Erlent

Boðað til kosninga í Danmörku

Búist er við að boðað verði til kosninga í Danmörku í næsta mánuði en að öllu eðlilegu ættu þær ekki að fara fram fyrr en eftir tæpt ár, eða í nóvember á næsta ári. Forsætisráðherra Danmerkur, Anders Fogh Rasmussen, leiðtogi frjálslyndra, hefur rétt á að boða til kosninga fyrir þann tíma og vegna góðrar útkomu flokks hans í könnunum undanfarið segja danskir stjórnmálaspekúlantar að líkur séu á að hann boði til kosninga á næstunni. Á sama tíma hefur fylgi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Sósíaldemókrata, dalað í könnunum. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×