða stjórnarmenn FL Group neitt af reikningnum. Hannes hafi verið eini maðurinn sem mátti fá upplýsingar um reikninginn, eins og margítrekað hafi komið fram í svörum frá starfsmönnum Kaupþings í Lúxemborg á þessum tíma. Sagði saksóknari að Hannes hafi haldið upplýsingum um millifærsluna og stöðuna á reikningnum leyndum þar til hann hafi verið nauðbeygður til að veita stjórnendum félagsins upplýsingar vegna hálfs árs uppgjörs félagsins í lok júní 2005. „Þá kom hann því til leiðar með örþrifaráðum að peningarnir voru færðir aftur inn á reikning FL Group,” sagði Finnur. Ekki lykilatriði þó lykiskjal vantiFinnur sagði það ekki lykilatriði við sönnunarfærslu í málinu að ekkert skjal væri til sem sannaði að Hannes hafi gefið fyrirmæli um að millifærslan skyldi framkvæmd. Hann sagði þúsund ástæður geta verið fyrir því, en það sé í raun engin tilviljun að skjalið vanti þar sem fram hafi komið í vitnaleiðslum að bæði Hannes og Pálmi hafi lagt áherslu á að allt varðandi viðskipti með Sterling skyldi fara hljótt. Verjandi Hannesar, Gísli Hall, flytur sína málflutningsræðu eftir hádegi. Að loknum málflutningi verður málið svo dómtekið. Tengdar fréttir Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58 „Pönkuðust” í Hannesi vegna millifærslunnar Fjármálastjóra og forstjóra FL Group gekk erfiðlega að fá upplýsingar um milljarða millifærslu FL Group til Fons frá Hannesi Smárasyni og Kaupþingi í Lúxemborg. 28. janúar 2015 16:34 Heyrði fyrst af milljarða millifærslunni í fréttum Einar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá FL Group, vissi ekkert um millifærslu af reikningi félagsins til Fons á sínum tíma. 28. janúar 2015 13:13 Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari, fer fram á að Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður og forstjóri FL Group verði dæmdur í 2-3 ára fangelsi. Það verði hugsanlega skilorðsbundið að hluta, en þó ekki meira en því sem nemur helmingi refsingar. Þetta kom fram við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi. Saksóknari sagði að málsatvik í tengslum við milljarða millifærslu FL Group til Fons gætu ekki verið tilviljun. Sagði hann gögn málsins styðja það að Hannes Smárason hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi. Hannes er ákærður fyrir að hafa dregið sér fé frá FL Group þegar hann millifærði tæpa 3 milljarða króna af reikningi félagsins hjá Kaupþingi í Lúxemborg inn á reikning Fons hjá sama banka þann 25. apríl 2005. Síðar sama dag millifærði Fons af þeim reikningi 4 milljarða króna inn á reikning þáverandi eigenda flugfélagsins Sterling.Telur að FL Group hafi átt að koma að kaupunum á Sterling Saksóknari setti millifærsluna í samhengi við kaup Fons á Sterling og sagði gögn málsins sanna að ráðgert hafi verið að FL Group myndi taka þátt í kaupum Fons á flugfélaginu. Lagði hann fram tölvupósta frá starfsmönnum Kaupþings í Lúxemborg því til sönnunar og tölvupóst frá Hannesi sjálfum til Pálma Haraldssonar, aðaleiganda Fons, og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem sendur var í október 2005. Auk þess sýndi saksóknari fram á að upphæðir í málinu stemma hér um bil upp á krónu. Hvorki Hannes né Pálmi kannast nokkuð við að slíkar fyrirætlanir en Finnur sagði samhljóða gögn í málinu sýna fram á sannleikann. Hann sagði að Hannes og Pálmi hafi að minnsta kosti lagt á ráðin um að FL Group kæmi að kaupunum á Sterling, hvernig svo sem þær ráðagerðir svo fóru.Segir Hannes hafa haldið upplýsingum um reikninginn leyndum frá stjórnendumÞá sagði saksóknari gögn málsins sýna fram á að Hannes hafi einn haft frumkvæði að því að umræddur reikningur var stofnaður hjá Kaupþingi í Lúxemborg 17. apríl 2005. Hann hafi fengið aðstoð frá öðrum stjórnendum FL Group til þess að stofna reikninginn og fá fullt umboð til að ráðstafa fjármunum af honum. Þegar umboðið lá fyrir vissu hins vegar engir aðrir stjórnendur eða stjórnarmenn FL Group neitt af reikningnum. Hannes hafi verið eini maðurinn sem mátti fá upplýsingar um reikninginn, eins og margítrekað hafi komið fram í svörum frá starfsmönnum Kaupþings í Lúxemborg á þessum tíma. Sagði saksóknari að Hannes hafi haldið upplýsingum um millifærsluna og stöðuna á reikningnum leyndum þar til hann hafi verið nauðbeygður til að veita stjórnendum félagsins upplýsingar vegna hálfs árs uppgjörs félagsins í lok júní 2005. „Þá kom hann því til leiðar með örþrifaráðum að peningarnir voru færðir aftur inn á reikning FL Group,” sagði Finnur. Ekki lykilatriði þó lykiskjal vantiFinnur sagði það ekki lykilatriði við sönnunarfærslu í málinu að ekkert skjal væri til sem sannaði að Hannes hafi gefið fyrirmæli um að millifærslan skyldi framkvæmd. Hann sagði þúsund ástæður geta verið fyrir því, en það sé í raun engin tilviljun að skjalið vanti þar sem fram hafi komið í vitnaleiðslum að bæði Hannes og Pálmi hafi lagt áherslu á að allt varðandi viðskipti með Sterling skyldi fara hljótt. Verjandi Hannesar, Gísli Hall, flytur sína málflutningsræðu eftir hádegi. Að loknum málflutningi verður málið svo dómtekið.
Tengdar fréttir Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58 „Pönkuðust” í Hannesi vegna millifærslunnar Fjármálastjóra og forstjóra FL Group gekk erfiðlega að fá upplýsingar um milljarða millifærslu FL Group til Fons frá Hannesi Smárasyni og Kaupþingi í Lúxemborg. 28. janúar 2015 16:34 Heyrði fyrst af milljarða millifærslunni í fréttum Einar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá FL Group, vissi ekkert um millifærslu af reikningi félagsins til Fons á sínum tíma. 28. janúar 2015 13:13 Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Hannes Smárason: „Ég kannast ekkert við þessi viðskipti” Aðalmeðferð í fjárdráttarmáli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2015 10:58
„Pönkuðust” í Hannesi vegna millifærslunnar Fjármálastjóra og forstjóra FL Group gekk erfiðlega að fá upplýsingar um milljarða millifærslu FL Group til Fons frá Hannesi Smárasyni og Kaupþingi í Lúxemborg. 28. janúar 2015 16:34
Heyrði fyrst af milljarða millifærslunni í fréttum Einar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá FL Group, vissi ekkert um millifærslu af reikningi félagsins til Fons á sínum tíma. 28. janúar 2015 13:13
Segir að Hannes hljóti að hafa gefið fyrirmælin Ekkert skjal fannst þó við rannsókn málsins sem sýnir hver nákvæmlega gaf fyrirmæli um milljarða millifærslu frá FL Group til Fons. 28. janúar 2015 14:24