Síminn seldur á tæpa 67 milljarða 29. júlí 2005 00:01 "Það liggur alveg ljóst fyrir að eftir þessa sölu getum við gert hluti sem við annars hefðum ekki getað gert á sviði samgöngumála, heilbrigðismála og á sviði atvinnuþróunar og annarra mikilvægra samfélagsmála," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í gær eftir að ljóst var að hæsta tilboð í Símann hljóðaði upp á 66,7 milljarða króna. Þrjú tilboð, sem alls sautján fjárfestar stóðu á bak við, bárust í Símann. Voru tilboðin opnuð á Hótel Nordica í gær að viðstöddum bjóðendum og fulltrúum fjölmiðla. Exista, fjárfestingarfélag undir stjórn Lýðs og Ágústs Guðmundssonar, kenndra við Bakkavör, KB banki, fjórir lífeyrissjóðir, MP Fjárfestingarbanki og félag í eigu Skúla Þorvaldssonar voru með hæsta tilboðið. Hópur undir forystu Burðaráss bauð sextíu milljarða en lægsta tilboð kom frá Atorku Group og fleiri aðilum og hljóðaði upp á 54,7 milljarða. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, sagði að menn hefðu vandað sig vel og ferlið hefði verið gagnsætt og trúverðugt. Hann var ánægður með niðurstöðuna. Síminn yrði að öllum líkindum kominn undir stjórn nýrra eigenda fyrir lok ágúst. "Þetta kom mér ekki beint á óvart. Þetta er mjög viðunandi tilboð og ekki fjarri því sem ýmsir sérfræðingar um markaðinn hafa verið að spá," sagði Geir Haarde fjármálaráðherra. Margir aðilar hefðu verið á bak við tilboðin þótt aðeins þrjú hefðu borist. Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Exista, sagði að þátttaka lífeyrissjóðanna tryggði aðkomu stórs hluta fólks í landinu, en lífeyrissjóðirnir eignast samanlagt 21 prósents eignarhlut. Síðar myndi hlutur KB banka verða seldur almenningi áður en Síminn yrði skráður í Kauphöllina. Hann vildi ekki tilgreina hvenær það yrði né á hvaða kjörum fólki byðist hlutabréf í Símanum. Erlendur vildi ekki svara spurningum varðandi hugsanlegar breytingar á rekstri og yfirstjórn Símans. Allar slíkar yfirlýsingar biðu þangað til nýir eigendur tækju við og rætt hefði verið við starfsfólk. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
"Það liggur alveg ljóst fyrir að eftir þessa sölu getum við gert hluti sem við annars hefðum ekki getað gert á sviði samgöngumála, heilbrigðismála og á sviði atvinnuþróunar og annarra mikilvægra samfélagsmála," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í gær eftir að ljóst var að hæsta tilboð í Símann hljóðaði upp á 66,7 milljarða króna. Þrjú tilboð, sem alls sautján fjárfestar stóðu á bak við, bárust í Símann. Voru tilboðin opnuð á Hótel Nordica í gær að viðstöddum bjóðendum og fulltrúum fjölmiðla. Exista, fjárfestingarfélag undir stjórn Lýðs og Ágústs Guðmundssonar, kenndra við Bakkavör, KB banki, fjórir lífeyrissjóðir, MP Fjárfestingarbanki og félag í eigu Skúla Þorvaldssonar voru með hæsta tilboðið. Hópur undir forystu Burðaráss bauð sextíu milljarða en lægsta tilboð kom frá Atorku Group og fleiri aðilum og hljóðaði upp á 54,7 milljarða. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, sagði að menn hefðu vandað sig vel og ferlið hefði verið gagnsætt og trúverðugt. Hann var ánægður með niðurstöðuna. Síminn yrði að öllum líkindum kominn undir stjórn nýrra eigenda fyrir lok ágúst. "Þetta kom mér ekki beint á óvart. Þetta er mjög viðunandi tilboð og ekki fjarri því sem ýmsir sérfræðingar um markaðinn hafa verið að spá," sagði Geir Haarde fjármálaráðherra. Margir aðilar hefðu verið á bak við tilboðin þótt aðeins þrjú hefðu borist. Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Exista, sagði að þátttaka lífeyrissjóðanna tryggði aðkomu stórs hluta fólks í landinu, en lífeyrissjóðirnir eignast samanlagt 21 prósents eignarhlut. Síðar myndi hlutur KB banka verða seldur almenningi áður en Síminn yrði skráður í Kauphöllina. Hann vildi ekki tilgreina hvenær það yrði né á hvaða kjörum fólki byðist hlutabréf í Símanum. Erlendur vildi ekki svara spurningum varðandi hugsanlegar breytingar á rekstri og yfirstjórn Símans. Allar slíkar yfirlýsingar biðu þangað til nýir eigendur tækju við og rætt hefði verið við starfsfólk.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira