Flykkjast í ljósabekkina strax eftir miðnætti 4. maí Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 12:59 Sólbaðsstofur hafa verið lokaðar frá því að hert samkomubann tók gildi. Getty/okanmetin Rúmlega 80 sólþyrstir viðskiptavinir sólbaðsstofunnar Stjörnusólar hafa pantað sér tíma í ljósabekkjum fyrirtækisins aðfaranótt mánudagsins 4. maí. Stjörnusól ætlar að opna bekki sína klukkan 00:01 og keyra þá alla nóttina eftir að hafa verið lokaðir frá 24 mars, þegar hert samkomubann tók gildi. Eigandi fyrirtækisins segir fullt tilefni til, eftirspurnin eftir sólargeislum sé mikil og fólk hafi boðist til að borga meira fyrir að laumast í bekkina. Síðustu mánuðir hafa verið sólbaðsstofum erfiðir. Samkomubann og aðrar kórónuveirutengdar takmarkanir hafa fallið á þá mánuði sem alla jafna er mest að gera í þessum bransa, eða frá mars fram í maí að sögn Páls Ágústs Aðalheiðarsonar eiganda Stjörnusólar. Ekki bæti úr skák að sögn Páls að fyrirtækið hafi ráðist í miklar fjárfestingar í lok síðasta árs með kaupum á nýjum sólbekkjum. Hlutabótaleiðin hafi jafnframt ekki komið að miklu gagni því þorri starfsmanna var í hlutastarfi. Páll Ágúst Aðalheiðarson eigandi Stjörnusólar ásamt Ásrúnu Þóru Sigurðardóttur rekstrarstjóra. Páll segir því kærkomið að geta opnað aftur í maíbyrjun þegar samkomubannið verður liðkað og ná þannig í skottið á háannatíma sólbaðsstofa. Þegar sé byrjað að taka við tímapöntunum og ef marka má áhugann er viðskiptavini farið að þyrsta í sólargeislana, sem það fær ekki í útlöndum þessa dagana. „Nú þegar það er tæp vika í að við opnun eru þegar búnar að berast 250 bókanir,“ segir Páll og það sem meira er: 80 þeirra eru fyrir tíma strax eftir miðnætti 4. maí, um leið og sólbaðsstofur mega opna á ný. „Fólk vill fá að prófa þetta enda ekki á hverjum degi sem þú getur farið í sólbað á nóttunni,“ segir Páll. Boðist til að borga meira í banninu Þessu fylgi þó einn stór kostur. Með því að opna strax um nóttina er hægt að dreifa skjannahvítum viðskiptavinum betur yfir sólarhringinn sem Páll segir að sé til þess fallið að minnka álagið, auðvelda sóttvarnir og tryggja að tveggja metra reglan sé höfð í heiðri. Þrif og sótthreinsun á sólbaðsstofum sé þó alla jafna í föstum skorðum; sólbekkir séu þrifnir strax eftir hverja notkun, meira en 2 metrar eru á milli bekkja og engin snerting milli starfsfólks og viðskiptavina. Páll segir að því sé ekki að neita að lokun sólbaðsstofa hafi tekið á marga viðskiptavini. Sumir hafi jafnvel boðist til þess að borga aukalega til þess að geta lagst í sólbekkina í samkomubanni. „Það er enda farið að stórsjá á mörgum kúnnum,“ segir Páll og hlær. Samkomubann á Íslandi Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Rúmlega 80 sólþyrstir viðskiptavinir sólbaðsstofunnar Stjörnusólar hafa pantað sér tíma í ljósabekkjum fyrirtækisins aðfaranótt mánudagsins 4. maí. Stjörnusól ætlar að opna bekki sína klukkan 00:01 og keyra þá alla nóttina eftir að hafa verið lokaðir frá 24 mars, þegar hert samkomubann tók gildi. Eigandi fyrirtækisins segir fullt tilefni til, eftirspurnin eftir sólargeislum sé mikil og fólk hafi boðist til að borga meira fyrir að laumast í bekkina. Síðustu mánuðir hafa verið sólbaðsstofum erfiðir. Samkomubann og aðrar kórónuveirutengdar takmarkanir hafa fallið á þá mánuði sem alla jafna er mest að gera í þessum bransa, eða frá mars fram í maí að sögn Páls Ágústs Aðalheiðarsonar eiganda Stjörnusólar. Ekki bæti úr skák að sögn Páls að fyrirtækið hafi ráðist í miklar fjárfestingar í lok síðasta árs með kaupum á nýjum sólbekkjum. Hlutabótaleiðin hafi jafnframt ekki komið að miklu gagni því þorri starfsmanna var í hlutastarfi. Páll Ágúst Aðalheiðarson eigandi Stjörnusólar ásamt Ásrúnu Þóru Sigurðardóttur rekstrarstjóra. Páll segir því kærkomið að geta opnað aftur í maíbyrjun þegar samkomubannið verður liðkað og ná þannig í skottið á háannatíma sólbaðsstofa. Þegar sé byrjað að taka við tímapöntunum og ef marka má áhugann er viðskiptavini farið að þyrsta í sólargeislana, sem það fær ekki í útlöndum þessa dagana. „Nú þegar það er tæp vika í að við opnun eru þegar búnar að berast 250 bókanir,“ segir Páll og það sem meira er: 80 þeirra eru fyrir tíma strax eftir miðnætti 4. maí, um leið og sólbaðsstofur mega opna á ný. „Fólk vill fá að prófa þetta enda ekki á hverjum degi sem þú getur farið í sólbað á nóttunni,“ segir Páll. Boðist til að borga meira í banninu Þessu fylgi þó einn stór kostur. Með því að opna strax um nóttina er hægt að dreifa skjannahvítum viðskiptavinum betur yfir sólarhringinn sem Páll segir að sé til þess fallið að minnka álagið, auðvelda sóttvarnir og tryggja að tveggja metra reglan sé höfð í heiðri. Þrif og sótthreinsun á sólbaðsstofum sé þó alla jafna í föstum skorðum; sólbekkir séu þrifnir strax eftir hverja notkun, meira en 2 metrar eru á milli bekkja og engin snerting milli starfsfólks og viðskiptavina. Páll segir að því sé ekki að neita að lokun sólbaðsstofa hafi tekið á marga viðskiptavini. Sumir hafi jafnvel boðist til þess að borga aukalega til þess að geta lagst í sólbekkina í samkomubanni. „Það er enda farið að stórsjá á mörgum kúnnum,“ segir Páll og hlær.
Samkomubann á Íslandi Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira