Bernanke: Ég skil mótmælin vel 2. nóvember 2011 23:53 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist í dag um margt skilja vel þá reiði og gremju sem endurspeglaðist ekki síst í Wall Street-mótmælunum (Occupy Wall Street). Þau hafa haft víðtæk áhrif um allan heim, en þó hvergi eins mikil og í Bandaríkjunum. Stuðningur við þau mælist mikill í könnunum þar í landi, þvert á pólitískar línur. „Ég næ þessu og er sammála því að það er óviðunandi hvernig staða efnahagsmála er,“ sagði Bernanke þegar blaðamaður LA Times spurði hann út í fyrrnefnd mótmæli á blaðamannafundi í dag, og þá ekki síst það að mótmælin beindust meðal annars að seðlabankanum. Bernanke sagði atvinnuleysi vera alltof mikið í Bandaríkjunum og að staðan væri almennt óviðunandi. Hann sagði þó að það væri hans mat að gagnrýnin á seðlabankann væri ekki að öllu leyti sanngjörn. Einkum þegar kæmi að aðgerðum sem bankinn greip til haustið 2008 og á árinu 2009. „Við gripum til aðgerða sem algjörlega nauðsynlegt var að grípa til,“ sagði Bernanke. Hann sagði að afleiðingarnar af því ef seðlabankinn hefði ekki dælt fé inn á markaði og gripið til annarra margvíslegra aðgerða, hefðu getað orðið skelfilegar. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist í dag um margt skilja vel þá reiði og gremju sem endurspeglaðist ekki síst í Wall Street-mótmælunum (Occupy Wall Street). Þau hafa haft víðtæk áhrif um allan heim, en þó hvergi eins mikil og í Bandaríkjunum. Stuðningur við þau mælist mikill í könnunum þar í landi, þvert á pólitískar línur. „Ég næ þessu og er sammála því að það er óviðunandi hvernig staða efnahagsmála er,“ sagði Bernanke þegar blaðamaður LA Times spurði hann út í fyrrnefnd mótmæli á blaðamannafundi í dag, og þá ekki síst það að mótmælin beindust meðal annars að seðlabankanum. Bernanke sagði atvinnuleysi vera alltof mikið í Bandaríkjunum og að staðan væri almennt óviðunandi. Hann sagði þó að það væri hans mat að gagnrýnin á seðlabankann væri ekki að öllu leyti sanngjörn. Einkum þegar kæmi að aðgerðum sem bankinn greip til haustið 2008 og á árinu 2009. „Við gripum til aðgerða sem algjörlega nauðsynlegt var að grípa til,“ sagði Bernanke. Hann sagði að afleiðingarnar af því ef seðlabankinn hefði ekki dælt fé inn á markaði og gripið til annarra margvíslegra aðgerða, hefðu getað orðið skelfilegar.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira