Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2020 16:36 Flugfreyja hjá Icelandair við störf. Myndin er úr kynningarefni fyrirtækisins. Icelandair Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. Icelandair tilkynnti um rúmlega tvö þúsund uppsagnir í tilkynningu til Kauphallar á þriðja tímanum í dag. Uppsagnirnar ná til allra hópa innan félagsins, en þær hafa þó mest áhrif á störf beintengd framleiðslu, svo sem áhafnir, viðhaldsþjónustu og starfsfólk flug- og farþegaþjónustu. Þeir sem starfa áfram hjá félaginu eru langflestir í skertu starfshlutfalli og aðrir í fullu starfi með skert laun. 43 halda vinnunni Stærsti einstaki hópurinn eru flugfreyjur og -þjónar en 897 af 940 missa vinnuna. Ákvæði í kjarasamningi flugfreyja segir að að þeim skuli segja upp miðað við starfsaldur. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, segir að meðal þeirra sem missi vinnuna í dag sé fólk með yfir þrjátíu ára starfsaldur. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Aðgerðir Icelandair koma ekki sem þruma úr heiðskíru lofti. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hafði sjálfur sagt, síðast um helgina, að stórtækar uppsagnir væru yfirvofandi hjá félaginu. Þær mætti ekki síst rekja til þess gríðarlegar samdráttar sem orðið hefur í eftirspurn eftir flugferðum í kjölfar kórónuveirunnar. Ljósi punkturinn að fyrr eða síðar þarf að manna flugin „Ég held að úti í hópnum þá hafi fólk gert sér grein fyrir að það kæmi til uppsagna en ekki af þessari stærðargráðu,“ segir Guðlaug Líney. Þær miði við þá flugáætlun sem sé í gangi hjá félaginu, þ.e. nánast ekkert flug. „Ljósi punkturinn er sá að um leið og flugáætlun eykst þá þarf að manna flugin. Það er bara spurning hvenær það gerist,“ segir Guðlaug. Þá megi fólk eiga von á endurráðningu þar sem farið verði eftir starfsaldri og frammistöðu. Flugvél Icelandair kemur með læknadót frá Kína á dögunumVísir/JóiK Sem stendur sinnir Icelandair nær eingöngu fraktflutningum. Til stendur að breyta þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til München í Þýskalandi. Fluttar verðar lækninga- og hjúkrunarvörur fyrir aðila í heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Auk þess hyggst Icelandair fljúga nokkur flug frá Sjanghæ til Chicago í Bandaríkjunum með viðkomu á Íslandi. Icelandair Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag kom fram að forsætisráðherra útilokar ekkert varðandi mögulega aðkomu ríkisins að Icelandair og ítrekar mikilvægi fyrirtækisins. Von sé á frekari aðgerðum enda séum við í miðjum storminum í dýpstu kreppu lýðveldissögunnar. 28. apríl 2020 15:26 Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. Icelandair tilkynnti um rúmlega tvö þúsund uppsagnir í tilkynningu til Kauphallar á þriðja tímanum í dag. Uppsagnirnar ná til allra hópa innan félagsins, en þær hafa þó mest áhrif á störf beintengd framleiðslu, svo sem áhafnir, viðhaldsþjónustu og starfsfólk flug- og farþegaþjónustu. Þeir sem starfa áfram hjá félaginu eru langflestir í skertu starfshlutfalli og aðrir í fullu starfi með skert laun. 43 halda vinnunni Stærsti einstaki hópurinn eru flugfreyjur og -þjónar en 897 af 940 missa vinnuna. Ákvæði í kjarasamningi flugfreyja segir að að þeim skuli segja upp miðað við starfsaldur. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, segir að meðal þeirra sem missi vinnuna í dag sé fólk með yfir þrjátíu ára starfsaldur. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Aðgerðir Icelandair koma ekki sem þruma úr heiðskíru lofti. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair hafði sjálfur sagt, síðast um helgina, að stórtækar uppsagnir væru yfirvofandi hjá félaginu. Þær mætti ekki síst rekja til þess gríðarlegar samdráttar sem orðið hefur í eftirspurn eftir flugferðum í kjölfar kórónuveirunnar. Ljósi punkturinn að fyrr eða síðar þarf að manna flugin „Ég held að úti í hópnum þá hafi fólk gert sér grein fyrir að það kæmi til uppsagna en ekki af þessari stærðargráðu,“ segir Guðlaug Líney. Þær miði við þá flugáætlun sem sé í gangi hjá félaginu, þ.e. nánast ekkert flug. „Ljósi punkturinn er sá að um leið og flugáætlun eykst þá þarf að manna flugin. Það er bara spurning hvenær það gerist,“ segir Guðlaug. Þá megi fólk eiga von á endurráðningu þar sem farið verði eftir starfsaldri og frammistöðu. Flugvél Icelandair kemur með læknadót frá Kína á dögunumVísir/JóiK Sem stendur sinnir Icelandair nær eingöngu fraktflutningum. Til stendur að breyta þremur Boeing 767 breiðþotum Icelandair tímabundið til að sinna hið minnsta 45 fraktflugferðum frá Sjanghæ í Kína til München í Þýskalandi. Fluttar verðar lækninga- og hjúkrunarvörur fyrir aðila í heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Auk þess hyggst Icelandair fljúga nokkur flug frá Sjanghæ til Chicago í Bandaríkjunum með viðkomu á Íslandi.
Icelandair Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag kom fram að forsætisráðherra útilokar ekkert varðandi mögulega aðkomu ríkisins að Icelandair og ítrekar mikilvægi fyrirtækisins. Von sé á frekari aðgerðum enda séum við í miðjum storminum í dýpstu kreppu lýðveldissögunnar. 28. apríl 2020 15:26 Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Stjórnvöld bíða eftir hlutafjáraukningu Icelandair Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag kom fram að forsætisráðherra útilokar ekkert varðandi mögulega aðkomu ríkisins að Icelandair og ítrekar mikilvægi fyrirtækisins. Von sé á frekari aðgerðum enda séum við í miðjum storminum í dýpstu kreppu lýðveldissögunnar. 28. apríl 2020 15:26
Icelandair segir upp rúmlega 2000 manns Icelandair Group mun ráðast í yfirgripsmiklar aðgerðir sem taka gildi um mánaðamótin. 28. apríl 2020 14:12