Sprengisandslína á lítið að sjást frá nýjum hálendisvegi Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. október 2013 07:00 Möstur sem þessi hér á Hellisheiði þykja óvíða prýði í landslagi og til nokkurs að vinna að fela háspennulínur eftir því sem kostur er. Fréttablaðið/Vilhelm Gangi áætlanir eftir verður Sprengisandslínu Landsnets nær hvergi að sjá frá fyrirhuguðum Sprengisandsvegi. „Sprengisandslína hefur um langan tíma verið inni á skipulagi og var sett inn í samræmi við hugmyndir sem þá voru í gangi um veg yfir Sprengisand. Síðan eru komnar breyttar áherslur þannig að á hefur komst samstarf á milli nokkurra aðila um nýja útfærslu á Sprengisandslínu,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets. Nýju áherslurnar séu í þá átt að nýi vegurinn verði „ferðamannavegur“ og það hafi kallað á ákveðnar tilfærslur á honum. „Samhliða því höfum við verið að skoða flutningslínuna og færa til staðsetningu hennar til að draga úr sjónrænum áhrifum línunnar,“ segir Guðmundur Ingi. Þessi vinna segir hann að hafi tekist nokkuð vel og línan jafnvel ekki sjáanleg frá veginum á löngum köflum. „Og í öðrum tilvikum ber hana við landið þannig að hún sést illa og mjög sjaldan við himinn og þveri veginn ekki nema að mjög takmörkuðu leyti, tvisvar sinnum ef ég man rétt.“Guðmundur Ingi ÁsmundssonGuðmundur Ingi segir skipulagsvinnu fyrir syðri hluta línunnar langt komna. Norðan megin sé vinnan eitthvað skemur á veg komin, en í heildina litið sé verkið nokkuð langt komið. „Í framhaldinu förum við svo á næsta ári að huga að mati á umhverfisáhrifum fyrir línuna og setja þá í þennan hefðbundna farveg.“ Eftir því sem Guðmundur best veit er þetta í fyrsta sinn sem jafnviðamikið samstarf hefur tekist á um verkefni sem þetta. „Þarna erum við líka að beita nýjustu aðferðum sem við höfum við að fella línuna betur að landinu.“ Til þessa hafi vinnulagið alla jafna verið þannig að vegur hafi verið kominn og Landsnet svo þurft að laga sig að honum við línulögnina. Hreinn HaraldssonHreinn Haraldsson vegamálastjóri segir Landsnet heldur lengra komið í fyrirætlunum um raflínu yfir Sprengisand en Vegagerðin í áætlunum um nýjan veg. „Það eru hvorki fyrirhugaðar fjárveitingar í þetta né hafa verið teknar ákvarðanri um hvernær svona mannvirki kæmi eða hvernig það yrði,“ segir hann. „Þarna er bara verið að nota tímann og stilla stilla saman strengi þannig að þeir séu ekki að leggja slóða sem ekki myndu henta okkur þegar fram líða stundir.“ Hreinn segir hugmyndir og óskir um að vegur um Sprengisand yrði endurgerður þannig að hann yrði fær fleirum og opinn lengur yfir árið lengi hafa verið á lofti. „En við reynum að stilla þetta þannig að vegurinn sem þeir þurfa fyrir sína línulögn nýtist, annað hvort beint eða með endurbótum, sem vegur sem ferðamenn myndu vilja fara um í framtíðinni.“ Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Gangi áætlanir eftir verður Sprengisandslínu Landsnets nær hvergi að sjá frá fyrirhuguðum Sprengisandsvegi. „Sprengisandslína hefur um langan tíma verið inni á skipulagi og var sett inn í samræmi við hugmyndir sem þá voru í gangi um veg yfir Sprengisand. Síðan eru komnar breyttar áherslur þannig að á hefur komst samstarf á milli nokkurra aðila um nýja útfærslu á Sprengisandslínu,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets. Nýju áherslurnar séu í þá átt að nýi vegurinn verði „ferðamannavegur“ og það hafi kallað á ákveðnar tilfærslur á honum. „Samhliða því höfum við verið að skoða flutningslínuna og færa til staðsetningu hennar til að draga úr sjónrænum áhrifum línunnar,“ segir Guðmundur Ingi. Þessi vinna segir hann að hafi tekist nokkuð vel og línan jafnvel ekki sjáanleg frá veginum á löngum köflum. „Og í öðrum tilvikum ber hana við landið þannig að hún sést illa og mjög sjaldan við himinn og þveri veginn ekki nema að mjög takmörkuðu leyti, tvisvar sinnum ef ég man rétt.“Guðmundur Ingi ÁsmundssonGuðmundur Ingi segir skipulagsvinnu fyrir syðri hluta línunnar langt komna. Norðan megin sé vinnan eitthvað skemur á veg komin, en í heildina litið sé verkið nokkuð langt komið. „Í framhaldinu förum við svo á næsta ári að huga að mati á umhverfisáhrifum fyrir línuna og setja þá í þennan hefðbundna farveg.“ Eftir því sem Guðmundur best veit er þetta í fyrsta sinn sem jafnviðamikið samstarf hefur tekist á um verkefni sem þetta. „Þarna erum við líka að beita nýjustu aðferðum sem við höfum við að fella línuna betur að landinu.“ Til þessa hafi vinnulagið alla jafna verið þannig að vegur hafi verið kominn og Landsnet svo þurft að laga sig að honum við línulögnina. Hreinn HaraldssonHreinn Haraldsson vegamálastjóri segir Landsnet heldur lengra komið í fyrirætlunum um raflínu yfir Sprengisand en Vegagerðin í áætlunum um nýjan veg. „Það eru hvorki fyrirhugaðar fjárveitingar í þetta né hafa verið teknar ákvarðanri um hvernær svona mannvirki kæmi eða hvernig það yrði,“ segir hann. „Þarna er bara verið að nota tímann og stilla stilla saman strengi þannig að þeir séu ekki að leggja slóða sem ekki myndu henta okkur þegar fram líða stundir.“ Hreinn segir hugmyndir og óskir um að vegur um Sprengisand yrði endurgerður þannig að hann yrði fær fleirum og opinn lengur yfir árið lengi hafa verið á lofti. „En við reynum að stilla þetta þannig að vegurinn sem þeir þurfa fyrir sína línulögn nýtist, annað hvort beint eða með endurbótum, sem vegur sem ferðamenn myndu vilja fara um í framtíðinni.“
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira