Flykkjast í ljósabekkina strax eftir miðnætti 4. maí Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 12:59 Sólbaðsstofur hafa verið lokaðar frá því að hert samkomubann tók gildi. Getty/okanmetin Rúmlega 80 sólþyrstir viðskiptavinir sólbaðsstofunnar Stjörnusólar hafa pantað sér tíma í ljósabekkjum fyrirtækisins aðfaranótt mánudagsins 4. maí. Stjörnusól ætlar að opna bekki sína klukkan 00:01 og keyra þá alla nóttina eftir að hafa verið lokaðir frá 24 mars, þegar hert samkomubann tók gildi. Eigandi fyrirtækisins segir fullt tilefni til, eftirspurnin eftir sólargeislum sé mikil og fólk hafi boðist til að borga meira fyrir að laumast í bekkina. Síðustu mánuðir hafa verið sólbaðsstofum erfiðir. Samkomubann og aðrar kórónuveirutengdar takmarkanir hafa fallið á þá mánuði sem alla jafna er mest að gera í þessum bransa, eða frá mars fram í maí að sögn Páls Ágústs Aðalheiðarsonar eiganda Stjörnusólar. Ekki bæti úr skák að sögn Páls að fyrirtækið hafi ráðist í miklar fjárfestingar í lok síðasta árs með kaupum á nýjum sólbekkjum. Hlutabótaleiðin hafi jafnframt ekki komið að miklu gagni því þorri starfsmanna var í hlutastarfi. Páll Ágúst Aðalheiðarson eigandi Stjörnusólar ásamt Ásrúnu Þóru Sigurðardóttur rekstrarstjóra. Páll segir því kærkomið að geta opnað aftur í maíbyrjun þegar samkomubannið verður liðkað og ná þannig í skottið á háannatíma sólbaðsstofa. Þegar sé byrjað að taka við tímapöntunum og ef marka má áhugann er viðskiptavini farið að þyrsta í sólargeislana, sem það fær ekki í útlöndum þessa dagana. „Nú þegar það er tæp vika í að við opnun eru þegar búnar að berast 250 bókanir,“ segir Páll og það sem meira er: 80 þeirra eru fyrir tíma strax eftir miðnætti 4. maí, um leið og sólbaðsstofur mega opna á ný. „Fólk vill fá að prófa þetta enda ekki á hverjum degi sem þú getur farið í sólbað á nóttunni,“ segir Páll. Boðist til að borga meira í banninu Þessu fylgi þó einn stór kostur. Með því að opna strax um nóttina er hægt að dreifa skjannahvítum viðskiptavinum betur yfir sólarhringinn sem Páll segir að sé til þess fallið að minnka álagið, auðvelda sóttvarnir og tryggja að tveggja metra reglan sé höfð í heiðri. Þrif og sótthreinsun á sólbaðsstofum sé þó alla jafna í föstum skorðum; sólbekkir séu þrifnir strax eftir hverja notkun, meira en 2 metrar eru á milli bekkja og engin snerting milli starfsfólks og viðskiptavina. Páll segir að því sé ekki að neita að lokun sólbaðsstofa hafi tekið á marga viðskiptavini. Sumir hafi jafnvel boðist til þess að borga aukalega til þess að geta lagst í sólbekkina í samkomubanni. „Það er enda farið að stórsjá á mörgum kúnnum,“ segir Páll og hlær. Samkomubann á Íslandi Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Rúmlega 80 sólþyrstir viðskiptavinir sólbaðsstofunnar Stjörnusólar hafa pantað sér tíma í ljósabekkjum fyrirtækisins aðfaranótt mánudagsins 4. maí. Stjörnusól ætlar að opna bekki sína klukkan 00:01 og keyra þá alla nóttina eftir að hafa verið lokaðir frá 24 mars, þegar hert samkomubann tók gildi. Eigandi fyrirtækisins segir fullt tilefni til, eftirspurnin eftir sólargeislum sé mikil og fólk hafi boðist til að borga meira fyrir að laumast í bekkina. Síðustu mánuðir hafa verið sólbaðsstofum erfiðir. Samkomubann og aðrar kórónuveirutengdar takmarkanir hafa fallið á þá mánuði sem alla jafna er mest að gera í þessum bransa, eða frá mars fram í maí að sögn Páls Ágústs Aðalheiðarsonar eiganda Stjörnusólar. Ekki bæti úr skák að sögn Páls að fyrirtækið hafi ráðist í miklar fjárfestingar í lok síðasta árs með kaupum á nýjum sólbekkjum. Hlutabótaleiðin hafi jafnframt ekki komið að miklu gagni því þorri starfsmanna var í hlutastarfi. Páll Ágúst Aðalheiðarson eigandi Stjörnusólar ásamt Ásrúnu Þóru Sigurðardóttur rekstrarstjóra. Páll segir því kærkomið að geta opnað aftur í maíbyrjun þegar samkomubannið verður liðkað og ná þannig í skottið á háannatíma sólbaðsstofa. Þegar sé byrjað að taka við tímapöntunum og ef marka má áhugann er viðskiptavini farið að þyrsta í sólargeislana, sem það fær ekki í útlöndum þessa dagana. „Nú þegar það er tæp vika í að við opnun eru þegar búnar að berast 250 bókanir,“ segir Páll og það sem meira er: 80 þeirra eru fyrir tíma strax eftir miðnætti 4. maí, um leið og sólbaðsstofur mega opna á ný. „Fólk vill fá að prófa þetta enda ekki á hverjum degi sem þú getur farið í sólbað á nóttunni,“ segir Páll. Boðist til að borga meira í banninu Þessu fylgi þó einn stór kostur. Með því að opna strax um nóttina er hægt að dreifa skjannahvítum viðskiptavinum betur yfir sólarhringinn sem Páll segir að sé til þess fallið að minnka álagið, auðvelda sóttvarnir og tryggja að tveggja metra reglan sé höfð í heiðri. Þrif og sótthreinsun á sólbaðsstofum sé þó alla jafna í föstum skorðum; sólbekkir séu þrifnir strax eftir hverja notkun, meira en 2 metrar eru á milli bekkja og engin snerting milli starfsfólks og viðskiptavina. Páll segir að því sé ekki að neita að lokun sólbaðsstofa hafi tekið á marga viðskiptavini. Sumir hafi jafnvel boðist til þess að borga aukalega til þess að geta lagst í sólbekkina í samkomubanni. „Það er enda farið að stórsjá á mörgum kúnnum,“ segir Páll og hlær.
Samkomubann á Íslandi Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira