Árni Sigurjónsson, yfirlögfræðingur Marels, er nýr formaður Samtaka iðnaðarins. Hann bar sigurorð af Guðlaugu Kristinsdóttur, stjórnarformanni Límtré Vírnets og Securitas, í rafrænni atkæðagreiðslu félagsmanna samtakanna sem hófst 14. apríl og lauk í gær. Niðurstöðurnar voru kunngjörðar á aðalfundi SI í morgun. Fráfarandi formaður, Guðrún Hafsteinsdóttir, hafði gegnt stöðunni frá árinu 2014.
Þau Guðlaug og Árni voru ein í framboði til formanns samtakanna og hlaut Árni rétt rúmlega 71 prósent atkvæða. Árni verður því formaður SI fram að Iðnþingi árið 2022.
Árni Sigurjónsson er yfirlögfræðingur Marels og hefur setið í stjórn Samtaka iðnaðarins frá árinu 2016 auk þess að vara varaformaður samtakanna síðastliðin þrjú ár. Þá hefur hann einnig átt sæti í stjórn og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins undanfarin ár.
Jafnframt var kosið til almennrar stjórnarsetur og var kosið um fimm sæti sem sjö sóttu um Þau sem setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára:
Arna Arnardóttir, gullsmiður
Egill Jónsson, Össur
Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, CRI
Valgerður Hrund Skúladóttir, Sensa
Vignir Steinþór Halldórsson, MótX
Fyrir í stjórn Samtaka iðnaðarins eru:
Ágúst Þór Pétursson, húsasmíðameistari
Guðrún Halla Finnsdóttir, Norðurál
Magnús Hilmar Helgason, Launafl
Sigurður R. Ragnarsson, ÍAV