Selfoss hafði leitt mest allan tímann þar til á lokamínútunum þegar leikurinn varð mjög spennandi. Það var jafnt á með liðunum á síðustu mínútunni en Haukur skoraði sigurmarkið fyrir Selfoss sem vann 28-29.
„Gummi Gumm, hann tekur Hauk og lætur hann byrja leikinn á móti Brössunum [lokaleik Íslands á HM]. Hann spilar fjórar mínútur, fær á sig einn ruðning og er tekinn út af. Kemur ekki inn á aftur. Þetta hefði getað brotið hann niður,“ sagði Logi Geirsson.
„Ég hugsaði að hann færi núna niður um eitt, tvö level í sjálfstrausti. Tekinn á bekkinn og floginn heim. Kemur svo bara hérna og klárar Aftureldingu. Níu mörk. Sautján ára. Ég meina, þessi gaur er að fara alla leið og við vitum það allir,“ hélt hann áfram.
Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.