Bankastjóri Landsbankans: „Það er blússandi góðæri“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. desember 2015 19:59 „Ég held við getum sagt það að það er blússandi góðæri,“ sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í kvöld. „Við sjáum það að staða heimilanna er góð, lítið atvinnuleysi, mikill kaupmáttur, mikill hagvöxtur, skuldsetning eða eignastaða er orðin mjög góð ef við lítum til seinustu ára, sama er með fyrirtækin,“ sagði hann og bætti við að bjart væri fram undan og spár væru um hagvöxt á næstu árum.Góðir tímar á Íslandi „Ég held við séum að lifa góða tíma, svona ef við lítum á heildina,“ sagði hann og tók undir þegar Björn Ingi Hrafnsson þáttastjórnandi spurði hvort kreppan væri ekki búin þó nauðasamningar gömlu bankanna væru enn eftir og að fjármálafyrirtæki væru alltaf var við erfiðleika hjá fólki.120 milljarðar fara úr Landsbankanum þegar slitabúin verða gerð upp.Vísir/AndriSteinþór sagði að uppgjör föllnu bankanna muni hafa mikil á hrif. „Bara í Landsbankanum eigum við vona á því að 120 milljarðar fari bara út og þetta höfum við verið að undirbúa okkur fyrir. Seðlabankinn og FME hafa verið að skoða þetta, sérstaklega seðlabankinn, og við höfum verið að gangast undir álagspróf og þeirra ákvarðanir hafa væntanlega miðast við hvað þeir sáu í því,“ sagði Steinþór sem sagði nauðsynlegt að fara úr því ástandi sem nú er.Bankarnir verða að passa sig Björn Ingi spurði hvort að bankarnir hefðu lært af hruninu og því sem gerðist í aðdraganda þess. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að huga vel að því, að fara fram með ábyrgð,“ svaraði Steinþór. Steinþór var gestur Björns Inga í Eyjunni í kvöld.Vísir/Ernir„Ég held að það sé mikilvægt að sjá hvað fór úrskeiðis en það sem núna er öðruvísi er að staða fjármálafyrirtækja er allt önnur,“ sagði hann og sagði að umgjörð banka hefði verið breytt algjörlega eftir hrunið 2008. „Bankarnir verða að passa sig og þeir sem lána verða að passa sig,“ sagði hann. „Mér sýnist svolítið hugsunin hjá fyrirtækjum og heimilum er aðeins önnur en oft áður. Neyslan er ekki að vaxa eins mikið og við hefðum kannski átt von á, sparnaður er að vaxa og menn er uppteknir af því að skulda ekki of mikið. Við verðum að passa okkur en ég held að staðan sé allt önnur en hún hefur verið áður.“Alveg sama um verðtryggingunaSteinþór var einnig spurður út í verðtrygginguna og hvort að bankarnir væru að reyna að koma í veg fyrir að hún væri bönnuð eða afnumin. Því hafnaði hann. „Okkur er svo sem alveg sama með þessa verðtryggingu,“ sagði Steinþór. „Við teljum bara mikilvægt að viðskiptavinirnir hafi val.“ Benti hann á að raunvextir af verðtryggðu væru í raun lægri en af óverðtryggðum lánum í dag. „Verðtryggingin léttir greiðslubyrðina en á móti kemur að eignamyndunin er mun hægari,“ sagði hann. „Það er sama með þá sem eru í leigu, þeir eignast aldrei neitt, bara borga og borga jafnvel meira.“ „Við sem höfum kynnst verðbólgu í þessu landi – flest öll – erum svolítið mikið að velta fyrir okkur tvennu; hver eru raunvextirnir og hver er greiðslubyrðin,“ sagði hann og bætti við að þess vegna væru kannski margir sem veldu sér verðtryggð lán. Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Sjá meira
„Ég held við getum sagt það að það er blússandi góðæri,“ sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í kvöld. „Við sjáum það að staða heimilanna er góð, lítið atvinnuleysi, mikill kaupmáttur, mikill hagvöxtur, skuldsetning eða eignastaða er orðin mjög góð ef við lítum til seinustu ára, sama er með fyrirtækin,“ sagði hann og bætti við að bjart væri fram undan og spár væru um hagvöxt á næstu árum.Góðir tímar á Íslandi „Ég held við séum að lifa góða tíma, svona ef við lítum á heildina,“ sagði hann og tók undir þegar Björn Ingi Hrafnsson þáttastjórnandi spurði hvort kreppan væri ekki búin þó nauðasamningar gömlu bankanna væru enn eftir og að fjármálafyrirtæki væru alltaf var við erfiðleika hjá fólki.120 milljarðar fara úr Landsbankanum þegar slitabúin verða gerð upp.Vísir/AndriSteinþór sagði að uppgjör föllnu bankanna muni hafa mikil á hrif. „Bara í Landsbankanum eigum við vona á því að 120 milljarðar fari bara út og þetta höfum við verið að undirbúa okkur fyrir. Seðlabankinn og FME hafa verið að skoða þetta, sérstaklega seðlabankinn, og við höfum verið að gangast undir álagspróf og þeirra ákvarðanir hafa væntanlega miðast við hvað þeir sáu í því,“ sagði Steinþór sem sagði nauðsynlegt að fara úr því ástandi sem nú er.Bankarnir verða að passa sig Björn Ingi spurði hvort að bankarnir hefðu lært af hruninu og því sem gerðist í aðdraganda þess. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að huga vel að því, að fara fram með ábyrgð,“ svaraði Steinþór. Steinþór var gestur Björns Inga í Eyjunni í kvöld.Vísir/Ernir„Ég held að það sé mikilvægt að sjá hvað fór úrskeiðis en það sem núna er öðruvísi er að staða fjármálafyrirtækja er allt önnur,“ sagði hann og sagði að umgjörð banka hefði verið breytt algjörlega eftir hrunið 2008. „Bankarnir verða að passa sig og þeir sem lána verða að passa sig,“ sagði hann. „Mér sýnist svolítið hugsunin hjá fyrirtækjum og heimilum er aðeins önnur en oft áður. Neyslan er ekki að vaxa eins mikið og við hefðum kannski átt von á, sparnaður er að vaxa og menn er uppteknir af því að skulda ekki of mikið. Við verðum að passa okkur en ég held að staðan sé allt önnur en hún hefur verið áður.“Alveg sama um verðtryggingunaSteinþór var einnig spurður út í verðtrygginguna og hvort að bankarnir væru að reyna að koma í veg fyrir að hún væri bönnuð eða afnumin. Því hafnaði hann. „Okkur er svo sem alveg sama með þessa verðtryggingu,“ sagði Steinþór. „Við teljum bara mikilvægt að viðskiptavinirnir hafi val.“ Benti hann á að raunvextir af verðtryggðu væru í raun lægri en af óverðtryggðum lánum í dag. „Verðtryggingin léttir greiðslubyrðina en á móti kemur að eignamyndunin er mun hægari,“ sagði hann. „Það er sama með þá sem eru í leigu, þeir eignast aldrei neitt, bara borga og borga jafnvel meira.“ „Við sem höfum kynnst verðbólgu í þessu landi – flest öll – erum svolítið mikið að velta fyrir okkur tvennu; hver eru raunvextirnir og hver er greiðslubyrðin,“ sagði hann og bætti við að þess vegna væru kannski margir sem veldu sér verðtryggð lán.
Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent