Traustar flugsamgöngur einn helsti drifkraftur þjóðarbússins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. apríl 2020 19:00 Íslandsbanki, Kviku banki og Landsbankinn vinna nú með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar hafa sagt að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar í félaginu fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Greinendur sem fréttastofa hefur rætt við í dag eru á sama máli. Félag íslenskra atvinnuflugmanna sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair.Jón Þór Þorvaldsson formaður félagsins segir það gríðarlega mikilvægt. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Ríkið ætti núna að lýsa yfir að það ætli að styðja félagið með myndarlegum hætti án skilyrða því hagsmunir sem eru í húfi fyrir íslenskt efnahagslíf eru einfaldlega það miklir,“ segir Jón Þór. Stjórnvöld lýstu í gær yfir að þau muni greiða uppsagnarfrest starfsmanna hjá fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir höggi vegna kórónuveirufaraldursins. Það á við um Icelandair. Jón Þór segir þetta ekki nægan stuðning fyrir félagið. „Þetta er tímabundið úrræði fyrir Icelandair og starfsmenn og ef menn missa niður þessa innviði er erfiðara að snúa til baka,“ segir hann. Icelandair sagði upp tvöþúsund manns í gær og hafa 96% flugmanna þar misst vinnuna. „Þetta eru uppsagnir af þeirri stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður og það er mín skoðun að þarna hafi verið skorið inn að beini og jafnvel hreyft við þar,“ segir hann. Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær.Vísir/Arnar Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra flugmanna sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær en hún hefur starfað hjá félaginu síðan árið 2005. „Þetta er gríðarlega erfitt maður hélt að maður væri búin með þennan pakka. Við flugmenn höfum getað leitað í það að leita annað en það er ekki hægt í dag vegna ástandsins í heiminum. Þetta er högg mikið högg,“ segir hún að lokum. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. 29. apríl 2020 13:10 Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Íslandsbanki, Kviku banki og Landsbankinn vinna nú með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar hafa sagt að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar í félaginu fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Í nýlegri skýrslu IATA sem byggir á gögnum frá Oxford kemur fram að flugsamgöngur við landið séu einn helsti drifkraftur íslensk efnahagslífs. Greinendur sem fréttastofa hefur rætt við í dag eru á sama máli. Félag íslenskra atvinnuflugmanna sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem skorað er á stjórnvöld að tryggja framtíð Icelandair.Jón Þór Þorvaldsson formaður félagsins segir það gríðarlega mikilvægt. Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA.Vísir/Arnar „Ríkið ætti núna að lýsa yfir að það ætli að styðja félagið með myndarlegum hætti án skilyrða því hagsmunir sem eru í húfi fyrir íslenskt efnahagslíf eru einfaldlega það miklir,“ segir Jón Þór. Stjórnvöld lýstu í gær yfir að þau muni greiða uppsagnarfrest starfsmanna hjá fyrirtækjum sem hafa orðið fyrir höggi vegna kórónuveirufaraldursins. Það á við um Icelandair. Jón Þór segir þetta ekki nægan stuðning fyrir félagið. „Þetta er tímabundið úrræði fyrir Icelandair og starfsmenn og ef menn missa niður þessa innviði er erfiðara að snúa til baka,“ segir hann. Icelandair sagði upp tvöþúsund manns í gær og hafa 96% flugmanna þar misst vinnuna. „Þetta eru uppsagnir af þeirri stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður og það er mín skoðun að þarna hafi verið skorið inn að beini og jafnvel hreyft við þar,“ segir hann. Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær.Vísir/Arnar Sara Hlín Sigurðardóttir er meðal þeirra flugmanna sem missti vinnuna hjá Icelandair í gær en hún hefur starfað hjá félaginu síðan árið 2005. „Þetta er gríðarlega erfitt maður hélt að maður væri búin með þennan pakka. Við flugmenn höfum getað leitað í það að leita annað en það er ekki hægt í dag vegna ástandsins í heiminum. Þetta er högg mikið högg,“ segir hún að lokum.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. 29. apríl 2020 13:10 Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
„Furðulegt að ríkið skuli ekki gefa upp merki um að það ætli að styðja við Icelandair“ Þrír bankar vinna með Icelandair að væntanlegu hlutafjárútboði. Fagfjárfestar segja að engar ákvarðanir verði teknar um frekari fjárfestingar fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Formaður FÍA gagnrýnir að stjórnvöld komi ekki beint að félaginu. 29. apríl 2020 13:10