Flykkjast í ljósabekkina strax eftir miðnætti 4. maí Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 12:59 Sólbaðsstofur hafa verið lokaðar frá því að hert samkomubann tók gildi. Getty/okanmetin Rúmlega 80 sólþyrstir viðskiptavinir sólbaðsstofunnar Stjörnusólar hafa pantað sér tíma í ljósabekkjum fyrirtækisins aðfaranótt mánudagsins 4. maí. Stjörnusól ætlar að opna bekki sína klukkan 00:01 og keyra þá alla nóttina eftir að hafa verið lokaðir frá 24 mars, þegar hert samkomubann tók gildi. Eigandi fyrirtækisins segir fullt tilefni til, eftirspurnin eftir sólargeislum sé mikil og fólk hafi boðist til að borga meira fyrir að laumast í bekkina. Síðustu mánuðir hafa verið sólbaðsstofum erfiðir. Samkomubann og aðrar kórónuveirutengdar takmarkanir hafa fallið á þá mánuði sem alla jafna er mest að gera í þessum bransa, eða frá mars fram í maí að sögn Páls Ágústs Aðalheiðarsonar eiganda Stjörnusólar. Ekki bæti úr skák að sögn Páls að fyrirtækið hafi ráðist í miklar fjárfestingar í lok síðasta árs með kaupum á nýjum sólbekkjum. Hlutabótaleiðin hafi jafnframt ekki komið að miklu gagni því þorri starfsmanna var í hlutastarfi. Páll Ágúst Aðalheiðarson eigandi Stjörnusólar ásamt Ásrúnu Þóru Sigurðardóttur rekstrarstjóra. Páll segir því kærkomið að geta opnað aftur í maíbyrjun þegar samkomubannið verður liðkað og ná þannig í skottið á háannatíma sólbaðsstofa. Þegar sé byrjað að taka við tímapöntunum og ef marka má áhugann er viðskiptavini farið að þyrsta í sólargeislana, sem það fær ekki í útlöndum þessa dagana. „Nú þegar það er tæp vika í að við opnun eru þegar búnar að berast 250 bókanir,“ segir Páll og það sem meira er: 80 þeirra eru fyrir tíma strax eftir miðnætti 4. maí, um leið og sólbaðsstofur mega opna á ný. „Fólk vill fá að prófa þetta enda ekki á hverjum degi sem þú getur farið í sólbað á nóttunni,“ segir Páll. Boðist til að borga meira í banninu Þessu fylgi þó einn stór kostur. Með því að opna strax um nóttina er hægt að dreifa skjannahvítum viðskiptavinum betur yfir sólarhringinn sem Páll segir að sé til þess fallið að minnka álagið, auðvelda sóttvarnir og tryggja að tveggja metra reglan sé höfð í heiðri. Þrif og sótthreinsun á sólbaðsstofum sé þó alla jafna í föstum skorðum; sólbekkir séu þrifnir strax eftir hverja notkun, meira en 2 metrar eru á milli bekkja og engin snerting milli starfsfólks og viðskiptavina. Páll segir að því sé ekki að neita að lokun sólbaðsstofa hafi tekið á marga viðskiptavini. Sumir hafi jafnvel boðist til þess að borga aukalega til þess að geta lagst í sólbekkina í samkomubanni. „Það er enda farið að stórsjá á mörgum kúnnum,“ segir Páll og hlær. Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Fleiri fréttir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Sjá meira
Rúmlega 80 sólþyrstir viðskiptavinir sólbaðsstofunnar Stjörnusólar hafa pantað sér tíma í ljósabekkjum fyrirtækisins aðfaranótt mánudagsins 4. maí. Stjörnusól ætlar að opna bekki sína klukkan 00:01 og keyra þá alla nóttina eftir að hafa verið lokaðir frá 24 mars, þegar hert samkomubann tók gildi. Eigandi fyrirtækisins segir fullt tilefni til, eftirspurnin eftir sólargeislum sé mikil og fólk hafi boðist til að borga meira fyrir að laumast í bekkina. Síðustu mánuðir hafa verið sólbaðsstofum erfiðir. Samkomubann og aðrar kórónuveirutengdar takmarkanir hafa fallið á þá mánuði sem alla jafna er mest að gera í þessum bransa, eða frá mars fram í maí að sögn Páls Ágústs Aðalheiðarsonar eiganda Stjörnusólar. Ekki bæti úr skák að sögn Páls að fyrirtækið hafi ráðist í miklar fjárfestingar í lok síðasta árs með kaupum á nýjum sólbekkjum. Hlutabótaleiðin hafi jafnframt ekki komið að miklu gagni því þorri starfsmanna var í hlutastarfi. Páll Ágúst Aðalheiðarson eigandi Stjörnusólar ásamt Ásrúnu Þóru Sigurðardóttur rekstrarstjóra. Páll segir því kærkomið að geta opnað aftur í maíbyrjun þegar samkomubannið verður liðkað og ná þannig í skottið á háannatíma sólbaðsstofa. Þegar sé byrjað að taka við tímapöntunum og ef marka má áhugann er viðskiptavini farið að þyrsta í sólargeislana, sem það fær ekki í útlöndum þessa dagana. „Nú þegar það er tæp vika í að við opnun eru þegar búnar að berast 250 bókanir,“ segir Páll og það sem meira er: 80 þeirra eru fyrir tíma strax eftir miðnætti 4. maí, um leið og sólbaðsstofur mega opna á ný. „Fólk vill fá að prófa þetta enda ekki á hverjum degi sem þú getur farið í sólbað á nóttunni,“ segir Páll. Boðist til að borga meira í banninu Þessu fylgi þó einn stór kostur. Með því að opna strax um nóttina er hægt að dreifa skjannahvítum viðskiptavinum betur yfir sólarhringinn sem Páll segir að sé til þess fallið að minnka álagið, auðvelda sóttvarnir og tryggja að tveggja metra reglan sé höfð í heiðri. Þrif og sótthreinsun á sólbaðsstofum sé þó alla jafna í föstum skorðum; sólbekkir séu þrifnir strax eftir hverja notkun, meira en 2 metrar eru á milli bekkja og engin snerting milli starfsfólks og viðskiptavina. Páll segir að því sé ekki að neita að lokun sólbaðsstofa hafi tekið á marga viðskiptavini. Sumir hafi jafnvel boðist til þess að borga aukalega til þess að geta lagst í sólbekkina í samkomubanni. „Það er enda farið að stórsjá á mörgum kúnnum,“ segir Páll og hlær.
Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Fleiri fréttir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent