Flykkjast í ljósabekkina strax eftir miðnætti 4. maí Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2020 12:59 Sólbaðsstofur hafa verið lokaðar frá því að hert samkomubann tók gildi. Getty/okanmetin Rúmlega 80 sólþyrstir viðskiptavinir sólbaðsstofunnar Stjörnusólar hafa pantað sér tíma í ljósabekkjum fyrirtækisins aðfaranótt mánudagsins 4. maí. Stjörnusól ætlar að opna bekki sína klukkan 00:01 og keyra þá alla nóttina eftir að hafa verið lokaðir frá 24 mars, þegar hert samkomubann tók gildi. Eigandi fyrirtækisins segir fullt tilefni til, eftirspurnin eftir sólargeislum sé mikil og fólk hafi boðist til að borga meira fyrir að laumast í bekkina. Síðustu mánuðir hafa verið sólbaðsstofum erfiðir. Samkomubann og aðrar kórónuveirutengdar takmarkanir hafa fallið á þá mánuði sem alla jafna er mest að gera í þessum bransa, eða frá mars fram í maí að sögn Páls Ágústs Aðalheiðarsonar eiganda Stjörnusólar. Ekki bæti úr skák að sögn Páls að fyrirtækið hafi ráðist í miklar fjárfestingar í lok síðasta árs með kaupum á nýjum sólbekkjum. Hlutabótaleiðin hafi jafnframt ekki komið að miklu gagni því þorri starfsmanna var í hlutastarfi. Páll Ágúst Aðalheiðarson eigandi Stjörnusólar ásamt Ásrúnu Þóru Sigurðardóttur rekstrarstjóra. Páll segir því kærkomið að geta opnað aftur í maíbyrjun þegar samkomubannið verður liðkað og ná þannig í skottið á háannatíma sólbaðsstofa. Þegar sé byrjað að taka við tímapöntunum og ef marka má áhugann er viðskiptavini farið að þyrsta í sólargeislana, sem það fær ekki í útlöndum þessa dagana. „Nú þegar það er tæp vika í að við opnun eru þegar búnar að berast 250 bókanir,“ segir Páll og það sem meira er: 80 þeirra eru fyrir tíma strax eftir miðnætti 4. maí, um leið og sólbaðsstofur mega opna á ný. „Fólk vill fá að prófa þetta enda ekki á hverjum degi sem þú getur farið í sólbað á nóttunni,“ segir Páll. Boðist til að borga meira í banninu Þessu fylgi þó einn stór kostur. Með því að opna strax um nóttina er hægt að dreifa skjannahvítum viðskiptavinum betur yfir sólarhringinn sem Páll segir að sé til þess fallið að minnka álagið, auðvelda sóttvarnir og tryggja að tveggja metra reglan sé höfð í heiðri. Þrif og sótthreinsun á sólbaðsstofum sé þó alla jafna í föstum skorðum; sólbekkir séu þrifnir strax eftir hverja notkun, meira en 2 metrar eru á milli bekkja og engin snerting milli starfsfólks og viðskiptavina. Páll segir að því sé ekki að neita að lokun sólbaðsstofa hafi tekið á marga viðskiptavini. Sumir hafi jafnvel boðist til þess að borga aukalega til þess að geta lagst í sólbekkina í samkomubanni. „Það er enda farið að stórsjá á mörgum kúnnum,“ segir Páll og hlær. Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Paramount ber víurnar í Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Sjá meira
Rúmlega 80 sólþyrstir viðskiptavinir sólbaðsstofunnar Stjörnusólar hafa pantað sér tíma í ljósabekkjum fyrirtækisins aðfaranótt mánudagsins 4. maí. Stjörnusól ætlar að opna bekki sína klukkan 00:01 og keyra þá alla nóttina eftir að hafa verið lokaðir frá 24 mars, þegar hert samkomubann tók gildi. Eigandi fyrirtækisins segir fullt tilefni til, eftirspurnin eftir sólargeislum sé mikil og fólk hafi boðist til að borga meira fyrir að laumast í bekkina. Síðustu mánuðir hafa verið sólbaðsstofum erfiðir. Samkomubann og aðrar kórónuveirutengdar takmarkanir hafa fallið á þá mánuði sem alla jafna er mest að gera í þessum bransa, eða frá mars fram í maí að sögn Páls Ágústs Aðalheiðarsonar eiganda Stjörnusólar. Ekki bæti úr skák að sögn Páls að fyrirtækið hafi ráðist í miklar fjárfestingar í lok síðasta árs með kaupum á nýjum sólbekkjum. Hlutabótaleiðin hafi jafnframt ekki komið að miklu gagni því þorri starfsmanna var í hlutastarfi. Páll Ágúst Aðalheiðarson eigandi Stjörnusólar ásamt Ásrúnu Þóru Sigurðardóttur rekstrarstjóra. Páll segir því kærkomið að geta opnað aftur í maíbyrjun þegar samkomubannið verður liðkað og ná þannig í skottið á háannatíma sólbaðsstofa. Þegar sé byrjað að taka við tímapöntunum og ef marka má áhugann er viðskiptavini farið að þyrsta í sólargeislana, sem það fær ekki í útlöndum þessa dagana. „Nú þegar það er tæp vika í að við opnun eru þegar búnar að berast 250 bókanir,“ segir Páll og það sem meira er: 80 þeirra eru fyrir tíma strax eftir miðnætti 4. maí, um leið og sólbaðsstofur mega opna á ný. „Fólk vill fá að prófa þetta enda ekki á hverjum degi sem þú getur farið í sólbað á nóttunni,“ segir Páll. Boðist til að borga meira í banninu Þessu fylgi þó einn stór kostur. Með því að opna strax um nóttina er hægt að dreifa skjannahvítum viðskiptavinum betur yfir sólarhringinn sem Páll segir að sé til þess fallið að minnka álagið, auðvelda sóttvarnir og tryggja að tveggja metra reglan sé höfð í heiðri. Þrif og sótthreinsun á sólbaðsstofum sé þó alla jafna í föstum skorðum; sólbekkir séu þrifnir strax eftir hverja notkun, meira en 2 metrar eru á milli bekkja og engin snerting milli starfsfólks og viðskiptavina. Páll segir að því sé ekki að neita að lokun sólbaðsstofa hafi tekið á marga viðskiptavini. Sumir hafi jafnvel boðist til þess að borga aukalega til þess að geta lagst í sólbekkina í samkomubanni. „Það er enda farið að stórsjá á mörgum kúnnum,“ segir Páll og hlær.
Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Paramount ber víurnar í Warner Bros Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Sjá meira