Flykkjast í ljósabekkina strax eftir miðnætti 4. maí Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 12:59 Sólbaðsstofur hafa verið lokaðar frá því að hert samkomubann tók gildi. Getty/okanmetin Rúmlega 80 sólþyrstir viðskiptavinir sólbaðsstofunnar Stjörnusólar hafa pantað sér tíma í ljósabekkjum fyrirtækisins aðfaranótt mánudagsins 4. maí. Stjörnusól ætlar að opna bekki sína klukkan 00:01 og keyra þá alla nóttina eftir að hafa verið lokaðir frá 24 mars, þegar hert samkomubann tók gildi. Eigandi fyrirtækisins segir fullt tilefni til, eftirspurnin eftir sólargeislum sé mikil og fólk hafi boðist til að borga meira fyrir að laumast í bekkina. Síðustu mánuðir hafa verið sólbaðsstofum erfiðir. Samkomubann og aðrar kórónuveirutengdar takmarkanir hafa fallið á þá mánuði sem alla jafna er mest að gera í þessum bransa, eða frá mars fram í maí að sögn Páls Ágústs Aðalheiðarsonar eiganda Stjörnusólar. Ekki bæti úr skák að sögn Páls að fyrirtækið hafi ráðist í miklar fjárfestingar í lok síðasta árs með kaupum á nýjum sólbekkjum. Hlutabótaleiðin hafi jafnframt ekki komið að miklu gagni því þorri starfsmanna var í hlutastarfi. Páll Ágúst Aðalheiðarson eigandi Stjörnusólar ásamt Ásrúnu Þóru Sigurðardóttur rekstrarstjóra. Páll segir því kærkomið að geta opnað aftur í maíbyrjun þegar samkomubannið verður liðkað og ná þannig í skottið á háannatíma sólbaðsstofa. Þegar sé byrjað að taka við tímapöntunum og ef marka má áhugann er viðskiptavini farið að þyrsta í sólargeislana, sem það fær ekki í útlöndum þessa dagana. „Nú þegar það er tæp vika í að við opnun eru þegar búnar að berast 250 bókanir,“ segir Páll og það sem meira er: 80 þeirra eru fyrir tíma strax eftir miðnætti 4. maí, um leið og sólbaðsstofur mega opna á ný. „Fólk vill fá að prófa þetta enda ekki á hverjum degi sem þú getur farið í sólbað á nóttunni,“ segir Páll. Boðist til að borga meira í banninu Þessu fylgi þó einn stór kostur. Með því að opna strax um nóttina er hægt að dreifa skjannahvítum viðskiptavinum betur yfir sólarhringinn sem Páll segir að sé til þess fallið að minnka álagið, auðvelda sóttvarnir og tryggja að tveggja metra reglan sé höfð í heiðri. Þrif og sótthreinsun á sólbaðsstofum sé þó alla jafna í föstum skorðum; sólbekkir séu þrifnir strax eftir hverja notkun, meira en 2 metrar eru á milli bekkja og engin snerting milli starfsfólks og viðskiptavina. Páll segir að því sé ekki að neita að lokun sólbaðsstofa hafi tekið á marga viðskiptavini. Sumir hafi jafnvel boðist til þess að borga aukalega til þess að geta lagst í sólbekkina í samkomubanni. „Það er enda farið að stórsjá á mörgum kúnnum,“ segir Páll og hlær. Samkomubann á Íslandi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Rúmlega 80 sólþyrstir viðskiptavinir sólbaðsstofunnar Stjörnusólar hafa pantað sér tíma í ljósabekkjum fyrirtækisins aðfaranótt mánudagsins 4. maí. Stjörnusól ætlar að opna bekki sína klukkan 00:01 og keyra þá alla nóttina eftir að hafa verið lokaðir frá 24 mars, þegar hert samkomubann tók gildi. Eigandi fyrirtækisins segir fullt tilefni til, eftirspurnin eftir sólargeislum sé mikil og fólk hafi boðist til að borga meira fyrir að laumast í bekkina. Síðustu mánuðir hafa verið sólbaðsstofum erfiðir. Samkomubann og aðrar kórónuveirutengdar takmarkanir hafa fallið á þá mánuði sem alla jafna er mest að gera í þessum bransa, eða frá mars fram í maí að sögn Páls Ágústs Aðalheiðarsonar eiganda Stjörnusólar. Ekki bæti úr skák að sögn Páls að fyrirtækið hafi ráðist í miklar fjárfestingar í lok síðasta árs með kaupum á nýjum sólbekkjum. Hlutabótaleiðin hafi jafnframt ekki komið að miklu gagni því þorri starfsmanna var í hlutastarfi. Páll Ágúst Aðalheiðarson eigandi Stjörnusólar ásamt Ásrúnu Þóru Sigurðardóttur rekstrarstjóra. Páll segir því kærkomið að geta opnað aftur í maíbyrjun þegar samkomubannið verður liðkað og ná þannig í skottið á háannatíma sólbaðsstofa. Þegar sé byrjað að taka við tímapöntunum og ef marka má áhugann er viðskiptavini farið að þyrsta í sólargeislana, sem það fær ekki í útlöndum þessa dagana. „Nú þegar það er tæp vika í að við opnun eru þegar búnar að berast 250 bókanir,“ segir Páll og það sem meira er: 80 þeirra eru fyrir tíma strax eftir miðnætti 4. maí, um leið og sólbaðsstofur mega opna á ný. „Fólk vill fá að prófa þetta enda ekki á hverjum degi sem þú getur farið í sólbað á nóttunni,“ segir Páll. Boðist til að borga meira í banninu Þessu fylgi þó einn stór kostur. Með því að opna strax um nóttina er hægt að dreifa skjannahvítum viðskiptavinum betur yfir sólarhringinn sem Páll segir að sé til þess fallið að minnka álagið, auðvelda sóttvarnir og tryggja að tveggja metra reglan sé höfð í heiðri. Þrif og sótthreinsun á sólbaðsstofum sé þó alla jafna í föstum skorðum; sólbekkir séu þrifnir strax eftir hverja notkun, meira en 2 metrar eru á milli bekkja og engin snerting milli starfsfólks og viðskiptavina. Páll segir að því sé ekki að neita að lokun sólbaðsstofa hafi tekið á marga viðskiptavini. Sumir hafi jafnvel boðist til þess að borga aukalega til þess að geta lagst í sólbekkina í samkomubanni. „Það er enda farið að stórsjá á mörgum kúnnum,“ segir Páll og hlær.
Samkomubann á Íslandi Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira